Gefur McGowan sólarhring til að biðjast afsökunar á „hryllilegum lygum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2018 15:29 Leikkonurnar Asia Argento og Rose McGowan. Vísir/getty Ítalska leikkonan Asia Argento hefur krafið bandarísku starfssystur sína og fyrrverandi vinkonu, Rose McGowan, um að draga til baka yfirlýsingu sem sú síðarnefnda sendi frá sér í kjölfar þess að leikarinn Jimmy Bennett sakaði Argento um kynferðisofbeldi. Argento setur fram kröfur sínar í færslu sem hún birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Hún biður McGowan um að bæði draga til baka og biðjast afsökunar á „hryllilegum lygum“ sem hafi verið að finna í yfirlýsingunni. „Ef þú svarar ekki fyrir þetta níð mun ég ekki eiga þess annarra kosta völ en að grípa til málsóknar,“ skrifar Argento og beinir orðum sínum þar til McGowan. McGowan hefur ekki svarað Argento þegar þetta er ritað. Dear @RoseMcGowan. It is with genuine regret that I am giving you 24 hours to retract and apologise for the horrendous lies made against me in your statement of August 27th. If you fail to address this libel I will have no option other than to take immediate legal action.— Asia Argento (@AsiaArgento) September 17, 2018 Argento viðurkenndi í ágúst að hafa greitt leikaranum Jimmy Bennett 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún á að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Bennett var sautján ára þegar meint brot voru framin en samræðisaldur í Kaliforníu er átján ár. Sjá einnig: Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain McGowan sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu en þær Argento urðu nánar vinkonur í starfi sínu sem tveir af helstu forkólfum #MeToo-hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni biðlaði McGowan til Argento að „breyta rétt“ og vera sanngjörn í máli Bennett. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá greindi McGowan einnig frá því að SMS-skilaboð, sem Argento sendi ónefndum vini sínum vegna ásakana Bennetts og láku síðar í fjölmiðla, hafi verið til áðurnefndrar Dove. MeToo Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Ítalska leikkonan Asia Argento hefur krafið bandarísku starfssystur sína og fyrrverandi vinkonu, Rose McGowan, um að draga til baka yfirlýsingu sem sú síðarnefnda sendi frá sér í kjölfar þess að leikarinn Jimmy Bennett sakaði Argento um kynferðisofbeldi. Argento setur fram kröfur sínar í færslu sem hún birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Hún biður McGowan um að bæði draga til baka og biðjast afsökunar á „hryllilegum lygum“ sem hafi verið að finna í yfirlýsingunni. „Ef þú svarar ekki fyrir þetta níð mun ég ekki eiga þess annarra kosta völ en að grípa til málsóknar,“ skrifar Argento og beinir orðum sínum þar til McGowan. McGowan hefur ekki svarað Argento þegar þetta er ritað. Dear @RoseMcGowan. It is with genuine regret that I am giving you 24 hours to retract and apologise for the horrendous lies made against me in your statement of August 27th. If you fail to address this libel I will have no option other than to take immediate legal action.— Asia Argento (@AsiaArgento) September 17, 2018 Argento viðurkenndi í ágúst að hafa greitt leikaranum Jimmy Bennett 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún á að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Bennett var sautján ára þegar meint brot voru framin en samræðisaldur í Kaliforníu er átján ár. Sjá einnig: Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain McGowan sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu en þær Argento urðu nánar vinkonur í starfi sínu sem tveir af helstu forkólfum #MeToo-hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni biðlaði McGowan til Argento að „breyta rétt“ og vera sanngjörn í máli Bennett. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá greindi McGowan einnig frá því að SMS-skilaboð, sem Argento sendi ónefndum vini sínum vegna ásakana Bennetts og láku síðar í fjölmiðla, hafi verið til áðurnefndrar Dove.
MeToo Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
„Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29
Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36
Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03
Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent