Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2018 17:53 Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, ræðir við fjölmiðla eftir atkvæðagreiðslu þingsins í gær. Vísir/AP Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. Með nafnabreytingunni vonast Makedóníumenn til þess að binda enda á áratugalangar deilur milli Makedóníu og Grikklands, en Grikkir hafa haldið því fram að í nafni Makedóníu felist tilkall til landsvæðis sem liggur innan landamæra Grikklands. Þá mun Makedónía færast nær markmiði sínu um að gerast aðildarríki Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins, en Grikkir hafa hingað til hindrað allar tilraunir Makedóníumanna til inngöngu í samböndin einmitt vegna áðurnefndrar nafnadeilu. Þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt nafnabreytinguna, sem felur í sér breytingu á stjórnarskrá landsins, er enn nokkuð langt í að breytingin nái fram að ganga. Kjósa þarf nokkrum sinnum um breytinguna og var atkvæðagreiðsla þingsins sú fyrsta sem fram hefur farið um málið. Þó eru makedónskir ráðamenn nokkuð bjartsýnir um að nafnabreytingin verði að veruleika. „Í dag er sögulegur dagur fyrir landið okkar,“ sagði forsætisráðherra Makedóníu, Zoran Zaev. „Makedónía verður hluti af Evrópufjölskyldunni og draumar okkar um betra líf í betra landi verða loks að veruleika.“ Erlent Evrópusambandið Grikkland Norður-Makedónía Tengdar fréttir Náðu ekki að breyta nafninu í Norður-Makedónía Of lítil kjörsókn var í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóna um að breyta nafni ríkisins í Norður-Makedónía til að atkvæðagreiðslan teljist bindandi. 1. október 2018 07:00 Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. Með nafnabreytingunni vonast Makedóníumenn til þess að binda enda á áratugalangar deilur milli Makedóníu og Grikklands, en Grikkir hafa haldið því fram að í nafni Makedóníu felist tilkall til landsvæðis sem liggur innan landamæra Grikklands. Þá mun Makedónía færast nær markmiði sínu um að gerast aðildarríki Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins, en Grikkir hafa hingað til hindrað allar tilraunir Makedóníumanna til inngöngu í samböndin einmitt vegna áðurnefndrar nafnadeilu. Þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt nafnabreytinguna, sem felur í sér breytingu á stjórnarskrá landsins, er enn nokkuð langt í að breytingin nái fram að ganga. Kjósa þarf nokkrum sinnum um breytinguna og var atkvæðagreiðsla þingsins sú fyrsta sem fram hefur farið um málið. Þó eru makedónskir ráðamenn nokkuð bjartsýnir um að nafnabreytingin verði að veruleika. „Í dag er sögulegur dagur fyrir landið okkar,“ sagði forsætisráðherra Makedóníu, Zoran Zaev. „Makedónía verður hluti af Evrópufjölskyldunni og draumar okkar um betra líf í betra landi verða loks að veruleika.“
Erlent Evrópusambandið Grikkland Norður-Makedónía Tengdar fréttir Náðu ekki að breyta nafninu í Norður-Makedónía Of lítil kjörsókn var í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóna um að breyta nafni ríkisins í Norður-Makedónía til að atkvæðagreiðslan teljist bindandi. 1. október 2018 07:00 Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Náðu ekki að breyta nafninu í Norður-Makedónía Of lítil kjörsókn var í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóna um að breyta nafni ríkisins í Norður-Makedónía til að atkvæðagreiðslan teljist bindandi. 1. október 2018 07:00
Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56