Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 21:44 Erdogan Tyrklandsforseti segir mörgum spurningum ósvarað um morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. Í greininni setur forsetinn fram nokkrar spurningar í tengslum við morðið á Khashoggi sem enn hefur ekki fengist svar við en sádi-arabíski blaðamaðurinn var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan. „Hvar eru líkamsleifar Khashoggi? Hver er „samstarfsmaðurinn“ sem Sádar segjast hafa afhent lík hans? Hver gaf skipun um að drepa þessa góðu sál? Því miður eru þetta spurningar sem yfirvöld Sádi-Arabíu hafa neitað að svara,“ skrifar forsetinn.Sjá einnig: Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Þá telur Erdogan upp það sem vitað er um málið. Að morðingjar Khashoggi séu meðal hinna 18 grunuðu sem nú eru í haldi og að þeir hafi haft ákveðnar skipanir sem sneru að því að myrða Khashoggi og koma sér síðan í burtu. Þá setur forsetinn fram þá fullyrðingu að þær skipanir hafi komið frá háttsettum aðilum innan ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. „Sumir virðast vona að þetta „vandamál“ hverfi með tíð og tíma, en við munum halda áfram að spyrja þessara spurninga sem eru geigvænlega mikilvægar í rannsókn málsins í Tyrklandi, en hafa einnig mikla þýðingu fyrir ástvini og aðstandendur Khashoggi sjálfs.Segir samband Tyrkja og Sáda „vinalegt“Þá leggur Erdogan áherslu á að þrátt fyrir að hann telji skipunina um morðið á Khashoggi hafa komið úr innsta hring ríkisstjórnar Sáda njóti ríkin tvö, Tyrkland og Sádi-Arabía, „vinsamlegra tengsla.“ „Ég trúi því ekki í eina sekúndu að Salman konungur, gæslumaður hinna heilögu moska, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Þess vegna hef ég enga ástæðu til þess að trúa því að morðið tengist á neinn hátt opinberri stefnu Sádi-Arabíu.“ Þó bætti forsetinn við að góð tengsl ríkjanna tveggja myndu ekki verða þess valdandi að Tyrkir sæu sér fært að líta fram hjá því sem hann sjálfur kallaði „þaulskipulagt morð sem átti sér stað fyrir framan nefið á okkur öllum.“ Evrópa Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. 27. október 2018 09:53 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. Í greininni setur forsetinn fram nokkrar spurningar í tengslum við morðið á Khashoggi sem enn hefur ekki fengist svar við en sádi-arabíski blaðamaðurinn var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan. „Hvar eru líkamsleifar Khashoggi? Hver er „samstarfsmaðurinn“ sem Sádar segjast hafa afhent lík hans? Hver gaf skipun um að drepa þessa góðu sál? Því miður eru þetta spurningar sem yfirvöld Sádi-Arabíu hafa neitað að svara,“ skrifar forsetinn.Sjá einnig: Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Þá telur Erdogan upp það sem vitað er um málið. Að morðingjar Khashoggi séu meðal hinna 18 grunuðu sem nú eru í haldi og að þeir hafi haft ákveðnar skipanir sem sneru að því að myrða Khashoggi og koma sér síðan í burtu. Þá setur forsetinn fram þá fullyrðingu að þær skipanir hafi komið frá háttsettum aðilum innan ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. „Sumir virðast vona að þetta „vandamál“ hverfi með tíð og tíma, en við munum halda áfram að spyrja þessara spurninga sem eru geigvænlega mikilvægar í rannsókn málsins í Tyrklandi, en hafa einnig mikla þýðingu fyrir ástvini og aðstandendur Khashoggi sjálfs.Segir samband Tyrkja og Sáda „vinalegt“Þá leggur Erdogan áherslu á að þrátt fyrir að hann telji skipunina um morðið á Khashoggi hafa komið úr innsta hring ríkisstjórnar Sáda njóti ríkin tvö, Tyrkland og Sádi-Arabía, „vinsamlegra tengsla.“ „Ég trúi því ekki í eina sekúndu að Salman konungur, gæslumaður hinna heilögu moska, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Þess vegna hef ég enga ástæðu til þess að trúa því að morðið tengist á neinn hátt opinberri stefnu Sádi-Arabíu.“ Þó bætti forsetinn við að góð tengsl ríkjanna tveggja myndu ekki verða þess valdandi að Tyrkir sæu sér fært að líta fram hjá því sem hann sjálfur kallaði „þaulskipulagt morð sem átti sér stað fyrir framan nefið á okkur öllum.“
Evrópa Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. 27. október 2018 09:53 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. 27. október 2018 09:53
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20
Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06