Fjórum liðsmönnum rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot sem ruddust inn á völlinn þegar úrslitaleikur HM stóð yfir um miðjan síðasta mánuð hefur nú verið sleppt.
Í frétt Reuters kemur fram að lögmaður þeirra segir þá hafa verið sleppt úr fangelsi í gær.
Eftir úrslitaleikinn lýsti sveitin yfir ábyrgð á uppátækinu sem hún sagði ætlað til að vekja athygli á skorti á tjáningarfrelsi í Rússlandi og spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.
Þeim Veronika Nikulshina, Olga Kurachyova, Pjotr Verzilov, og Olga Pakhtusova var gert að sitja inni í fimmtán daga og voru þær látnar dúsa í fangelsi í Moskvu.
Þær voru klæddar í lögreglubúningum þegar þær ruddust inn á völlinn þegar úrslitaleikur Frakka og Króata stóð sem hæst.
Upphaflega átti að sleppa þeim úr fangelsi á mánudag en því var frestað til þriðjudagsins að sögn lögmanns þeirra, Nikolai Vasilyev. Hann segir ekki ljóst á þessari stundu hvort að þeim verði gerð frekari refsing vegna uppátæksins.