Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Stuðningsmaður MDC sýnir merki flokksins á meðan henni er fylgt inn í fangabíl. 27 meðlimir MDC hafa verið handteknir vegna átaka síðasta miðvikudags í Harare. Stjórnvöld eru sögð ganga fram með mikilli hörku. Vísir/AFP Lögregla í Simbabve lýsti í gær eftir níu háttsettum meðlimum Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), stærsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve sem laut í lægra haldi gegn Afríska þjóðarbandalagi Simbabve (ZANU-PF) í þingkosningum og naumlega í forsetakosningum síðustu viku. Ríkisblaðið Herald greindi frá þessu. Stjórnarandstæðingarnir eru sakaðir um að hafa kynt undir „ólöglegum mótmælum“ á miðvikudaginn fyrir viku. Átök brutust þá út á milli lögreglu og MDC-liða. Sex mótmælendur létu lífið. Tendai Biti, áður fjármálaráðherra og nú leiðtogi innan MDC, er að auki sakaður um að hafa „með ólöglegum hætti“ greint frá því að Nelson Chamisa, frambjóðandi MDC, hefði unnið forsetakosningarnar. Auk hans var lýst eftir formanninum Morgan Komich, ungliðaleiðtoganum Happymore Chidziva auk sex annarra. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) fordæmdu í gær meinta aðför lögreglu og hers Simbabve að stjórnarandstæðingum. Í yfirlýsingu HRW kom meðal annars fram að lögregla, hermenn og óbreyttir, vopnaðir borgarar hafi gengið í skrokk á og áreitt MDC-liða í Harare allt frá kjördegi. Heimildarmaður HRW í Chitungwiza-hverfi sagði til dæmis frá því að hermaður hefði sagt honum, á meðan höggin dundu á honum, að verið væri að refsa honum fyrir að kjósa rangan frambjóðanda. Jafnframt var greint frá því að sex grímuklæddir menn hefðu brotist inn á heimili fyrrnefnds Chidziva og hótað konu þar lífláti.Nelson Chamisa er ekki par sáttur við kjörstjórn landsins.Vísir/APSibusiso Moyo utanríkisráðherra vísaði þessum ásökunum á bug í gær. „Ríkisstjórnin hefur ekki heyrt af neinum barsmíðum eða mannránum. Það berst mikið af röngum upplýsingum af samfélagsmiðlum,“ hafði Herald eftir honum. Ríkisdagblaðið hefur undanfarið birt fjölda frétta þar sem sagt er frá því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og löglegar, en Chamisa og stuðningsmenn hans hafa haldið því fram að niðurstöðunum hafi verið hagrætt. Þá gerðu eftirlitsmenn á vegum ESB alvarlegar athugasemdir við aðdragandann og framkvæmdina. Herald birti í gær frétt um kosningarnar þar sem stóð: „Emmerson Mnangagwa er þjóðarleiðtogi og vinsældir hans sjást augljóslega á þeim fjölda atkvæða sem hann fékk í forsetakosningunum.“ Þá hefur miðillinn að auki tekið viðtöl við MDC-liða, ósátta við Chamisa, sem hafa lýst því yfir að kosningarnar hafi verið sanngjarnar. Chamisa sjálfur hefur hins vegar ekki gefist upp. „Ég er nýbúinn að fara í gegnum sönnunargögnin og eyðublöð frá kjörstöðum um gjörvallt Simbabve. Við UNNUM þessar kosningar afgerandi. Tölur landskjörstjórnar eru falsaðar og þeim hagrætt í hag fráfarandi forseta. Við erum tilbúin fyrir innsetningarathöfnina og myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ tísti Chamisa í gær. Ekki er þó útlit fyrir að hann verði settur inn í embætti forseta. Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Tengdar fréttir Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt. 3. ágúst 2018 06:00 Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Sex liggja í valnum eftir að herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem hafa mótmælt meintu kosningasvindli. 2. ágúst 2018 23:20 Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. 4. