Erlent

Ísraelsk mannréttindasamtök saka hermann um morð

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Mótmælendur bera myndir af Rezu al Najjar sem féll fyrir hendi ísraelsks hermanns í byrjun síðasta mánaðar
Mótmælendur bera myndir af Rezu al Najjar sem féll fyrir hendi ísraelsks hermanns í byrjun síðasta mánaðar Vísir/Getty
Ísraelsku mannréttindasamtökin B‘Tselem segjast hafa sannanir fyrir því að ísraelskur hermaður hafi viljandi myrt palestínskan sjúkraliða í byrjun síðasta mánaðar.

Sjúkraliðinn var tvítug kona að nafni Razan al-Najjar. Rannsókn ísraelska hersins komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði orðið fyrir voðaskoti þegar hún var að reyna að hjálpa særðum Palestínumönnum við landamæragirðingu Ísraels.

B‘Tselem samtökin hafa nú lokið sjálfstæðri rannsókn á atvikinu og komust að þeirri niðurstöðu að ekki geti hafa verið um slys að ræða.

Í skýrslu samtakanna segir að Najjar hafi staðið 25 metrum frá landamærgirðingu Ísraelsmanna og verið klædd sem sjúkraflutningamaður frá toppi til táar.

Engin minnsta hætta hafi stafað af henni þegar ísraelskur hermaður tók skyndilega upp riffil og skaut hana í bringuna að ástæðulausu.

Engir mótmælendur voru nálægir þegar Najjar var skotin til bana, hún stóð tíu metrum frá þeim og hermaðurinn sem skaut hana notaði byssukíki til að miða á hana.

Amit Giluz, talsmaður B‘Tselem segir að eina mögulega niðurstaðan í málinu sé að um morð hafi verið að ræða.

B‘Tselem samtökin voru stofnuð af hópi Ísraelsmanna árið 1989 til að rannsaka og skjalfesta glæpi gegn Palestínumönnum á hernumdu svæðunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×