Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2018 21:36 Ísraelsmaður fluttur á sjúkrahús. Vísir/AP Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. Spenna er mikil á svæðinu og óttast er að fjórða stríðið á Gasa á einungis tíu árum gæti blossað upp. Síðustu mánuði hafa fjölmargar árásir verið gerðar sitthvoru megin við landamærin og hafa báðar fylkingar hótað stríði. Í samtölum við Reuters sögðu bæði háttsettur meðlimur Hamas, sem stjórnar Gasa, og ísraelskur þingmaður að viðræðurnar, sem Sameinuðu þjóðirnar og Egyptar koma að, væru langt komnar.Ísraelski herinn gaf í dag út að von væri á hefndarárásum eftir að herinn felldi tvo meðlimi Hamas í gær. Þeir dóu þegar skriðdreki var notaður til að skjóta á æfingu Hamas-liða sem hermenn töldu að væri árás. Hamas hét hefndum og herinn sagðist svo hafa séð Hamas-liða yfirgefa nokkrar staðsetningar í aðdraganda árásanna í dag. Það væri undanfari fleiri árása. Hamas-liðar hefðu skutu svo á bíl verktaka og herinn segir að þeirri skothríð hafi verið svarað með skoti úr skriðdreka. Síðan hafi 36 eldflaugum verið skotið að Ísrael og að flugherinn hafi svarað því með loftárásum á minnst tólf skotmörk. Herinn segir að minnst 70 eldflaugum hafi verið skotið að Ísrael yfir daginn. Minnst ellefu þeirra voru skotnar niður en flestar lentu á opnum svæðum án þess að valda tjóni. Nokkrir eru sagðir hafa særst í Ísrael og sex í Palestínu. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið.In the last 5 hours, approximately 70 rockets were launched from the Gaza Strip at Israel. The Iron Dome aerial defense system intercepted 11 launches, the majority of the rockets hit open areas. — IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018Samkvæmt Times of Israel fundaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherraÍsrael, með ríkisstjórn sinni í kvöld í höfuðstöðvum hersins í kvöld.Íbúum suðurhluta Ísrael hefur verið sagt að halda sér heima fyrir en slökkviliðsmenn hafa slökkt minnst ellefu elda sem kviknuðu út frá íkveikjutækjum sem Hamas-liðar senda til Ísrael með blöðrum.A short while ago, IDF aircraft fired towards a vehicle used by a Gazan rocket launching squad to launch a rocket at Israeli territory pic.twitter.com/E7mLpaNB0d— IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018 Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. Spenna er mikil á svæðinu og óttast er að fjórða stríðið á Gasa á einungis tíu árum gæti blossað upp. Síðustu mánuði hafa fjölmargar árásir verið gerðar sitthvoru megin við landamærin og hafa báðar fylkingar hótað stríði. Í samtölum við Reuters sögðu bæði háttsettur meðlimur Hamas, sem stjórnar Gasa, og ísraelskur þingmaður að viðræðurnar, sem Sameinuðu þjóðirnar og Egyptar koma að, væru langt komnar.Ísraelski herinn gaf í dag út að von væri á hefndarárásum eftir að herinn felldi tvo meðlimi Hamas í gær. Þeir dóu þegar skriðdreki var notaður til að skjóta á æfingu Hamas-liða sem hermenn töldu að væri árás. Hamas hét hefndum og herinn sagðist svo hafa séð Hamas-liða yfirgefa nokkrar staðsetningar í aðdraganda árásanna í dag. Það væri undanfari fleiri árása. Hamas-liðar hefðu skutu svo á bíl verktaka og herinn segir að þeirri skothríð hafi verið svarað með skoti úr skriðdreka. Síðan hafi 36 eldflaugum verið skotið að Ísrael og að flugherinn hafi svarað því með loftárásum á minnst tólf skotmörk. Herinn segir að minnst 70 eldflaugum hafi verið skotið að Ísrael yfir daginn. Minnst ellefu þeirra voru skotnar niður en flestar lentu á opnum svæðum án þess að valda tjóni. Nokkrir eru sagðir hafa særst í Ísrael og sex í Palestínu. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið.In the last 5 hours, approximately 70 rockets were launched from the Gaza Strip at Israel. The Iron Dome aerial defense system intercepted 11 launches, the majority of the rockets hit open areas. — IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018Samkvæmt Times of Israel fundaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherraÍsrael, með ríkisstjórn sinni í kvöld í höfuðstöðvum hersins í kvöld.Íbúum suðurhluta Ísrael hefur verið sagt að halda sér heima fyrir en slökkviliðsmenn hafa slökkt minnst ellefu elda sem kviknuðu út frá íkveikjutækjum sem Hamas-liðar senda til Ísrael með blöðrum.A short while ago, IDF aircraft fired towards a vehicle used by a Gazan rocket launching squad to launch a rocket at Israeli territory pic.twitter.com/E7mLpaNB0d— IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018
Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira