Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2018 16:53 Laguerre sést íklædd rauðum kjól á þessum skjáskotum. Á myndinni til vinstri er maðurinn byrjaður að áreita hana. Á hinni myndinni sést hann slá hana í andlitið. Skjáskot/Youtube Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. Horft hefur verið yfir milljón sinnum á myndband af árásinni sem konan deildi sjálf á YouTube. Konan heitir Marie Laguerre og er 22 ára. Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastað í París. Að sögn Laguerre var hún á leið heim úr vinnu á þriðjudag í síðustu viku þegar maðurinn hóf að áreita hana og niðurlægja með kynferðislegum aðdróttunum. Laguerre segist hafa fengið sig fullsadda af hegðun mannsins og skipað honum að þegja. Maðurinn brást þá ókvæða við og kastaði í hana öskubakka en hæfði hana ekki. Laguerre og maðurinn áttu þar á eftir í einhverjum orðaskiptum þangað til maðurinn gekk skyndilega upp að henni og lamdi hana. Atvikið náðist á öryggismyndavél veitingastaðarins en myndbandið má sjá hér að neðan.Laguerre segist fyrst hafa farið rakleiðis heim eftir að maðurinn réðst á hana. Eftir nokkra umhugsun hafi hún þó ákveðið að snúa vörn í sókn, sneri aftur á veitingastaðinn og fékk eigandann til að láta sig hafa myndbandsupptökuna. „Ég get ekki haldið mér saman og við munum ekki þegja lengur,“ skrifaði Laguerre í færslu um málið á Facebook. Málið hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og kalla margir eftir því að frönsk yfirvöld herði eftirlit með kynferðislegri áreitni á götum úti. Gert er ráð fyrir að fyrstu sektir fyrir áreitni af þessu tagi verði gefnar í haust en þeir sem uppvísir verða að brotunum munu þurfa að borga allt að 750 evra sekt, eða um 90 þúsund krónur íslenskar. MeToo Tengdar fréttir Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. 10. júlí 2018 11:45 Brást hratt við kynferðislegri áreitni Emelia Holden 21 árs þjónustustúlka á veitingastað, hikaði ekki við að taka málin í sínar eigin hendur þegar að maður gekk fram hjá henni og strauk afturenda hennar. 22. júlí 2018 22:41 Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum. 23. maí 2018 06:34 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. Horft hefur verið yfir milljón sinnum á myndband af árásinni sem konan deildi sjálf á YouTube. Konan heitir Marie Laguerre og er 22 ára. Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastað í París. Að sögn Laguerre var hún á leið heim úr vinnu á þriðjudag í síðustu viku þegar maðurinn hóf að áreita hana og niðurlægja með kynferðislegum aðdróttunum. Laguerre segist hafa fengið sig fullsadda af hegðun mannsins og skipað honum að þegja. Maðurinn brást þá ókvæða við og kastaði í hana öskubakka en hæfði hana ekki. Laguerre og maðurinn áttu þar á eftir í einhverjum orðaskiptum þangað til maðurinn gekk skyndilega upp að henni og lamdi hana. Atvikið náðist á öryggismyndavél veitingastaðarins en myndbandið má sjá hér að neðan.Laguerre segist fyrst hafa farið rakleiðis heim eftir að maðurinn réðst á hana. Eftir nokkra umhugsun hafi hún þó ákveðið að snúa vörn í sókn, sneri aftur á veitingastaðinn og fékk eigandann til að láta sig hafa myndbandsupptökuna. „Ég get ekki haldið mér saman og við munum ekki þegja lengur,“ skrifaði Laguerre í færslu um málið á Facebook. Málið hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og kalla margir eftir því að frönsk yfirvöld herði eftirlit með kynferðislegri áreitni á götum úti. Gert er ráð fyrir að fyrstu sektir fyrir áreitni af þessu tagi verði gefnar í haust en þeir sem uppvísir verða að brotunum munu þurfa að borga allt að 750 evra sekt, eða um 90 þúsund krónur íslenskar.
MeToo Tengdar fréttir Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. 10. júlí 2018 11:45 Brást hratt við kynferðislegri áreitni Emelia Holden 21 árs þjónustustúlka á veitingastað, hikaði ekki við að taka málin í sínar eigin hendur þegar að maður gekk fram hjá henni og strauk afturenda hennar. 22. júlí 2018 22:41 Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum. 23. maí 2018 06:34 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. 10. júlí 2018 11:45
Brást hratt við kynferðislegri áreitni Emelia Holden 21 árs þjónustustúlka á veitingastað, hikaði ekki við að taka málin í sínar eigin hendur þegar að maður gekk fram hjá henni og strauk afturenda hennar. 22. júlí 2018 22:41
Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum. 23. maí 2018 06:34