Stærsti skógareldur Kaliforníu mun loga út mánuðinn Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2018 23:32 Slökkviliðsmenn sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segjast aðframkomnir eftir langa baráttu. Vísir/AP Stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu mun loga út mánuðinn, að minnsta kosti. Slökkviliðsmenn berjast nú við átján elda í ríkinu þar sem mikill hiti, sterkur vindur og þurrkar hafa gert slökkvistörf mjög erfið. Vitað er að einn af stærri eldunum kviknaði þegar dekk á bíl hvellsprakk. Þegar felga bílsins lenti á malbikinu skutust neistar út frá henni og kviknaði eldur. Rúmum tveimur vikum seinna hefur sá eldur brennt um 150 þúsund ekrur, rúm 1.500 heimili og hafa sjö dáið vegna hans.Stærsti eldurinn, sem logar í norðurhluta ríkisins, varð sá stærsti í sögu Kaliforníu á mánudaginn. Embættismenn höfðu áætlað að slökkva hann í miðjum ágúst en sögðu í dag (þriðjudag) að það yrði ekki hægt fyrr en í byrjun september. Áætlað er að slökkviliðsmenn hafi einungis náð tökum á tæpum þriðjungi eldsins. Minnst fjórtán þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og njóta þeir aðstoðar hermanna og slökkviliðsmanna frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þar að auki hafa um þúsund fangar einnig barist gegn eldunum. Slökkviliðsmenn sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segjast aðframkomnir eftir langa baráttu. Þeir segja ástandið hafa versnað á undanförnum árum og skógareldum fjölgað verulega. Tveir af fimm stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu hafa kviknað á þessu ári.Hér að neðan má sjá tvö tíst með myndum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni tóku á dögunum. Plumes of billowing smoke from the #CaliforniaWildfires stretch eastwards toward to the Rocky Mountains. pic.twitter.com/hGNO9XQbjB— Ricky Arnold (@astro_ricky) August 6, 2018 California burning. These fires are frightening to watch, even from space. Here's a shout-out from space to all firefighters on this planet, my former colleagues. Stay safe my friends! pic.twitter.com/y7PNmR006b— Alexander Gerst (@Astro_Alex) August 3, 2018 Bandaríkin Skógareldar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu mun loga út mánuðinn, að minnsta kosti. Slökkviliðsmenn berjast nú við átján elda í ríkinu þar sem mikill hiti, sterkur vindur og þurrkar hafa gert slökkvistörf mjög erfið. Vitað er að einn af stærri eldunum kviknaði þegar dekk á bíl hvellsprakk. Þegar felga bílsins lenti á malbikinu skutust neistar út frá henni og kviknaði eldur. Rúmum tveimur vikum seinna hefur sá eldur brennt um 150 þúsund ekrur, rúm 1.500 heimili og hafa sjö dáið vegna hans.Stærsti eldurinn, sem logar í norðurhluta ríkisins, varð sá stærsti í sögu Kaliforníu á mánudaginn. Embættismenn höfðu áætlað að slökkva hann í miðjum ágúst en sögðu í dag (þriðjudag) að það yrði ekki hægt fyrr en í byrjun september. Áætlað er að slökkviliðsmenn hafi einungis náð tökum á tæpum þriðjungi eldsins. Minnst fjórtán þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og njóta þeir aðstoðar hermanna og slökkviliðsmanna frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þar að auki hafa um þúsund fangar einnig barist gegn eldunum. Slökkviliðsmenn sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segjast aðframkomnir eftir langa baráttu. Þeir segja ástandið hafa versnað á undanförnum árum og skógareldum fjölgað verulega. Tveir af fimm stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu hafa kviknað á þessu ári.Hér að neðan má sjá tvö tíst með myndum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni tóku á dögunum. Plumes of billowing smoke from the #CaliforniaWildfires stretch eastwards toward to the Rocky Mountains. pic.twitter.com/hGNO9XQbjB— Ricky Arnold (@astro_ricky) August 6, 2018 California burning. These fires are frightening to watch, even from space. Here's a shout-out from space to all firefighters on this planet, my former colleagues. Stay safe my friends! pic.twitter.com/y7PNmR006b— Alexander Gerst (@Astro_Alex) August 3, 2018
Bandaríkin Skógareldar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira