Norrænar þjóðir svara Hvíta húsinu: „Eitthvað erum við að gera rétt“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2018 20:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hrifinn af Norðurlöndunum. AP/Manuel Balce Ceneta Sendiráð Norrænna ríkja í Bandaríkjunum sendu Donald Trump tóninn í gærkvöldi og í dag eftir að forsetinn sendi frá sér skjal þar sem hann gagnrýndi norrænu ríkin og „sósíalískar“ stefnur þeirra. Skjalið snýr að því sem Trump kallar hættuleg stefnumál Demókrataflokksins og sósíalisma.Þar segir meðal annars: „Rannsóknir benda til að jafnvel norrænu ríkin, sem oft er bent á sem dæmi um vel heppnaðan sósíalisma, hafi orðið fyrir skaða vegna notkunar þeirra á sósíalískum stefnum. Lífsgæði í norrænum ríkjum eru minnst fimmtán prósentum lægri en í Bandaríkjunum, þrátt fyrir alla „ókeypis“ þjónustu hins opinbera. Ef Bandaríkin hefðu tekið upp sömu stefnumál og þessi ríki á áttunda áratugnum, væri raunveruleg landsframleiðsla okkar nærri því tuttugu prósentum minni en í dag.“ Þar er sömuleiðis talað um hve hærri skattbyrði einstakra heimila væri ef Demókratar kæmust upp með að taka upp svipuð stefnumál og norrænu ríkin. Í samtali við Ríkisútvarpið sagði Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, að viðbrögðin hefðu verið samhæfð. Í skilaboðum flestra sendiráðanna vegna þessa skjals kemur fram að ríkin séu ekki sósíalistaríki. Þess í stað séu þau velferðarríki með opnum efnahögum. Kåre R. Aas, sendiherra Noregs í Bandaríkjunum, segir öllum norrænum ríkjum vegna vel. „Eitthvað erum við að gera rétt.“More about those Nordic countries… #Norway is still the most equal country in the world, according to the @UN. All #Nordics doing well. We must be doing something right... #Nordics4Equalityhttps://t.co/z1bcFjooKR — Kåre R. Aas (@kareraas) October 25, 2018 Sendiráð Íslands benti á að Íslendingar séu fjórða hamingjusamasta þjóð heimsins og að allar norrænu þjóðirnar séu meðal þeirra tíu hamingjusömustu. Þá drekki norrænt fólk líka mest kaffi, miðað við höfðatölu. Þá birti sendiráðið mynd sem sýnir hve ofarlega Ísland er á mörgum alþjóðlegum listum.#Iceland is a democratic welfare state with a free and liberal market economy and high standard of living. With 3.6 % GDP growth in 2017 and unemployment rate of 2.3%. Iceland is home to multiple innovative and high-tech industries. More here: https://t.co/RCxip60ORj#Nordicspic.twitter.com/nt5bCxqD9D — Iceland Embassy (@IcelandInUS) October 25, 2018 Hér má sjá frekari tíst sendiráðanna.#DidYouKnow, that...According to @UNSDSN #Finland is the World's Happiest Country: https://t.co/EllZFL0pDBAccording to @wef, Finland has the Most Skilled Workers: https://t.co/EFVymEYcaE...and is the World's Safest Country! https://t.co/BJlgXewVdE#NordicsInTheUS pic.twitter.com/UELP3VmXe0— Embassy of Finland US (@FinnEmbassyDC) October 24, 2018 #Sweden is a democratic modern welfare state with a liberal and open market economy. This has proven very successful to us. Learn more: https://t.co/IW3zmHKXsa#Innovation #Trade #Economy #Sweden #SwedeninUSA #NordicsinUSA pic.twitter.com/RGDYnfYeSR— Embassy of Sweden US (@SwedeninUSA) October 24, 2018 About those #Nordic countries… #Norway is still the most equal country in the world, according to the #UN. All Nordics doing well. We must be doing something right: https://t.co/6VdsVaK5zf pic.twitter.com/66MDMGrDF5— Norway in the U.S. (@NorwayUS) October 25, 2018 It's being discussed again... To be perfectly clear: Denmark is NOT a socialist state. #Denmark is a democratic modern welfare state with a liberal and open market economy. Read More: https://t.co/7IYIIulHD8 #DenmarkinUSA #Nordics #business #Traders pic.twitter.com/TMO5Md9nPy— Denmark in USA (@DenmarkinUSA) October 24, 2018 Donald Trump Norðurlönd Noregur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Sendiráð Norrænna ríkja í Bandaríkjunum sendu Donald Trump tóninn í gærkvöldi og í dag eftir að forsetinn sendi frá sér skjal þar sem hann gagnrýndi norrænu ríkin og „sósíalískar“ stefnur þeirra. Skjalið snýr að því sem Trump kallar hættuleg stefnumál Demókrataflokksins og sósíalisma.