Nesvik tekur við af Sandberg Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 11:29 Harald Tom Nesvik. Wikipedia Commons Framfaramaðurinn Harald Tom Nesvik er nýr sjávarútvegsráðherra Noregs. Hann var skipaður í embættið á aukafundi ríkisstjórnarinnar sem blásið var til í dag. Per Sandberg, forveri Nesvik í embætti, sagði af sér í morgun eftir að hafa brotið siðareglur norskra ráðherra. Það gerði hann með því að tilkynna ekki um utanlandsferð sína til Írans, eins og Vísir greindi frá í morgun.Harald Tom Nesvik hefur verið þingmaður norska Framfaraflokksins, Fremskrittspartiet, undanfarin 20 ár. Þá var hann þingflokksformaður Framfaraflokksins um nokkurra ára skeið. Nesvik var orðaður við sjávarútvegsráðherrastöðuna í vor þegar Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni eftir að dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug sagði starfi sínu lausu. Fyrrnefndur Sandberg tók við stöðu hennar um stund áður en hann var aftur fluttur í sjávarútvegsráðuneytið. Nesvik fæddist í Álasundi árið 1966 og hefur nánast verið í Framfaraflokknum allar götur síðan. Hann tók sæti í samsteypustjórn Ernu Solberg árið 2013 og var um leið kjörinn þingflokksformaður Framfaraflokksins. Hans hefur hvað helst verið minnst á alþjóðavettvangi fyrir að tilnefna þáverandi Bandaríkjaforseta George W. Bush og forsætisráðherra Bretlands Tony Blair til friðarverðlauna Nobels árið 2002. Honum þótti þeir eiga verðlaunin skilið fyrir baráttu þeirra gegn hryðjuverkum. Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Búist við afsögn sjávarútvegsráðherra Noregs Per Sandberg mun í dag segja af sér sem sjávarútvegsráðherra Noregs. 13. ágúst 2018 07:12 Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, hefur verið skipaður nýr dómsmálaráðherra í Noregi. 20. mars 2018 19:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Framfaramaðurinn Harald Tom Nesvik er nýr sjávarútvegsráðherra Noregs. Hann var skipaður í embættið á aukafundi ríkisstjórnarinnar sem blásið var til í dag. Per Sandberg, forveri Nesvik í embætti, sagði af sér í morgun eftir að hafa brotið siðareglur norskra ráðherra. Það gerði hann með því að tilkynna ekki um utanlandsferð sína til Írans, eins og Vísir greindi frá í morgun.Harald Tom Nesvik hefur verið þingmaður norska Framfaraflokksins, Fremskrittspartiet, undanfarin 20 ár. Þá var hann þingflokksformaður Framfaraflokksins um nokkurra ára skeið. Nesvik var orðaður við sjávarútvegsráðherrastöðuna í vor þegar Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni eftir að dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug sagði starfi sínu lausu. Fyrrnefndur Sandberg tók við stöðu hennar um stund áður en hann var aftur fluttur í sjávarútvegsráðuneytið. Nesvik fæddist í Álasundi árið 1966 og hefur nánast verið í Framfaraflokknum allar götur síðan. Hann tók sæti í samsteypustjórn Ernu Solberg árið 2013 og var um leið kjörinn þingflokksformaður Framfaraflokksins. Hans hefur hvað helst verið minnst á alþjóðavettvangi fyrir að tilnefna þáverandi Bandaríkjaforseta George W. Bush og forsætisráðherra Bretlands Tony Blair til friðarverðlauna Nobels árið 2002. Honum þótti þeir eiga verðlaunin skilið fyrir baráttu þeirra gegn hryðjuverkum.
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Búist við afsögn sjávarútvegsráðherra Noregs Per Sandberg mun í dag segja af sér sem sjávarútvegsráðherra Noregs. 13. ágúst 2018 07:12 Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, hefur verið skipaður nýr dómsmálaráðherra í Noregi. 20. mars 2018 19:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Búist við afsögn sjávarútvegsráðherra Noregs Per Sandberg mun í dag segja af sér sem sjávarútvegsráðherra Noregs. 13. ágúst 2018 07:12
Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, hefur verið skipaður nýr dómsmálaráðherra í Noregi. 20. mars 2018 19:45