Erfiðir dagar bíða Merkel þegar Bæjarar ganga til kosninga Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2018 11:04 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Horst Seehofer innanríkisráðherra. Getty/Michele Tantussi Kjósendur í þýsku sambandsríkjunum Bæjaralandi og Hessen munu kjósa til sambandsþinga á sunnudaginn og benda skoðanakannanir til að ríkisstjórnarflokkarnir bíði afhroð. Marga mánuði tók að setja saman ríkisstjórn í Þýskalandi eftir þingkosningarnar í september á síðasta ári. Að lokum náðist þó samkomulag milli Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokks hans í Bæjaralandi (CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SDP). Allt frá myndun stjórnarinnar hafa flokkarnir deilt hart um ýmis mál og hafa átökin milli Merkel og innanríkisráðherrans Horst Seehofer, leiðtoga CSU, um innflytjendamál verið sérstaklega mikið í umræðunni.Stefnir í að flokkarnir bíði afhroðKannanir benda til að í Bæjaralandi muni CSU einungis fá um 35 prósent atkvæða, en flokkurinn hefur þar stýrt og náð hreinum meirihluta í marga áratugi. Flótti kjósenda CSU hefur leitt til aukins fylgis bæði Alternativ für Deutschland (AfD) sem berst gegn straumi innflytjenda til landsins, og Græningja (Bündnis 90/Die Grünen). Ljóst er að niðurstaða kosninganna í Bæjaralandi mun hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Verði niðurstaða kosninganna slæm fyrir CSU kann svo að fara að Seehofer hverfi úr leiðtogastóli og embætti innanríkisráðherra. Fari svo kann nýr leiðtogi CSU að verða enn harðari í afstöðu sinni til innflytjendamála, sem myndi skapa enn frekari núning innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Hessen benda skoðanakannanir sömuleiðis til að CDU og Jafnaðarmenn missi mikið fylgi. Samflokksmenn Merkel, meðal annars þingmaðurinn Norbert Röttgen, segja nauðsynlegt að stjórn Merkel breyti um stefnu í ýmsum málum. Landsþing CDU fer fram í desember þar sem kosið verður um hvort Merkel skuli áfram leiða flokkinn. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Kjósendur í þýsku sambandsríkjunum Bæjaralandi og Hessen munu kjósa til sambandsþinga á sunnudaginn og benda skoðanakannanir til að ríkisstjórnarflokkarnir bíði afhroð. Marga mánuði tók að setja saman ríkisstjórn í Þýskalandi eftir þingkosningarnar í september á síðasta ári. Að lokum náðist þó samkomulag milli Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara, og systurflokks hans í Bæjaralandi (CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SDP). Allt frá myndun stjórnarinnar hafa flokkarnir deilt hart um ýmis mál og hafa átökin milli Merkel og innanríkisráðherrans Horst Seehofer, leiðtoga CSU, um innflytjendamál verið sérstaklega mikið í umræðunni.Stefnir í að flokkarnir bíði afhroðKannanir benda til að í Bæjaralandi muni CSU einungis fá um 35 prósent atkvæða, en flokkurinn hefur þar stýrt og náð hreinum meirihluta í marga áratugi. Flótti kjósenda CSU hefur leitt til aukins fylgis bæði Alternativ für Deutschland (AfD) sem berst gegn straumi innflytjenda til landsins, og Græningja (Bündnis 90/Die Grünen). Ljóst er að niðurstaða kosninganna í Bæjaralandi mun hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Verði niðurstaða kosninganna slæm fyrir CSU kann svo að fara að Seehofer hverfi úr leiðtogastóli og embætti innanríkisráðherra. Fari svo kann nýr leiðtogi CSU að verða enn harðari í afstöðu sinni til innflytjendamála, sem myndi skapa enn frekari núning innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Hessen benda skoðanakannanir sömuleiðis til að CDU og Jafnaðarmenn missi mikið fylgi. Samflokksmenn Merkel, meðal annars þingmaðurinn Norbert Röttgen, segja nauðsynlegt að stjórn Merkel breyti um stefnu í ýmsum málum. Landsþing CDU fer fram í desember þar sem kosið verður um hvort Merkel skuli áfram leiða flokkinn.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira