Skógareldar í Grikklandi: Ráðherra segir íbúa hafa gert illt verra með því að byggja ólöglega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 15:14 Gríðarleg eyðilegging blasir við í strandbænum Mati vegna eldanna. vísir/getty Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. Í viðtali við BBC segir Kammenos að það sé glæpur að hafa byggt hús á milli skógi vaxinna svæða þar sem þau hafa lokað flóttaleiðum. Hann neitar því að stjórnvöld hafi brugðist íbúum á þeim svæðum sem hafa orðið verst úti vegna eldanna en Kammenos heimsótti hamfarasvæðið í dag. Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum en óttast er að mun fleiri muni finnast látnir þar sem tuga einstaklinga er enn saknað.Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum og tuga er enn saknað.vísir/ap„Þú lést fólk brenna út af engu“ Strandbærinn Mati hefur orðið hvað verst úti í eldunum en íbúar þar hafa lýst aðfarnótt þriðjudagsins, þegar eldarnir fóru yfir, sem helvíti á jörðu. Kammenos heimsótti bæinn og fékk að heyra það frá íbúum sem sökuðu hann og ríkisstjórnina um að hafa yfirgefið þau í eldunum. „Þú lést fólk brenna út af engu. Þú skildir okkur eftir upp á náð og miskunn Guðs,“ sagði ein kona við ráðherrann sem var í fylgd með bæjarstjóranum og foringja gríska hersins. Annar íbúi gagnrýndi það að íbúum hafði verið ráðlagt að flýja út í sjó þegar flestir eldri borgarar í Mati hefðu aldrei geta komist að sjónum.Á þessari gervihnattamynd frá Copernicus sést vel hversu stórt svæði varð eldinum að bráð og að meira en helmingur þess var íbúðabyggð.copernicusHelmingurinn af því landi sem varð eldinum að bráð íbúðabyggð Kammenos hafnaði öllum ásökunum um að yfirvöld hefðu ekki gert sitt til að vernda borgarana heldur sagði að það sem íbúarnir hefðu sjálfir gert hefði lokað vegum að ströndinni. „Þetta eru glæpir frá fortíðinni. Meirihluti þessara eigna var byggður í leyfisleysi,“ sagði ráðherrann. Gervihnattamyndir af svæðinu sýna hversu gríðarlega stórt svæði varð eldunum að bráð en meira en helmingurinn af þeim tæplega 5.200 hekturum sem eldurinn fór yfir var íbúðabyggð. Grikkland Skógareldar Tengdar fréttir Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00 Enn ekki vitað hve margra er saknað Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. 26. júlí 2018 11:28 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands, segir að íbúar á því svæði landsins þar sem miklir skógareldar hafa geisað undanfarna daga hafi gert illt verra með því að byggja ólöglega. Í viðtali við BBC segir Kammenos að það sé glæpur að hafa byggt hús á milli skógi vaxinna svæða þar sem þau hafa lokað flóttaleiðum. Hann neitar því að stjórnvöld hafi brugðist íbúum á þeim svæðum sem hafa orðið verst úti vegna eldanna en Kammenos heimsótti hamfarasvæðið í dag. Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum en óttast er að mun fleiri muni finnast látnir þar sem tuga einstaklinga er enn saknað.Að minnsta kosti 83 hafa látið lífið í eldunum og tuga er enn saknað.vísir/ap„Þú lést fólk brenna út af engu“ Strandbærinn Mati hefur orðið hvað verst úti í eldunum en íbúar þar hafa lýst aðfarnótt þriðjudagsins, þegar eldarnir fóru yfir, sem helvíti á jörðu. Kammenos heimsótti bæinn og fékk að heyra það frá íbúum sem sökuðu hann og ríkisstjórnina um að hafa yfirgefið þau í eldunum. „Þú lést fólk brenna út af engu. Þú skildir okkur eftir upp á náð og miskunn Guðs,“ sagði ein kona við ráðherrann sem var í fylgd með bæjarstjóranum og foringja gríska hersins. Annar íbúi gagnrýndi það að íbúum hafði verið ráðlagt að flýja út í sjó þegar flestir eldri borgarar í Mati hefðu aldrei geta komist að sjónum.Á þessari gervihnattamynd frá Copernicus sést vel hversu stórt svæði varð eldinum að bráð og að meira en helmingur þess var íbúðabyggð.copernicusHelmingurinn af því landi sem varð eldinum að bráð íbúðabyggð Kammenos hafnaði öllum ásökunum um að yfirvöld hefðu ekki gert sitt til að vernda borgarana heldur sagði að það sem íbúarnir hefðu sjálfir gert hefði lokað vegum að ströndinni. „Þetta eru glæpir frá fortíðinni. Meirihluti þessara eigna var byggður í leyfisleysi,“ sagði ráðherrann. Gervihnattamyndir af svæðinu sýna hversu gríðarlega stórt svæði varð eldunum að bráð en meira en helmingurinn af þeim tæplega 5.200 hekturum sem eldurinn fór yfir var íbúðabyggð.
Grikkland Skógareldar Tengdar fréttir Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00 Enn ekki vitað hve margra er saknað Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. 26. júlí 2018 11:28 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00
Enn ekki vitað hve margra er saknað Minnst 82 eru látnir eftir mannskæðustu skógarelda Evrópu á þessari öld í Grikklandi í vikunni. 26. júlí 2018 11:28
26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50