Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2018 12:33 Verið er að leita sérstaklega að upplýsingum um tvo starfsmenn bankans sakaðir eru um að hafa hjálpað skjólstæðingum sínum að þvo fé. AP/Michael Probst Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleit í skrifstofuhúsnæði Deutsce Bank í Frankfurt í dag. Það var gert vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti bankans. Verið er að leita sérstaklega að upplýsingum um tvo starfsmenn bankans sakaðir eru um að hafa hjálpað skjólstæðingum sínum að þvo fé. Rætur rannsóknarinnar má rekja til Panamaskjalanna frá Mossack Fonseca sem lekið var til fjölmiðla árið 2016. Þá tengist málið sömuleiðis peningaþvætti í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. Allt að 150 milljarðar evra sem voru þvættaðar í gegnum Danske bank runnu í gegnum þýska bankann Deutsche bank að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra danska bankans sem gerðist uppljóstrari í málinu.Sjá einnig: Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bankBBC bendir á að Deutsche Bank hafi verið refsað áður vegna peningaþvættis. Fjármálaráðuneyti Þýskalands skipaði forsvarsmönnum bankans í september að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir peningaþvætti og að fjármagn ætlað hryðjuverkasamtökum færi í gegnum bankann. Þá var sérstakur eftirlitsmaður skipaður til að fylgjast með bankanum í þrjú ár. Yfirvöld Bandaríkjanna og Bretlands sektuðu bankann í fyrra í tengslum við peningaþvætti rússneskra auðjöfra. Reuters segir virði hlutabréfa fyrirtækisins hafa lækkað eftir að fregnir bárust af húsleitunum. Tekjur Deutsche Bank hafa dregist saman að undanförnu og nýr forstjóri fyrirtækisins hefur gripið til þess ráðs að segja upp fólki og skera niður kostnað. Á þessu ári hefur virði hlutabréfa Deutsche Banka lækkað um helming. Eistland Panama-skjölin Þýskaland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleit í skrifstofuhúsnæði Deutsce Bank í Frankfurt í dag. Það var gert vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti bankans. Verið er að leita sérstaklega að upplýsingum um tvo starfsmenn bankans sakaðir eru um að hafa hjálpað skjólstæðingum sínum að þvo fé. Rætur rannsóknarinnar má rekja til Panamaskjalanna frá Mossack Fonseca sem lekið var til fjölmiðla árið 2016. Þá tengist málið sömuleiðis peningaþvætti í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. Allt að 150 milljarðar evra sem voru þvættaðar í gegnum Danske bank runnu í gegnum þýska bankann Deutsche bank að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra danska bankans sem gerðist uppljóstrari í málinu.Sjá einnig: Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bankBBC bendir á að Deutsche Bank hafi verið refsað áður vegna peningaþvættis. Fjármálaráðuneyti Þýskalands skipaði forsvarsmönnum bankans í september að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir peningaþvætti og að fjármagn ætlað hryðjuverkasamtökum færi í gegnum bankann. Þá var sérstakur eftirlitsmaður skipaður til að fylgjast með bankanum í þrjú ár. Yfirvöld Bandaríkjanna og Bretlands sektuðu bankann í fyrra í tengslum við peningaþvætti rússneskra auðjöfra. Reuters segir virði hlutabréfa fyrirtækisins hafa lækkað eftir að fregnir bárust af húsleitunum. Tekjur Deutsche Bank hafa dregist saman að undanförnu og nýr forstjóri fyrirtækisins hefur gripið til þess ráðs að segja upp fólki og skera niður kostnað. Á þessu ári hefur virði hlutabréfa Deutsche Banka lækkað um helming.
Eistland Panama-skjölin Þýskaland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira