Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2018 08:50 Thomas Borgen, forstjóri bankans, til hægri. Vísir/Getty Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi.Bankinn hefur á undanförnum mánuðum orðið miðpunktur risastórs peningaþvættismáls sem er til rannsóknar yfirvalda í Eistlandi og í Danmörku. Bankinn kynnti í dag niðurstöður eigin rannsóknar vegna málsins. Í henni kom fram að bankanum hafi ekki tekist að ná utan um hversu mikið af fjármunumum sem streymdi í gegnum útibúið í Eistlandi hafi verið hluti af ólöglegu peningaþvætti.Þó sé ljóst að 200 milljarðar evra, um fimmtán hundruð milljarðar danskra króna, hafi streymt í gegnum útibúið í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 en lögmaður bankans sagði á blaðamannafundi þar sem skýrslan var kynnt í morgun að stór hluti þeirrar upphæðar sé talinn tengjast peningaþvætti. Í frétt Bloomberg segir að upphæðin sé jafngildi nífaldrar landsframleiðslu Eistlands á síðasta ári. Virði hluta í Danske Bank hefur hríðfallið vegna málsins.Vísir/GettyÁtta starfsmenn tilkynntir til lögreglu Bankinn segist hafa rannsakað peningafærslur fimmtán þúsund viðskiptavina útibúsins í Eistlandi. Gögn um viðskiptavinina og færslur hafi verið afhentar yfirvöldum. Í yfirlýsingu segir Borgen að hann hafi sýnt af sér ábyrgðarleysi og vilji axla ábyrgð með því að segja af sér sem forstjóri bankans. Hann muni þó starfa áfram þar til eftirmaður hans verði fundinn. Þá hefur bankinn ákveðið að leggja 1,5 milljarð danskra króna, 25 milljarða íslenskra króna, í sérstakan sjóð sem ætlaður sé að berjast gegn alþjóðlegum efnahagsglæpum, þar með talið peningaþvætti. Þá hefur bankinn tilkynnt átta starfsmenn bankans til lögreglu vegna málsins auk þess sem að búast má við að bankanum verði gert að greiða háa sekt vegna málsins. Hlutabréf í bankanum hafa fallið talsvert vegna málsins og þá hafa hátt í 30 þúsund viðskiptavinir hætt viðskiptum við hann.Upphaf málsins má rekja til rússneska lögmannsins Sergei Magnitsky en um miðjan síðasta áratug sýndi hann fram á það að rússneskir embættis- og glæpamenn stunduðu það að stela skattfé og koma því undan með því að brúka evrópska banka. Talið er að brotin hafi staðið yfir frá 2007 til 2015 og að fé frá löndum á borð við Rússland, Moldóvu og Aserbaídsjan hafi farið skítugt inn í eistneska dótturfélagið en komið þaðan hreint út.Hér má nálgast beina lýsingu DR frá blaðamannafundi bankans. Danmörk Eistland Moldóva Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi.Bankinn hefur á undanförnum mánuðum orðið miðpunktur risastórs peningaþvættismáls sem er til rannsóknar yfirvalda í Eistlandi og í Danmörku. Bankinn kynnti í dag niðurstöður eigin rannsóknar vegna málsins. Í henni kom fram að bankanum hafi ekki tekist að ná utan um hversu mikið af fjármunumum sem streymdi í gegnum útibúið í Eistlandi hafi verið hluti af ólöglegu peningaþvætti.Þó sé ljóst að 200 milljarðar evra, um fimmtán hundruð milljarðar danskra króna, hafi streymt í gegnum útibúið í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 en lögmaður bankans sagði á blaðamannafundi þar sem skýrslan var kynnt í morgun að stór hluti þeirrar upphæðar sé talinn tengjast peningaþvætti. Í frétt Bloomberg segir að upphæðin sé jafngildi nífaldrar landsframleiðslu Eistlands á síðasta ári. Virði hluta í Danske Bank hefur hríðfallið vegna málsins.Vísir/GettyÁtta starfsmenn tilkynntir til lögreglu Bankinn segist hafa rannsakað peningafærslur fimmtán þúsund viðskiptavina útibúsins í Eistlandi. Gögn um viðskiptavinina og færslur hafi verið afhentar yfirvöldum. Í yfirlýsingu segir Borgen að hann hafi sýnt af sér ábyrgðarleysi og vilji axla ábyrgð með því að segja af sér sem forstjóri bankans. Hann muni þó starfa áfram þar til eftirmaður hans verði fundinn. Þá hefur bankinn ákveðið að leggja 1,5 milljarð danskra króna, 25 milljarða íslenskra króna, í sérstakan sjóð sem ætlaður sé að berjast gegn alþjóðlegum efnahagsglæpum, þar með talið peningaþvætti. Þá hefur bankinn tilkynnt átta starfsmenn bankans til lögreglu vegna málsins auk þess sem að búast má við að bankanum verði gert að greiða háa sekt vegna málsins. Hlutabréf í bankanum hafa fallið talsvert vegna málsins og þá hafa hátt í 30 þúsund viðskiptavinir hætt viðskiptum við hann.Upphaf málsins má rekja til rússneska lögmannsins Sergei Magnitsky en um miðjan síðasta áratug sýndi hann fram á það að rússneskir embættis- og glæpamenn stunduðu það að stela skattfé og koma því undan með því að brúka evrópska banka. Talið er að brotin hafi staðið yfir frá 2007 til 2015 og að fé frá löndum á borð við Rússland, Moldóvu og Aserbaídsjan hafi farið skítugt inn í eistneska dótturfélagið en komið þaðan hreint út.Hér má nálgast beina lýsingu DR frá blaðamannafundi bankans.
Danmörk Eistland Moldóva Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00