Pólitískar ástæður að baki handtökum á rússneskum stjórnarandstæðingi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2018 15:40 Navalní í dómsal í Strasbourg áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Vísir/EPA Mannréttindadómstóll Evrópu telur að rússnesk stjórnvöld hafi gerst sek um tilraunir til þess að kveða niður „pólitískt fjölræði“ þegar þau létu handtaka Alexei Navalní, helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu frá 2012 til 2014. Navalní var viðstaddur dómsuppkvaðninguna en upphaflega höfðu rússnesk yfirvöld meinað honum um leyfi til að yfirgefa landið. Navalní var handtekinn sjö sinnum á fyrrnefnda tímabilinu en hann skipulagði meðal annars fjöldamótmæli í Moskvu frá 2011 til 2012. Kvartaði hann undan handtökunum til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg. Kvað hann upp þann dóm í dag að pólitískar ástæður hefðu legið að baki handtökunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átjánda grein mannréttindasáttmála Evrópu kvæði á um að ekki mætti takmarka frelsi og réttindi fólks af pólitískum ástæðum. Rússar staðfestu mannréttindasáttmálann þegar þeir gengu í Evrópuráðið árið 1998. Fagnaði Navalní niðurstöðinni og sagði að ríkisstjórn Rússlands hefði verið „rústað“. Navalní hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja mótmæli í heimalandinu undanfarin ár, þar á meðal fjórum sinnum á þessu ári.Bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní einnig að bjóða sig fram til forseta fyrr á þessu ári. Vísuðu þau til dóms fyrir fjársvik sem hann hlaut. Navalní hefur sagt að það mál hafi einnig átt sér pólitískar rætur en hann hefur verið ötull gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta og spillingar í Rússlandi. Dómstóllinn dæmdi stjórnvöld í Kreml til að greiða Navalní skaðabætur og kostnað upp á 63.678 evrur, jafnvirði 8,9 milljóna íslenskra króna. Þegar Navalní var sakfelldur fyrir fjárdrátt frá ríkisreknum timburfyrirtæki árið 2013 taldi Mannréttindadómstóllinn að fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir honum hefði byggst á „gerræðislegri túlkun á lögunum“. Réttar var aftur yfir Navalní í Rússlandi í fyrra og var hann sakfelldur fyrir brotin á ný. Honum var gerð sama refsing og áður. Evrópa Rússland Tengdar fréttir Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi Alexey Navalni ætlaði sér að fara til Frakklands og fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins á máli hans gegn yfirvöldum Rússlands. 13. nóvember 2018 10:45 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu telur að rússnesk stjórnvöld hafi gerst sek um tilraunir til þess að kveða niður „pólitískt fjölræði“ þegar þau létu handtaka Alexei Navalní, helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu frá 2012 til 2014. Navalní var viðstaddur dómsuppkvaðninguna en upphaflega höfðu rússnesk yfirvöld meinað honum um leyfi til að yfirgefa landið. Navalní var handtekinn sjö sinnum á fyrrnefnda tímabilinu en hann skipulagði meðal annars fjöldamótmæli í Moskvu frá 2011 til 2012. Kvartaði hann undan handtökunum til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg. Kvað hann upp þann dóm í dag að pólitískar ástæður hefðu legið að baki handtökunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átjánda grein mannréttindasáttmála Evrópu kvæði á um að ekki mætti takmarka frelsi og réttindi fólks af pólitískum ástæðum. Rússar staðfestu mannréttindasáttmálann þegar þeir gengu í Evrópuráðið árið 1998. Fagnaði Navalní niðurstöðinni og sagði að ríkisstjórn Rússlands hefði verið „rústað“. Navalní hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja mótmæli í heimalandinu undanfarin ár, þar á meðal fjórum sinnum á þessu ári.Bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní einnig að bjóða sig fram til forseta fyrr á þessu ári. Vísuðu þau til dóms fyrir fjársvik sem hann hlaut. Navalní hefur sagt að það mál hafi einnig átt sér pólitískar rætur en hann hefur verið ötull gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta og spillingar í Rússlandi. Dómstóllinn dæmdi stjórnvöld í Kreml til að greiða Navalní skaðabætur og kostnað upp á 63.678 evrur, jafnvirði 8,9 milljóna íslenskra króna. Þegar Navalní var sakfelldur fyrir fjárdrátt frá ríkisreknum timburfyrirtæki árið 2013 taldi Mannréttindadómstóllinn að fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir honum hefði byggst á „gerræðislegri túlkun á lögunum“. Réttar var aftur yfir Navalní í Rússlandi í fyrra og var hann sakfelldur fyrir brotin á ný. Honum var gerð sama refsing og áður.
Evrópa Rússland Tengdar fréttir Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi Alexey Navalni ætlaði sér að fara til Frakklands og fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins á máli hans gegn yfirvöldum Rússlands. 13. nóvember 2018 10:45 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi Alexey Navalni ætlaði sér að fara til Frakklands og fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins á máli hans gegn yfirvöldum Rússlands. 13. nóvember 2018 10:45