Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2018 16:53 Laguerre sést íklædd rauðum kjól á þessum skjáskotum. Á myndinni til vinstri er maðurinn byrjaður að áreita hana. Á hinni myndinni sést hann slá hana í andlitið. Skjáskot/Youtube Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. Horft hefur verið yfir milljón sinnum á myndband af árásinni sem konan deildi sjálf á YouTube. Konan heitir Marie Laguerre og er 22 ára. Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastað í París. Að sögn Laguerre var hún á leið heim úr vinnu á þriðjudag í síðustu viku þegar maðurinn hóf að áreita hana og niðurlægja með kynferðislegum aðdróttunum. Laguerre segist hafa fengið sig fullsadda af hegðun mannsins og skipað honum að þegja. Maðurinn brást þá ókvæða við og kastaði í hana öskubakka en hæfði hana ekki. Laguerre og maðurinn áttu þar á eftir í einhverjum orðaskiptum þangað til maðurinn gekk skyndilega upp að henni og lamdi hana. Atvikið náðist á öryggismyndavél veitingastaðarins en myndbandið má sjá hér að neðan.Laguerre segist fyrst hafa farið rakleiðis heim eftir að maðurinn réðst á hana. Eftir nokkra umhugsun hafi hún þó ákveðið að snúa vörn í sókn, sneri aftur á veitingastaðinn og fékk eigandann til að láta sig hafa myndbandsupptökuna. „Ég get ekki haldið mér saman og við munum ekki þegja lengur,“ skrifaði Laguerre í færslu um málið á Facebook. Málið hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og kalla margir eftir því að frönsk yfirvöld herði eftirlit með kynferðislegri áreitni á götum úti. Gert er ráð fyrir að fyrstu sektir fyrir áreitni af þessu tagi verði gefnar í haust en þeir sem uppvísir verða að brotunum munu þurfa að borga allt að 750 evra sekt, eða um 90 þúsund krónur íslenskar. MeToo Tengdar fréttir Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. 10. júlí 2018 11:45 Brást hratt við kynferðislegri áreitni Emelia Holden 21 árs þjónustustúlka á veitingastað, hikaði ekki við að taka málin í sínar eigin hendur þegar að maður gekk fram hjá henni og strauk afturenda hennar. 22. júlí 2018 22:41 Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum. 23. maí 2018 06:34 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. Horft hefur verið yfir milljón sinnum á myndband af árásinni sem konan deildi sjálf á YouTube. Konan heitir Marie Laguerre og er 22 ára. Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastað í París. Að sögn Laguerre var hún á leið heim úr vinnu á þriðjudag í síðustu viku þegar maðurinn hóf að áreita hana og niðurlægja með kynferðislegum aðdróttunum. Laguerre segist hafa fengið sig fullsadda af hegðun mannsins og skipað honum að þegja. Maðurinn brást þá ókvæða við og kastaði í hana öskubakka en hæfði hana ekki. Laguerre og maðurinn áttu þar á eftir í einhverjum orðaskiptum þangað til maðurinn gekk skyndilega upp að henni og lamdi hana. Atvikið náðist á öryggismyndavél veitingastaðarins en myndbandið má sjá hér að neðan.Laguerre segist fyrst hafa farið rakleiðis heim eftir að maðurinn réðst á hana. Eftir nokkra umhugsun hafi hún þó ákveðið að snúa vörn í sókn, sneri aftur á veitingastaðinn og fékk eigandann til að láta sig hafa myndbandsupptökuna. „Ég get ekki haldið mér saman og við munum ekki þegja lengur,“ skrifaði Laguerre í færslu um málið á Facebook. Málið hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og kalla margir eftir því að frönsk yfirvöld herði eftirlit með kynferðislegri áreitni á götum úti. Gert er ráð fyrir að fyrstu sektir fyrir áreitni af þessu tagi verði gefnar í haust en þeir sem uppvísir verða að brotunum munu þurfa að borga allt að 750 evra sekt, eða um 90 þúsund krónur íslenskar.
MeToo Tengdar fréttir Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. 10. júlí 2018 11:45 Brást hratt við kynferðislegri áreitni Emelia Holden 21 árs þjónustustúlka á veitingastað, hikaði ekki við að taka málin í sínar eigin hendur þegar að maður gekk fram hjá henni og strauk afturenda hennar. 22. júlí 2018 22:41 Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum. 23. maí 2018 06:34 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. 10. júlí 2018 11:45
Brást hratt við kynferðislegri áreitni Emelia Holden 21 árs þjónustustúlka á veitingastað, hikaði ekki við að taka málin í sínar eigin hendur þegar að maður gekk fram hjá henni og strauk afturenda hennar. 22. júlí 2018 22:41
Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum. 23. maí 2018 06:34