Lög um kynjakvóta hafa borið litinn árangur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2018 19:00 Þrír af hverjum fjórum lykilstjórnendum hjá hundrað stærstu fyrirtækjum landsins eru karlar. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir að lög um kynjakvóta hafi ekki borið árangur og vill beita dagsektum á fyrirtæki sem ekki fara að lögunum.Mælaborð jafnréttismála fór í loftið á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu í dag en Deloitte tók saman tölfræði yfir kynjahlutföll stjórnenda hjá 100 stærstu fyrirtækjum landsins. 40% þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækjanna eru konur en aðeins 26% í framkvæmdastjórnum. Þá eru 19% stjórnarformanna stærstu fyrirtækjanna konur og aðeins 10% forstjóra. *Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaSé litið til fyrirtækja sem starfa á hlutabréfamarkaði er hlutfall kvenna sem sitja í stjórnum 44%, 22% í framkvæmdastjórnum og 26% stjórnarformanna eru konur. Engin kona gegnir hlutverki forstjóra hjá fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði og alls eru karlar 78% lykilstjórnenda.*Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaRakel Sveinsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu, segir tölurnar sláandi. „Fyrir árslok 2027 ætlum við að ná þeim árangri að lykilstjórnendur, sem sagt framkvæmdastjórnendur í fyrirtækjum á Íslandi, verði orðinn 40/60 að hlutfalli,“ segir Rakel. Átaksverkefnið sem Rakel vísar til kallast Jafnvægisvogin en í dag skrifuðu fulltrúar um 50 fyrirtækja undir viljayfirlýsingu um að leggja sitt af mörkum.Telur að beita þurfi dagsektum Lög um kynjakvóta tóku gildi árið 2013 en aðspurð segir Rakel þau ekki hafa borið tilætlaðan árangur. „Nei ekki sem skyldi, því miður. Vegna þess að í fyrsta lagi eru allt of mörg fyrirtæki sem fara ekki eftir þeim. Lögin kveða á um það að það eigi að vera 40% hlutfall að lágmarki með konur í stjórn, þau eru 33% í dag og hafa meira að segja lækkað aðeins, hafa lækkað um 0,6% á síðustu misserum. Það eru enn allt of mörg fyrirtæki sem eru hreinlega ekki að fara að lögum,“ segir Rakel. Hún vill að dagsektum verði beitt til að knýja þau fyrirtæki sem löggjöfin nær til til að fara að lögum og hefur FKA biðlað því til Alþingis að gripið verði til þessa úrræðis. „Það frumvarp er reyndar til umræðu á Alþingi og verður vonandi afgreitt en það er að sjálfsögðu frekar sorglegt að þurfa að leggja til sektir á atvinnulífið,“ segir Rakel. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði á COP30: „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Sjá meira
Þrír af hverjum fjórum lykilstjórnendum hjá hundrað stærstu fyrirtækjum landsins eru karlar. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir að lög um kynjakvóta hafi ekki borið árangur og vill beita dagsektum á fyrirtæki sem ekki fara að lögunum.Mælaborð jafnréttismála fór í loftið á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu í dag en Deloitte tók saman tölfræði yfir kynjahlutföll stjórnenda hjá 100 stærstu fyrirtækjum landsins. 40% þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækjanna eru konur en aðeins 26% í framkvæmdastjórnum. Þá eru 19% stjórnarformanna stærstu fyrirtækjanna konur og aðeins 10% forstjóra. *Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaSé litið til fyrirtækja sem starfa á hlutabréfamarkaði er hlutfall kvenna sem sitja í stjórnum 44%, 22% í framkvæmdastjórnum og 26% stjórnarformanna eru konur. Engin kona gegnir hlutverki forstjóra hjá fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði og alls eru karlar 78% lykilstjórnenda.*Samkvæmt tölum úr mælaborði jafnréttismála.Vísir/TótlaRakel Sveinsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu, segir tölurnar sláandi. „Fyrir árslok 2027 ætlum við að ná þeim árangri að lykilstjórnendur, sem sagt framkvæmdastjórnendur í fyrirtækjum á Íslandi, verði orðinn 40/60 að hlutfalli,“ segir Rakel. Átaksverkefnið sem Rakel vísar til kallast Jafnvægisvogin en í dag skrifuðu fulltrúar um 50 fyrirtækja undir viljayfirlýsingu um að leggja sitt af mörkum.Telur að beita þurfi dagsektum Lög um kynjakvóta tóku gildi árið 2013 en aðspurð segir Rakel þau ekki hafa borið tilætlaðan árangur. „Nei ekki sem skyldi, því miður. Vegna þess að í fyrsta lagi eru allt of mörg fyrirtæki sem fara ekki eftir þeim. Lögin kveða á um það að það eigi að vera 40% hlutfall að lágmarki með konur í stjórn, þau eru 33% í dag og hafa meira að segja lækkað aðeins, hafa lækkað um 0,6% á síðustu misserum. Það eru enn allt of mörg fyrirtæki sem eru hreinlega ekki að fara að lögum,“ segir Rakel. Hún vill að dagsektum verði beitt til að knýja þau fyrirtæki sem löggjöfin nær til til að fara að lögum og hefur FKA biðlað því til Alþingis að gripið verði til þessa úrræðis. „Það frumvarp er reyndar til umræðu á Alþingi og verður vonandi afgreitt en það er að sjálfsögðu frekar sorglegt að þurfa að leggja til sektir á atvinnulífið,“ segir Rakel.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði á COP30: „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Sjá meira