Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 08:22 Slökkviliðsmaður að störfum í norðurhluta Kaliforníu þann 9. nóvember síðastliðinn. AP/Noah Berger 42 eru nú látnir af völdum Camp-eldsins sem geisar í norðurhluta Kaliforníuríkis. Eldurinn er þar með orðinn sá mannskæðasti í sögu ríkisins. Kjarreldar í Kaliforníu hafa nú samtals dregið 44 til dauða síðustu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. Camp-eldurinn hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu en yfir sjö þúsund byggingar hafa orðið eldinum að bráð. Þá hefur bærinn Paradise brunnið til grunna og um 50 þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín þar sem eldurinn geisar. Þá logar Woolsey-eldurinn enn í grennd við Los Angeles og hafa tveir týnt lífi vegna hans. 57 þúsund mannvirki eru sögð í hættu vegna eldsvoðans. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því seint í gærkvöldi að hann hefði samþykkt að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfara í Kaliforníu. Ríkisstjóri Kaliforníu, Jerry Brown, lagði fram opinbera beiðni þess efnis en yfirlýsing neyðarástands tryggir frekari aðstoð frá alríkinu vegna eldanna. „[Ég] Vildi bregðast hratt við til að lina þær ótrúlegu þjáningar sem eru í gangi. Ég er með ykkur alla leið,“ skrifaði Trump.I just approved an expedited request for a Major Disaster Declaration for the State of California. Wanted to respond quickly in order to alleviate some of the incredible suffering going on. I am with you all the way. God Bless all of the victims and families affected.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 13, 2018 Trump hefur þó kennt yfirvöldum í Kaliforníu um umfang eldanna. Hann lýsti því yfir um helgina að stjórnun á skóglendinu væri ábótavant og því hefðu eldarnir breiðst svo hratt út. Þá hefur hann hótað að stöðva fjárútlát til ríkisins í baráttu við eldana. Bandaríkin Donald Trump Skógareldar Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41 Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sjá meira
42 eru nú látnir af völdum Camp-eldsins sem geisar í norðurhluta Kaliforníuríkis. Eldurinn er þar með orðinn sá mannskæðasti í sögu ríkisins. Kjarreldar í Kaliforníu hafa nú samtals dregið 44 til dauða síðustu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. Camp-eldurinn hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu en yfir sjö þúsund byggingar hafa orðið eldinum að bráð. Þá hefur bærinn Paradise brunnið til grunna og um 50 þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín þar sem eldurinn geisar. Þá logar Woolsey-eldurinn enn í grennd við Los Angeles og hafa tveir týnt lífi vegna hans. 57 þúsund mannvirki eru sögð í hættu vegna eldsvoðans. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því seint í gærkvöldi að hann hefði samþykkt að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfara í Kaliforníu. Ríkisstjóri Kaliforníu, Jerry Brown, lagði fram opinbera beiðni þess efnis en yfirlýsing neyðarástands tryggir frekari aðstoð frá alríkinu vegna eldanna. „[Ég] Vildi bregðast hratt við til að lina þær ótrúlegu þjáningar sem eru í gangi. Ég er með ykkur alla leið,“ skrifaði Trump.I just approved an expedited request for a Major Disaster Declaration for the State of California. Wanted to respond quickly in order to alleviate some of the incredible suffering going on. I am with you all the way. God Bless all of the victims and families affected.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 13, 2018 Trump hefur þó kennt yfirvöldum í Kaliforníu um umfang eldanna. Hann lýsti því yfir um helgina að stjórnun á skóglendinu væri ábótavant og því hefðu eldarnir breiðst svo hratt út. Þá hefur hann hótað að stöðva fjárútlát til ríkisins í baráttu við eldana.
Bandaríkin Donald Trump Skógareldar Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41 Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sjá meira
Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53
„Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00
Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41
Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19