Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2018 10:24 Saksóknarar segja nægjanleg sönnunargögn til að ákæra mennina og telja líklegt að þeir yrðu sakfelldir. Vísir/AP Lögreglan í Bretlandi hefur nafngreint tvo rússneska menn, sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Skripal-feðginunum fyrr á árinu. Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. Ekki verður farið fram á að þeir verði framseldir frá Rússlandi þar sem rússnesk lög meina slíkt. Lögreglan segir báða mennina hafa flogið frá Moskvu til London, á rússneskum vegabréfum, tveimur dögum áður en eitrað var fyrir Sergei og Julíu Skripal þann 4. mars. Nöfnin sem þeir notuðu á vegabréfunum eru þó talin veera dulnefni. Saksóknarar segja nægjanleg sönnunargögn til að ákæra mennina og telja líklegt að þeir yrðu sakfelldir. Búið er að gefa út evrópska handtökuskipun á mennina, sem þýðir að ef þeir ferðast einhvern tímann til ríkja sem tilheyra Evrópusambandinu yrðu þeir handteknir og framseldir til Bretlands. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury ásamt dóttur sinni, hinni 33 ára gömlu Yuliu. Þau lifðu bæði af. Þann 30. júní urðu þau Dawn Sturgess og Charlie Rowley einnig fyrir eitrun vegna Novichok á heimili þeirra. Sturgess dó nokkrum dögum seinna en þau eru ekki talin tengjast Rússlandi á nokkurn hátt. Rowley segist hafa fundiði ilmvatnsflösku sem hann gaf Sturgess. Talið er að taugaeitrið hafi verið í þeirri flösku. Skripal eitrunin leiddi til umfangsmikilli refsiaðgerða og viðskiptaþvingana gegn Rússlandi og voru rússneskir erindrekar og grunaðir njósnara vísað frá fjölda landa í massavís. Taugaeitrið Novichok var þróað í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna en Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að árásinni. These are the two suspected Salisbury Novichok poisoners and their aliases pic.twitter.com/GiTc0bRRZu— Daniel Sandford (@BBCDanielS) September 5, 2018 The suspects were caught on CCTV on Wilton Road at 11.58 on the Sunday “moments before the attack” pic.twitter.com/Zou2EZ07pH— Daniel Sandford (@BBCDanielS) September 5, 2018 Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00 Rússar saka vesturlönd um böðulsskap í Skrípalmálinu Gengi rúblunnar féll eftir að Bandaríkin tilkynntu um frekari refsiaðgerðir vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury. 9. ágúst 2018 10:21 „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. 24. júlí 2018 15:09 Vill frekari þvinganir gegn Rússlandi Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, ætlar að kalla eftir því að ríki Evrópu beiti frekari viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Rússlandi og þá vegna „illskeyttra“ aðgerða þeirra um heiminn allan. 21. ágúst 2018 11:49 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi hefur nafngreint tvo rússneska menn, sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Skripal-feðginunum fyrr á árinu. Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. Ekki verður farið fram á að þeir verði framseldir frá Rússlandi þar sem rússnesk lög meina slíkt. Lögreglan segir báða mennina hafa flogið frá Moskvu til London, á rússneskum vegabréfum, tveimur dögum áður en eitrað var fyrir Sergei og Julíu Skripal þann 4. mars. Nöfnin sem þeir notuðu á vegabréfunum eru þó talin veera dulnefni. Saksóknarar segja nægjanleg sönnunargögn til að ákæra mennina og telja líklegt að þeir yrðu sakfelldir. Búið er að gefa út evrópska handtökuskipun á mennina, sem þýðir að ef þeir ferðast einhvern tímann til ríkja sem tilheyra Evrópusambandinu yrðu þeir handteknir og framseldir til Bretlands. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury ásamt dóttur sinni, hinni 33 ára gömlu Yuliu. Þau lifðu bæði af. Þann 30. júní urðu þau Dawn Sturgess og Charlie Rowley einnig fyrir eitrun vegna Novichok á heimili þeirra. Sturgess dó nokkrum dögum seinna en þau eru ekki talin tengjast Rússlandi á nokkurn hátt. Rowley segist hafa fundiði ilmvatnsflösku sem hann gaf Sturgess. Talið er að taugaeitrið hafi verið í þeirri flösku. Skripal eitrunin leiddi til umfangsmikilli refsiaðgerða og viðskiptaþvingana gegn Rússlandi og voru rússneskir erindrekar og grunaðir njósnara vísað frá fjölda landa í massavís. Taugaeitrið Novichok var þróað í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna en Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að árásinni. These are the two suspected Salisbury Novichok poisoners and their aliases pic.twitter.com/GiTc0bRRZu— Daniel Sandford (@BBCDanielS) September 5, 2018 The suspects were caught on CCTV on Wilton Road at 11.58 on the Sunday “moments before the attack” pic.twitter.com/Zou2EZ07pH— Daniel Sandford (@BBCDanielS) September 5, 2018
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00 Rússar saka vesturlönd um böðulsskap í Skrípalmálinu Gengi rúblunnar féll eftir að Bandaríkin tilkynntu um frekari refsiaðgerðir vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury. 9. ágúst 2018 10:21 „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. 24. júlí 2018 15:09 Vill frekari þvinganir gegn Rússlandi Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, ætlar að kalla eftir því að ríki Evrópu beiti frekari viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Rússlandi og þá vegna „illskeyttra“ aðgerða þeirra um heiminn allan. 21. ágúst 2018 11:49 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Bandaríkin refsa Rússum fyrir Skripal-árásina Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir ríkið hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi beitt efnavopnum gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í Bretlandi. 8. ágúst 2018 20:00
Rússar saka vesturlönd um böðulsskap í Skrípalmálinu Gengi rúblunnar féll eftir að Bandaríkin tilkynntu um frekari refsiaðgerðir vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury. 9. ágúst 2018 10:21
„Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. 24. júlí 2018 15:09
Vill frekari þvinganir gegn Rússlandi Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, ætlar að kalla eftir því að ríki Evrópu beiti frekari viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Rússlandi og þá vegna „illskeyttra“ aðgerða þeirra um heiminn allan. 21. ágúst 2018 11:49