Þar segir meðal annars: „Rannsóknir benda til að jafnvel norrænu ríkin, sem oft er bent á sem dæmi um vel heppnaðan sósíalisma, hafi orðið fyrir skaða vegna notkunar þeirra á sósíalískum stefnum. Lífsgæði í norrænum ríkjum eru minnst fimmtán prósentum lægri en í Bandaríkjunum, þrátt fyrir alla „ókeypis“ þjónustu hins opinbera. Ef Bandaríkin hefðu tekið upp sömu stefnumál og þessi ríki á áttunda áratugnum, væri raunveruleg landsframleiðsla okkar nærri því tuttugu prósentum minni en í dag.“ Þar er sömuleiðis talað um hve hærri skattbyrði einstakra heimila væri ef Demókratar kæmust upp með að taka upp svipuð stefnumál og norrænu ríkin. Í samtali við Ríkisútvarpið sagði Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, að viðbrögðin hefðu verið samhæfð. Í skilaboðum flestra sendiráðanna vegna þessa skjals kemur fram að ríkin séu ekki sósíalistaríki. Þess í stað séu þau velferðarríki með opnum efnahögum. Kåre R. Aas, sendiherra Noregs í Bandaríkjunum, segir öllum norrænum ríkjum vegna vel. „Eitthvað erum við að gera rétt.“More about those Nordic countries… #Norway is still the most equal country in the world, according to the @UN. All #Nordics doing well. We must be doing something right... #Nordics4Equalityhttps://t.co/z1bcFjooKR — Kåre R. Aas (@kareraas) October 25, 2018 Sendiráð Íslands benti á að Íslendingar séu fjórða hamingjusamasta þjóð heimsins og að allar norrænu þjóðirnar séu meðal þeirra tíu hamingjusömustu. Þá drekki norrænt fólk líka mest kaffi, miðað við höfðatölu. Þá birti sendiráðið mynd sem sýnir hve ofarlega Ísland er á mörgum alþjóðlegum listum.#Iceland is a democratic welfare state with a free and liberal market economy and high standard of living. With 3.6 % GDP growth in 2017 and unemployment rate of 2.3%. Iceland is home to multiple innovative and high-tech industries. More here: https://t.co/RCxip60ORj#Nordicspic.twitter.com/nt5bCxqD9D — Iceland Embassy (@IcelandInUS) October 25, 2018 Hér má sjá frekari tíst sendiráðanna.#DidYouKnow, that...According to @UNSDSN #Finland is the World's Happiest Country: https://t.co/EllZFL0pDBAccording to @wef, Finland has the Most Skilled Workers: https://t.co/EFVymEYcaE...and is the World's Safest Country! https://t.co/BJlgXewVdE#NordicsInTheUS pic.twitter.com/UELP3VmXe0— Embassy of Finland US (@FinnEmbassyDC) October 24, 2018 #Sweden is a democratic modern welfare state with a liberal and open market economy. This has proven very successful to us. Learn more: https://t.co/IW3zmHKXsa#Innovation #Trade #Economy #Sweden #SwedeninUSA #NordicsinUSA pic.twitter.com/RGDYnfYeSR— Embassy of Sweden US (@SwedeninUSA) October 24, 2018 About those #Nordic countries… #Norway is still the most equal country in the world, according to the #UN. All Nordics doing well. We must be doing something right: https://t.co/6VdsVaK5zf pic.twitter.com/66MDMGrDF5— Norway in the U.S. (@NorwayUS) October 25, 2018 It's being discussed again... To be perfectly clear: Denmark is NOT a socialist state. #Denmark is a democratic modern welfare state with a liberal and open market economy. Read More: https://t.co/7IYIIulHD8 #DenmarkinUSA #Nordics #business #Traders pic.twitter.com/TMO5Md9nPy— Denmark in USA (@DenmarkinUSA) October 24, 2018
Donald Trump Norðurlönd Noregur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira