Erlent

Varar Íran við „helvíti“ af hendi Bandaríkjanna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Vísir/getty
Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, varaði ráðamenn í Íran við því að skaði þeir Bandaríkin, þegna þeirra eða bandamenn muni það hafa hörmulegar afleiðingar. Bolton sagði að Íranir myndu eiga von á því að „bíða helvíti“, ógni þeir Bandaríkjunum á umræddan hátt.

Bolton tjáði sig í kjölfar ræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar sakaði forsetinn Íran um að stuðla að „ringulreið, dauða og eyðileggingu“ í Miðausturlöndum.

Bolton hélt sjálfur ræðu á ráðstefnu um málefni Íran sem haldin var í New York í gær. Ráðstefnan var haldin undir neikvæðum formerkjum í garð landsins, að því er fram kemur í frétt BBC um málið.

„Skilaboð mín í dag eru skýr: Við erum að fylgjast með, og við munum leita ykkur uppi,“ sagði Bolton m.a. í ræðu sinni og beindi orðum sínum að yfirvöldum í Íran.

Forseti Íran, Hassan Rouhani, svaraði Trump um hæl í gær og sakaði Bandaríkjastjórn um fjandskap í garð Írana. Þar vísaði hann sérstaklega til kjarnorkusamkomulagsins, sem innsiglað var í tíð Obama, og Trump rifti fyrir nokkru síðan.


Tengdar fréttir

Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás

Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC.

Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlóu að honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×