Ljósmóðirin Hauwa Liman tekin af lífi Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2018 09:25 Hin 24 ára Hauwa Mohammed Liman starfaði á sjúkrahúsi sem nýtur stuðnings Alþjóða Rauða krossins. Mynd/Twitter/Peter Maurer Nígeríska ljósmóðirin Hauwa Liman, sem var rænt úr flóttamannabúðum í Borno-héraði í mars, hefur verið tekin af lífi. Myndskeið af aftökunni hefur verið sent á nígeríska fjölmiðla og hafa nígerísk stjórnvöld staðfest fréttirnar. Hin 24 ára Hauwa Mohammed Liman starfaði á sjúkrahúsi sem nýtur stuðnings Alþjóða Rauða krossins. Henni var rænt ásamt tveimur starfsmönnum til viðbótar, ljósmóðurinni Saifura Hussaini Ahmed Khorsa og hjúkrunarfræðingnum Alice. Fréttir bárust svo af því fyrir hálfum mánuði að Saifura hafi verið tekin af lífi. Talið er að klofningshópur úr hryðjuverkasamtökunum Boko Haram beri ábyrgð á ránunum og aftökunum. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál kvennanna í erindi sínu í Háskóla Íslands í gær, en fréttir af aftöku Hauwu Liman bárust í gærkvöldi. Í erindi sínu minntist Daccord þess að tíu ár væru í ár liðin frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. Nígerísk stjórnvöld staðfestu í gærkvöldi að Hauwa hafi verið ráðin af dögum og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga lífi hennar. Nígeríustjórn hafði sætt nokkurri gagnrýni vegna málsins og verið sökuð um aðgerðaleysi.Hauwa was abducted with Saifura, a midwife, and Alice, a nurse. All three dedicated their lives to helping others in northern Nigeria. Two weeks ago, Saifura was brutally executed. We are appealing for mercy for Hauwa and Alice. Please release them. https://t.co/wbYhdzFjz9 — Peter Maurer (@PMaurerICRC) October 14, 2018We are hearing devastating reports Hauwa has been executed. At this stage, we don't have confirmation this is true. We desperately hope not. We will provide an update when we have accurate information. This situation is heartbreaking, and our thoughts remain with her family. — ICRC (@ICRC) October 15, 2018 Nígería Tengdar fréttir Telur Ísland eiga eftir að spila lykilhlutverk á næstu fimm árum Framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins segir mikilvægt að fleiri ríki en bara vestræn taki þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 15. október 2018 20:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Nígeríska ljósmóðirin Hauwa Liman, sem var rænt úr flóttamannabúðum í Borno-héraði í mars, hefur verið tekin af lífi. Myndskeið af aftökunni hefur verið sent á nígeríska fjölmiðla og hafa nígerísk stjórnvöld staðfest fréttirnar. Hin 24 ára Hauwa Mohammed Liman starfaði á sjúkrahúsi sem nýtur stuðnings Alþjóða Rauða krossins. Henni var rænt ásamt tveimur starfsmönnum til viðbótar, ljósmóðurinni Saifura Hussaini Ahmed Khorsa og hjúkrunarfræðingnum Alice. Fréttir bárust svo af því fyrir hálfum mánuði að Saifura hafi verið tekin af lífi. Talið er að klofningshópur úr hryðjuverkasamtökunum Boko Haram beri ábyrgð á ránunum og aftökunum. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál kvennanna í erindi sínu í Háskóla Íslands í gær, en fréttir af aftöku Hauwu Liman bárust í gærkvöldi. Í erindi sínu minntist Daccord þess að tíu ár væru í ár liðin frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. Nígerísk stjórnvöld staðfestu í gærkvöldi að Hauwa hafi verið ráðin af dögum og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga lífi hennar. Nígeríustjórn hafði sætt nokkurri gagnrýni vegna málsins og verið sökuð um aðgerðaleysi.Hauwa was abducted with Saifura, a midwife, and Alice, a nurse. All three dedicated their lives to helping others in northern Nigeria. Two weeks ago, Saifura was brutally executed. We are appealing for mercy for Hauwa and Alice. Please release them. https://t.co/wbYhdzFjz9 — Peter Maurer (@PMaurerICRC) October 14, 2018We are hearing devastating reports Hauwa has been executed. At this stage, we don't have confirmation this is true. We desperately hope not. We will provide an update when we have accurate information. This situation is heartbreaking, and our thoughts remain with her family. — ICRC (@ICRC) October 15, 2018
Nígería Tengdar fréttir Telur Ísland eiga eftir að spila lykilhlutverk á næstu fimm árum Framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins segir mikilvægt að fleiri ríki en bara vestræn taki þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 15. október 2018 20:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Telur Ísland eiga eftir að spila lykilhlutverk á næstu fimm árum Framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins segir mikilvægt að fleiri ríki en bara vestræn taki þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 15. október 2018 20:00