Pressa á Kim og Moon að ná árangri á þriðja fundi sínum Þórgýr Einar Albertsson skrifar 19. september 2018 06:45 Leiðtogarnir, Moon Jae-in og Kim Jong-un, horfa djúpt í augu hvor annars í Pjongjang í gær. Vísir/Getty Norður-Kórea Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, heimsótti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un í höfuðborginni Pjongjang í gær. Leiðtogarnir funduðu í gær og fara dagurinn í dag og morgundagurinn einnig í viðræður. Þetta er þriðji leiðtogafundur grannríkjanna á stuttum tíma, eftir að nokkur þíða komst í samskipti ríkjanna um áramótin. Norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA greindi frá heimsókninni í örstuttri frétt í gærmorgun þar sem fram kom að leiðtogarnir ætluðu að vinna að innleiðingu samkomulagsins sem náðist í landamærabænum Panmunjom í vor. Þar sammæltust Kim og Moon meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun skagans. Leiðtogarnir héldu sameiginlegan blaðamannafund í gær áður en þeir héldu til fundar í höfuðstöðvum norðurkóreska Verkamannaflokksins. Kim fór fögrum orðum um nágranna sinn, þakkaði honum fyrir hans hlut í að koma á viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Þökk sé viðræðunum við Bandaríkin að ástandið á svæðinu er orðið stöðugra og enn er búist við frekari árangri. Ég vil enn á ný tjá þakklæti mitt fyrir vinnu Moon forseta,“ sagði einræðisherrann og bætti því við að sér fyndist hann vera orðinn afar náinn suðurkóreska forsetanum, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Moon sagði ferlið allt byggjast á ákvörðun Kim. „Ég vil þakka Kim formanni fyrir viðleitni sína til að opna á nýja tíma. Við finnum fyrir þeirri miklu byrði, þeirri miklu ábyrgð, sem við höfum,“ sagði forsetinn. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo sagði gríðarlega pressu á Moon Jae-in að ná raunverulegum árangri í kjarnorkumálum. Þar að auki myndu leiðtogarnir ræða bætt samskipti og samstarf á sviði efnahagsmála. Chosun Ilbo benti á að fyrri fundir leiðtoganna, og einnig fundur Kims með Bandaríkjaforseta í júní, hefðu skilað loforðum um að kjarnorkuafvopnun væri markmið en litlum mælanlegum árangri öðrum en að kjarnorkuprófunarsvæði sem talið er að hafi ekki einu sinni verið í nothæfu ástandi lengur var sprengt upp. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Norður-Kórea Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, heimsótti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un í höfuðborginni Pjongjang í gær. Leiðtogarnir funduðu í gær og fara dagurinn í dag og morgundagurinn einnig í viðræður. Þetta er þriðji leiðtogafundur grannríkjanna á stuttum tíma, eftir að nokkur þíða komst í samskipti ríkjanna um áramótin. Norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA greindi frá heimsókninni í örstuttri frétt í gærmorgun þar sem fram kom að leiðtogarnir ætluðu að vinna að innleiðingu samkomulagsins sem náðist í landamærabænum Panmunjom í vor. Þar sammæltust Kim og Moon meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun skagans. Leiðtogarnir héldu sameiginlegan blaðamannafund í gær áður en þeir héldu til fundar í höfuðstöðvum norðurkóreska Verkamannaflokksins. Kim fór fögrum orðum um nágranna sinn, þakkaði honum fyrir hans hlut í að koma á viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Þökk sé viðræðunum við Bandaríkin að ástandið á svæðinu er orðið stöðugra og enn er búist við frekari árangri. Ég vil enn á ný tjá þakklæti mitt fyrir vinnu Moon forseta,“ sagði einræðisherrann og bætti því við að sér fyndist hann vera orðinn afar náinn suðurkóreska forsetanum, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Moon sagði ferlið allt byggjast á ákvörðun Kim. „Ég vil þakka Kim formanni fyrir viðleitni sína til að opna á nýja tíma. Við finnum fyrir þeirri miklu byrði, þeirri miklu ábyrgð, sem við höfum,“ sagði forsetinn. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo sagði gríðarlega pressu á Moon Jae-in að ná raunverulegum árangri í kjarnorkumálum. Þar að auki myndu leiðtogarnir ræða bætt samskipti og samstarf á sviði efnahagsmála. Chosun Ilbo benti á að fyrri fundir leiðtoganna, og einnig fundur Kims með Bandaríkjaforseta í júní, hefðu skilað loforðum um að kjarnorkuafvopnun væri markmið en litlum mælanlegum árangri öðrum en að kjarnorkuprófunarsvæði sem talið er að hafi ekki einu sinni verið í nothæfu ástandi lengur var sprengt upp.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira