Kennsl borin á annan meintan tilræðismann Skrípal Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2018 07:32 Alexander MIshkin (t.h.) á mynd sem bresk stjórnvöld birtu af meintu tilræðismönnunum. Hinn maðurinn hefur verið nafngreindur sem Anatolíj Tsjepiga. Vísir/EPA Annar mannanna tveggja sem taldir eru hafa reynt að ráða Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, af dögum á Englandi í mars er sagður rússneskur herlæknir sem vinnur fyrir rússnesku leyniþjónustuna. Stjórnvöld í Kreml hafa þvertekið fyrir að hafa komið nálægt banatilræðinu. Bresk stjórnvöld birtu nýlega myndir og nöfn tveggja manna sem þau telja að hafi eitrað fyrir Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury í mars. Talið er að nöfnin sem þeir ferðuðust undir til Bretlands hafi verið dulnefni. Uppljóstranavefurinn Bellingcat gróf upp raunverulegt nafn annars mannsins í síðasta mánuði sem hann segir að sé rússnesku leyniþjónustumaður. Nú hafa rannsakendur vefsíðunnar gefið það út að nafn mannsins sem kallaður var Alexander Petrov sé í raun Alexander Mishkin. Hann vinni fyrir herleyniþjónustuna GRU. Stjórnvöld í Kreml hafa haldið því fram að mennirnir á myndunum sem bresk stjórnvöld birtu hafi í raun verið saklausir ferðamenn sem hafi aðeins viljað skoða dómkirkjuna í Salisbury.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fregnir hermi að Vladímír Pútín, forseta Rússlands, gremjist hversu auðveldlega tekist hafi að hrekja yfirvarp ríkisstjórnar hans og sé óánægður með frammistöðu GRU. Hreinsanir yfirmanna hjá leyniþjónustunni gætu jafnvel verið í vændum. Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 26. september 2018 17:49 Skripal vildi ekki trúa því að Rússar hefðu reynt að ráða hann af dögum Honum reyndist erfitt að sætta sig við það og þrátt fyrir að hafa selt leyndarmál Rússlands til leyniþjónustu Bretlands er Skripal harður rússneskur þjóðernissinni. 2. október 2018 15:25 Segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn, þrátt fyrir sönnunargögn Sendiherra Hollands í Rússlandi var kallaður á teppið í dag þar sem mótmælum Rússa gagnvart ásökunum var komið á framfæri. 8. október 2018 12:31 Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ósáttur við að einhverjir fjölmiðlar séu að reyna að gera einhvern mannréttindasinna úr rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal. 3. október 2018 13:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Annar mannanna tveggja sem taldir eru hafa reynt að ráða Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, af dögum á Englandi í mars er sagður rússneskur herlæknir sem vinnur fyrir rússnesku leyniþjónustuna. Stjórnvöld í Kreml hafa þvertekið fyrir að hafa komið nálægt banatilræðinu. Bresk stjórnvöld birtu nýlega myndir og nöfn tveggja manna sem þau telja að hafi eitrað fyrir Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury í mars. Talið er að nöfnin sem þeir ferðuðust undir til Bretlands hafi verið dulnefni. Uppljóstranavefurinn Bellingcat gróf upp raunverulegt nafn annars mannsins í síðasta mánuði sem hann segir að sé rússnesku leyniþjónustumaður. Nú hafa rannsakendur vefsíðunnar gefið það út að nafn mannsins sem kallaður var Alexander Petrov sé í raun Alexander Mishkin. Hann vinni fyrir herleyniþjónustuna GRU. Stjórnvöld í Kreml hafa haldið því fram að mennirnir á myndunum sem bresk stjórnvöld birtu hafi í raun verið saklausir ferðamenn sem hafi aðeins viljað skoða dómkirkjuna í Salisbury.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fregnir hermi að Vladímír Pútín, forseta Rússlands, gremjist hversu auðveldlega tekist hafi að hrekja yfirvarp ríkisstjórnar hans og sé óánægður með frammistöðu GRU. Hreinsanir yfirmanna hjá leyniþjónustunni gætu jafnvel verið í vændum.
Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 26. september 2018 17:49 Skripal vildi ekki trúa því að Rússar hefðu reynt að ráða hann af dögum Honum reyndist erfitt að sætta sig við það og þrátt fyrir að hafa selt leyndarmál Rússlands til leyniþjónustu Bretlands er Skripal harður rússneskur þjóðernissinni. 2. október 2018 15:25 Segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn, þrátt fyrir sönnunargögn Sendiherra Hollands í Rússlandi var kallaður á teppið í dag þar sem mótmælum Rússa gagnvart ásökunum var komið á framfæri. 8. október 2018 12:31 Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ósáttur við að einhverjir fjölmiðlar séu að reyna að gera einhvern mannréttindasinna úr rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal. 3. október 2018 13:14 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15
Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 26. september 2018 17:49
Skripal vildi ekki trúa því að Rússar hefðu reynt að ráða hann af dögum Honum reyndist erfitt að sætta sig við það og þrátt fyrir að hafa selt leyndarmál Rússlands til leyniþjónustu Bretlands er Skripal harður rússneskur þjóðernissinni. 2. október 2018 15:25
Segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn, þrátt fyrir sönnunargögn Sendiherra Hollands í Rússlandi var kallaður á teppið í dag þar sem mótmælum Rússa gagnvart ásökunum var komið á framfæri. 8. október 2018 12:31
Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ósáttur við að einhverjir fjölmiðlar séu að reyna að gera einhvern mannréttindasinna úr rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal. 3. október 2018 13:14