Breskur milljarðamæringur með Íslandstengsl sakaður um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 15:29 Green hefur áður verið sakaður um eineltistilburði gegn starfsmönnum, sérstaklega konum. Vísir/EPA Breskur þingmaður fullyrti í dag að Philip Green, milljarðamæringur á smásölumarkaði, væri kaupsýslumaðurinn sem sakaður er um kynferðisofbeldi og kynþáttaníð í garð starfsmanna sinna. Dagblaðið sem birti ásakanirnar hefur ekki mátt birta nafn hans vegna lögbanns. Telegraph sagði frá meintum brotum ónefnds kaupsýslumanns á þriðjudag. Hann hafi lagt starfsfólk sitt í einelti, hótað því og áreitt kynferðislega. Lögbann sem dómstóll lagði á að kröfu kaupsýslumannsins meinar blaðinu hins vegar að birta nafn mannsins og frekari upplýsingar um meint brot hans. Peter Hain, þingmaður í lávarðadeild breska þingsins, fullyrðir hins vegar að ónefndi kaupsýslumaðurinn væri Green, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Hain að honum hafi borið skylda til að upplýsa um nafn Green í ljósi alvarleika ásakananna. Green er stjórnarformaður Arcadia-hópsins, verslunarveldis sem á meðal annars verslanir eins og Topshop, Topman, Wallis, Evans, Miss Selfridge og Dorothy Perkins. Breski kaupsýslumaðurinn hefur verið félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um árabil. Um tíma stóð jafnvel til að Jón Ásgeir fjárfesti í Arcadia. Eftir bankahrunið á Íslandi var Green sagður hafa lýst yfir áhuga á að kaupa skuldir Baugs með allt að 95 prósenta afslætti af skilanefndum Kaupþings og Landsbankans eftir fall viðskiptabankanna á haustdögum 2008. Ekkert varð hins vegar af því. MeToo Tengdar fréttir Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00 Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00 Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. 26. september 2010 21:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Breskur þingmaður fullyrti í dag að Philip Green, milljarðamæringur á smásölumarkaði, væri kaupsýslumaðurinn sem sakaður er um kynferðisofbeldi og kynþáttaníð í garð starfsmanna sinna. Dagblaðið sem birti ásakanirnar hefur ekki mátt birta nafn hans vegna lögbanns. Telegraph sagði frá meintum brotum ónefnds kaupsýslumanns á þriðjudag. Hann hafi lagt starfsfólk sitt í einelti, hótað því og áreitt kynferðislega. Lögbann sem dómstóll lagði á að kröfu kaupsýslumannsins meinar blaðinu hins vegar að birta nafn mannsins og frekari upplýsingar um meint brot hans. Peter Hain, þingmaður í lávarðadeild breska þingsins, fullyrðir hins vegar að ónefndi kaupsýslumaðurinn væri Green, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Hain að honum hafi borið skylda til að upplýsa um nafn Green í ljósi alvarleika ásakananna. Green er stjórnarformaður Arcadia-hópsins, verslunarveldis sem á meðal annars verslanir eins og Topshop, Topman, Wallis, Evans, Miss Selfridge og Dorothy Perkins. Breski kaupsýslumaðurinn hefur verið félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um árabil. Um tíma stóð jafnvel til að Jón Ásgeir fjárfesti í Arcadia. Eftir bankahrunið á Íslandi var Green sagður hafa lýst yfir áhuga á að kaupa skuldir Baugs með allt að 95 prósenta afslætti af skilanefndum Kaupþings og Landsbankans eftir fall viðskiptabankanna á haustdögum 2008. Ekkert varð hins vegar af því.
MeToo Tengdar fréttir Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00 Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00 Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. 26. september 2010 21:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00
Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00
Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. 26. september 2010 21:00