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Lögregla í Simbabve lýsti í gær eftir níu háttsettum meðlimum Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), stærsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve sem laut í lægra haldi gegn Afríska þjóðarbandalagi Simbabve (ZANU-PF) í þingkosningum og naumlega í forsetakosningum síðustu viku. Ríkisblaðið Herald greindi frá þessu. Stjórnarandstæðingarnir eru sakaðir um að hafa kynt undir „ólöglegum mótmælum“ á miðvikudaginn fyrir viku. Átök brutust þá út á milli lögreglu og MDC-liða. Sex mótmælendur létu lífið. Tendai Biti, áður fjármálaráðherra og nú leiðtogi innan MDC, er að auki sakaður um að hafa „með ólöglegum hætti“ greint frá því að Nelson Chamisa, frambjóðandi MDC, hefði unnið forsetakosningarnar. Auk hans var lýst eftir formanninum Morgan Komich, ungliðaleiðtoganum Happymore Chidziva auk sex annarra. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) fordæmdu í gær meinta aðför lögreglu og hers Simbabve að stjórnarandstæðingum. Í yfirlýsingu HRW kom meðal annars fram að lögregla, hermenn og óbreyttir, vopnaðir borgarar hafi gengið í skrokk á og áreitt MDC-liða í Harare allt frá kjördegi. Heimildarmaður HRW í Chitungwiza-hverfi sagði til dæmis frá því að hermaður hefði sagt honum, á meðan höggin dundu á honum, að verið væri að refsa honum fyrir að kjósa rangan frambjóðanda. Jafnframt var greint frá því að sex grímuklæddir menn hefðu brotist inn á heimili fyrrnefnds Chidziva og hótað konu þar lífláti.Nelson Chamisa er ekki par sáttur við kjörstjórn landsins.Vísir/APSibusiso Moyo utanríkisráðherra vísaði þessum ásökunum á bug í gær. „Ríkisstjórnin hefur ekki heyrt af neinum barsmíðum eða mannránum. Það berst mikið af röngum upplýsingum af samfélagsmiðlum,“ hafði Herald eftir honum. Ríkisdagblaðið hefur undanfarið birt fjölda frétta þar sem sagt er frá því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og löglegar, en Chamisa og stuðningsmenn hans hafa haldið því fram að niðurstöðunum hafi verið hagrætt. Þá gerðu eftirlitsmenn á vegum ESB alvarlegar athugasemdir við aðdragandann og framkvæmdina. Herald birti í gær frétt um kosningarnar þar sem stóð: „Emmerson Mnangagwa er þjóðarleiðtogi og vinsældir hans sjást augljóslega á þeim fjölda atkvæða sem hann fékk í forsetakosningunum.“ Þá hefur miðillinn að auki tekið viðtöl við MDC-liða, ósátta við Chamisa, sem hafa lýst því yfir að kosningarnar hafi verið sanngjarnar. Chamisa sjálfur hefur hins vegar ekki gefist upp. „Ég er nýbúinn að fara í gegnum sönnunargögnin og eyðublöð frá kjörstöðum um gjörvallt Simbabve. Við UNNUM þessar kosningar afgerandi. Tölur landskjörstjórnar eru falsaðar og þeim hagrætt í hag fráfarandi forseta. Við erum tilbúin fyrir innsetningarathöfnina og myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ tísti Chamisa í gær. Ekki er þó útlit fyrir að hann verði settur inn í embætti forseta.
Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Tengdar fréttir Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt. 3. ágúst 2018 06:00 Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Sex liggja í valnum eftir að herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem hafa mótmælt meintu kosningasvindli. 2. ágúst 2018 23:20 Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. 4. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt. 3. ágúst 2018 06:00
Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Sex liggja í valnum eftir að herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem hafa mótmælt meintu kosningasvindli. 2. ágúst 2018 23:20
Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. 4. ágúst 2018 09:00