Lífstíðardómur Madsen stendur Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. september 2018 13:21 Peter Madsen var í apríl dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall. Vísir/getty Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa banað sænsku blaðakonunni Kim Wall á síðasta ári. Þetta er niðurstaða hins danska Eystri landsréttar, sem staðfesti þar með dóm sem kveðinn var upp í Kaupmannahöfn í vor. Allir fimm dómararnir voru sammála, sem danska ríkisútvarpið segir undirstrika alvarleika málsins.Sjá einnig: Peter Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall Lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi en hægt er að framlengja hann ef þörf er talin á. Madsen, sem hefur ætíð haldið því fram að Wall hafi látist af slysförum í kafbáti hans, vildi að dómur hans yrði tímabundinn en ekki „opinn í annan endann“ eins og því er lýst. Því áfrýjaði hann dómnum sem hann hlaut þann 25. apríl síðastliðinn. Áfrýjunin var tekin fyrir í upphafi mánaðarins en markmið hennar var ekki að reyna að sýna fram á sakleysi Madsen. Madsen játaði við aðalmeðferð málsins að hafa losað sig við líkamsleifar Wall út í Eystrasaltið og eftir að hann var einnig fundinn sekur um að hafa myrt blaðakonuna sagðist hann una dómnum - að frátaldri lengd hans. Sakfelldur fyrir fjölda brota Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Var hún að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar síðastliðnum var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Hann var einnig ákærður fyrir illa meðferð á líki en Madsen játaði að hafa bútað lík Wall niður. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot. Var Madsen einnig dæmdur fyrir bæði þessi brot. Danmörk Morðið á Kim Wall Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa banað sænsku blaðakonunni Kim Wall á síðasta ári. Þetta er niðurstaða hins danska Eystri landsréttar, sem staðfesti þar með dóm sem kveðinn var upp í Kaupmannahöfn í vor. Allir fimm dómararnir voru sammála, sem danska ríkisútvarpið segir undirstrika alvarleika málsins.Sjá einnig: Peter Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall Lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi en hægt er að framlengja hann ef þörf er talin á. Madsen, sem hefur ætíð haldið því fram að Wall hafi látist af slysförum í kafbáti hans, vildi að dómur hans yrði tímabundinn en ekki „opinn í annan endann“ eins og því er lýst. Því áfrýjaði hann dómnum sem hann hlaut þann 25. apríl síðastliðinn. Áfrýjunin var tekin fyrir í upphafi mánaðarins en markmið hennar var ekki að reyna að sýna fram á sakleysi Madsen. Madsen játaði við aðalmeðferð málsins að hafa losað sig við líkamsleifar Wall út í Eystrasaltið og eftir að hann var einnig fundinn sekur um að hafa myrt blaðakonuna sagðist hann una dómnum - að frátaldri lengd hans. Sakfelldur fyrir fjölda brota Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Var hún að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar síðastliðnum var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Hann var einnig ákærður fyrir illa meðferð á líki en Madsen játaði að hafa bútað lík Wall niður. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot. Var Madsen einnig dæmdur fyrir bæði þessi brot.
Danmörk Morðið á Kim Wall Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira