Hafa áhyggjur af vegferð Svandísar gegn einkarekstri Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2018 07:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa áhyggjur af vegferð Svandísar Svavarsdóttur í stóli heilbrigðisráðherra. Þrír þingmenn hafa stigið fram og skrifað um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á meðan þingmenn VG hafa lagt fram lagafrumvarp um að ráðherra sé aðeins heimilt að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Brynjar Níelsson er einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem skrifuðu aðsenda grein í Morgunblaðið um helgina þar sem talað er fyrir einkarekstri í heilbrigðisgeiranum. Hann segir mikilvægt að árétta stefnu flokksins gagnvart sínum kjósendum. „Okkar kjósendur mega ekki halda að af því við þegjum þá séum við sammála ráðherranum. Við verðum að láta vita að við erum ekki sammála honum,“ segir Brynjar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir nú reyna á mátt flokkanna til að ná saman um álitaefni á þessu þingi. „Það var vitað að þessir tveir flokkar hafa gerólíka sýn á málaflokkinn og nú er það að birtast okkur. Það mun nú reyna á fyrir flokkana að ná sátt og málamiðlun í þessum efnum,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er það ekki nýlunda að flokkar í ríkisstjórn séu ósammála um stór mál.“ Brynjar telur einmitt að það verði verkefni vetrarins að koma flokkunum saman í þessum málaflokki. Ekki hafi verið tekið á þessu máli í stjórnarsáttmálanum. „Það er ekkert þannig að það sé eitthvað komið frá ríkisstjórninni, það er ekkert þannig. Hún er bara að vinna sem ráðherra innan þeirra heimilda sem henni eru settar samkvæmt lögum og er að fara í ákveðna átt að manni sýnist og við höfum áhyggjur af því og þess vegna skrifuðum við þessa grein. Þetta getur orðið stórmál í ríkisstjórn ef menn ætla að fara að kollvarpa kerfinu,“ segir Brynjar.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Anton BrinkÓlafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, vill banna ríkinu að semja við hagnaðardrifin fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Hann segir þetta ekki þurfa að koma Sjálfstæðisflokknum á óvart enda sé þetta í anda þeirra laga sem Kristján Þór Júlíusson setti á sínum tíma í stóli ráðherra heilbrigðismála. Brynjar segir það ekki koma til greina að ráðherra myndi leggja fram slíkt frumvarp. „Það hefði aldrei komið til greina. hún hefði aldrei náð samstöðu um það í ríkisstjórn að banna allan einkarekstur þar sem er hagnaður,“ bætir Brynjar við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa áhyggjur af vegferð Svandísar Svavarsdóttur í stóli heilbrigðisráðherra. Þrír þingmenn hafa stigið fram og skrifað um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á meðan þingmenn VG hafa lagt fram lagafrumvarp um að ráðherra sé aðeins heimilt að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Brynjar Níelsson er einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem skrifuðu aðsenda grein í Morgunblaðið um helgina þar sem talað er fyrir einkarekstri í heilbrigðisgeiranum. Hann segir mikilvægt að árétta stefnu flokksins gagnvart sínum kjósendum. „Okkar kjósendur mega ekki halda að af því við þegjum þá séum við sammála ráðherranum. Við verðum að láta vita að við erum ekki sammála honum,“ segir Brynjar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Anton BrinkEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir nú reyna á mátt flokkanna til að ná saman um álitaefni á þessu þingi. „Það var vitað að þessir tveir flokkar hafa gerólíka sýn á málaflokkinn og nú er það að birtast okkur. Það mun nú reyna á fyrir flokkana að ná sátt og málamiðlun í þessum efnum,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er það ekki nýlunda að flokkar í ríkisstjórn séu ósammála um stór mál.“ Brynjar telur einmitt að það verði verkefni vetrarins að koma flokkunum saman í þessum málaflokki. Ekki hafi verið tekið á þessu máli í stjórnarsáttmálanum. „Það er ekkert þannig að það sé eitthvað komið frá ríkisstjórninni, það er ekkert þannig. Hún er bara að vinna sem ráðherra innan þeirra heimilda sem henni eru settar samkvæmt lögum og er að fara í ákveðna átt að manni sýnist og við höfum áhyggjur af því og þess vegna skrifuðum við þessa grein. Þetta getur orðið stórmál í ríkisstjórn ef menn ætla að fara að kollvarpa kerfinu,“ segir Brynjar.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Anton BrinkÓlafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, vill banna ríkinu að semja við hagnaðardrifin fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Hann segir þetta ekki þurfa að koma Sjálfstæðisflokknum á óvart enda sé þetta í anda þeirra laga sem Kristján Þór Júlíusson setti á sínum tíma í stóli ráðherra heilbrigðismála. Brynjar segir það ekki koma til greina að ráðherra myndi leggja fram slíkt frumvarp. „Það hefði aldrei komið til greina. hún hefði aldrei náð samstöðu um það í ríkisstjórn að banna allan einkarekstur þar sem er hagnaður,“ bætir Brynjar við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira