Sagður hafa misst stjórn á sér og hótað að eyða her Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2018 15:43 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, missti stjórn á skapi sínu í Minsk árið 2015 þar sem hann var að ræða við Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, segir Pútín hafa í raun viðurkennt aðild Rússlands að átökunum í austurhluta Úkraínu og hótað að eyða her Úkraínu. Þetta kemur fram í nýrr bók Hollande þar sem hann skrifar meðal annars um forsetatíð sína. „Poroshenko og Pútín hækkuðu róminn stöðugt. Rússneski forsetinn varð svo æstur að hann byrjaði að hóta því að eyða her Úkraínu. Þetta sýndi að rússneskir hermenn væru í austurhluta Úkraínu. Pútín áttaði sig fljótt og náði tökum á skapi sínu,“ segir í bókinni samkvæmt Business Insider.Rússar hafa ávalt þvertekið fyrir að rússneskir hermenn hafi tekið virkan þátt í átökunum í austurhluta Úkraínu, sem blossuðu upp í kjölfar þess að Rússar innlimuðu Krímskaga með hjálp óeinkennisklæddra hermanna, sem Pútín viðurkenndi seinna meir að hefðu verið rússneskir. Rússar hafa verið sakaðir um að styðja meðal annars við bakið á aðskilnaðarsinnum með peningum, vopnum, skriðdrekum og hermönnum. Ríkisstjórn Pútín hefur einungis viðurkennt að rússneskir hermenn hafi notað frítíma sína í að ganga tímabundið til liðs við aðskilnaðarinnanna. Hér má sjá þátt Vice þar sem blaðamenn eltu uppi rússneskan hermann sem birti sjálfu af sér í átökum í Úkraínu.Hollande skrifar að viðræðurnar í Minsk hafi verið undarlegar á köflum þar sem Pútín vildi ekki viðurkenna að tala fyrir hönd aðskilnaðarinnanna. Því hafi hann ávalt orðað mál sitt á þann hátt að hann væri að giska á hvað leiðtogar aðskilnaðarsinnanna vildu. Þá sagði Hollande að Pútín hefði reynt að koma í veg fyrir fyrir vopnahlé á milli fylkinganna um langt skeið. „Klukkan sjö að morgni eftir svefnlausa nótt,“ eins og Holland segir það, komust Pútín og Poroshenko að samkomulagi um vopnahlé. „Allt í einu sagði Pútín að hann þyrfti að ráðfæra sig við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna. Þeir væru einnig í Minsk. Hvar nákvæmlega? Á einhverju hóteli eða á næstu skrifstofu? Við sáum þá allavega aldrei,“ skrifar Hollande. Holland Hvíta-Rússland Úkraína Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, missti stjórn á skapi sínu í Minsk árið 2015 þar sem hann var að ræða við Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, segir Pútín hafa í raun viðurkennt aðild Rússlands að átökunum í austurhluta Úkraínu og hótað að eyða her Úkraínu. Þetta kemur fram í nýrr bók Hollande þar sem hann skrifar meðal annars um forsetatíð sína. „Poroshenko og Pútín hækkuðu róminn stöðugt. Rússneski forsetinn varð svo æstur að hann byrjaði að hóta því að eyða her Úkraínu. Þetta sýndi að rússneskir hermenn væru í austurhluta Úkraínu. Pútín áttaði sig fljótt og náði tökum á skapi sínu,“ segir í bókinni samkvæmt Business Insider.Rússar hafa ávalt þvertekið fyrir að rússneskir hermenn hafi tekið virkan þátt í átökunum í austurhluta Úkraínu, sem blossuðu upp í kjölfar þess að Rússar innlimuðu Krímskaga með hjálp óeinkennisklæddra hermanna, sem Pútín viðurkenndi seinna meir að hefðu verið rússneskir. Rússar hafa verið sakaðir um að styðja meðal annars við bakið á aðskilnaðarsinnum með peningum, vopnum, skriðdrekum og hermönnum. Ríkisstjórn Pútín hefur einungis viðurkennt að rússneskir hermenn hafi notað frítíma sína í að ganga tímabundið til liðs við aðskilnaðarinnanna. Hér má sjá þátt Vice þar sem blaðamenn eltu uppi rússneskan hermann sem birti sjálfu af sér í átökum í Úkraínu.Hollande skrifar að viðræðurnar í Minsk hafi verið undarlegar á köflum þar sem Pútín vildi ekki viðurkenna að tala fyrir hönd aðskilnaðarinnanna. Því hafi hann ávalt orðað mál sitt á þann hátt að hann væri að giska á hvað leiðtogar aðskilnaðarsinnanna vildu. Þá sagði Hollande að Pútín hefði reynt að koma í veg fyrir fyrir vopnahlé á milli fylkinganna um langt skeið. „Klukkan sjö að morgni eftir svefnlausa nótt,“ eins og Holland segir það, komust Pútín og Poroshenko að samkomulagi um vopnahlé. „Allt í einu sagði Pútín að hann þyrfti að ráðfæra sig við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna. Þeir væru einnig í Minsk. Hvar nákvæmlega? Á einhverju hóteli eða á næstu skrifstofu? Við sáum þá allavega aldrei,“ skrifar Hollande.
Holland Hvíta-Rússland Úkraína Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira