Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 14:28 Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs. EPA/STIAN LYSBERG SOLUM Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að meint brot hafi verið framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Notfærði sér þroskaskerðingu hælisleitanda Ludvigsen er sakaður um að hafa herjað á mennina vegna bágrar stöðu þeirra sem hælisleitendur, og þá er einn þeirra jafnframt þroskaskertur. Haft er eftir lögmanni mannsins að Ludvigsen hafi notfært sér þroskaskerðingu skjólstæðings síns til að brjóta á honum kynferðislega á hótelherbergi í Ósló sumarið 2014. Þá hafi Ludvigsen einnig talið manninum trú um að sem fylkisstjóri Troms hefði hann vald til að veita honum norskan ríkisborgararétt, og enn fremur vald til að koma í veg fyrir að maðurinn öðlaðist ríkisborgararétt yfir höfuð. Brotin á hinum mönnunum tveimur eru sögð hafa átt sér stað á sex ára tímabili frá árinu 2011 fram til ársins 2017. Ludvigsen var handtekinn í janúar síðastliðnum í tengslum við viðamikla rannsókn á kynferðisbrotum embættismanna á árunum 2000-2017, en var sleppt úr haldi lögreglu mánuði síðar. „Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti“ Ludvigsen settist í helgan stein árið 2014 eftir langan og farsælan feril í stjórnmálum fyrir norska Íhaldsflokkinn. Hann gegndi embætti sjávarútvegsráðherra í fyrri ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik og var fylkisstjóri Troms frá 2006 til 2014. Hann hefur síðan setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og nefnda. Ludvigsen heimsótti Ísland árið 2012 til að kynna sér reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum í kjölfar jarðhræringa. Viðtal fréttamanns Stöðvar 2 við Ludvigsen má horfa á í í spilaranum hér að neðan.Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi. Leiðarahöfundur VG, Ander Giæver, segir í pistli á vef blaðsins í dag að um sé að ræða grófasta mál sinnar tegundar í manna minnum. Hann segir meint brot Ludvigsen viðbjóðsleg og nefnir einnig hversu vel honum tókst að vinna sér inn traust almennings á ferlinum. „Hvernig hefur fylkisstjóri aðgang að ungum hælisleitendum á þennan hátt?“ spyr Giæver. „Líklega er það mögulegt vegna þess að það er varla hægt að öðlast meira stjórnmálalegt traust í Noregi en Svein Ludvigsen hefur gert á löngum ferli í opinberu embætti. […] Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti en það sem um ræðir í þessum ásökunum.“ Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. 10. mars 2012 11:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að meint brot hafi verið framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Notfærði sér þroskaskerðingu hælisleitanda Ludvigsen er sakaður um að hafa herjað á mennina vegna bágrar stöðu þeirra sem hælisleitendur, og þá er einn þeirra jafnframt þroskaskertur. Haft er eftir lögmanni mannsins að Ludvigsen hafi notfært sér þroskaskerðingu skjólstæðings síns til að brjóta á honum kynferðislega á hótelherbergi í Ósló sumarið 2014. Þá hafi Ludvigsen einnig talið manninum trú um að sem fylkisstjóri Troms hefði hann vald til að veita honum norskan ríkisborgararétt, og enn fremur vald til að koma í veg fyrir að maðurinn öðlaðist ríkisborgararétt yfir höfuð. Brotin á hinum mönnunum tveimur eru sögð hafa átt sér stað á sex ára tímabili frá árinu 2011 fram til ársins 2017. Ludvigsen var handtekinn í janúar síðastliðnum í tengslum við viðamikla rannsókn á kynferðisbrotum embættismanna á árunum 2000-2017, en var sleppt úr haldi lögreglu mánuði síðar. „Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti“ Ludvigsen settist í helgan stein árið 2014 eftir langan og farsælan feril í stjórnmálum fyrir norska Íhaldsflokkinn. Hann gegndi embætti sjávarútvegsráðherra í fyrri ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik og var fylkisstjóri Troms frá 2006 til 2014. Hann hefur síðan setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og nefnda. Ludvigsen heimsótti Ísland árið 2012 til að kynna sér reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum í kjölfar jarðhræringa. Viðtal fréttamanns Stöðvar 2 við Ludvigsen má horfa á í í spilaranum hér að neðan.Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi. Leiðarahöfundur VG, Ander Giæver, segir í pistli á vef blaðsins í dag að um sé að ræða grófasta mál sinnar tegundar í manna minnum. Hann segir meint brot Ludvigsen viðbjóðsleg og nefnir einnig hversu vel honum tókst að vinna sér inn traust almennings á ferlinum. „Hvernig hefur fylkisstjóri aðgang að ungum hælisleitendum á þennan hátt?“ spyr Giæver. „Líklega er það mögulegt vegna þess að það er varla hægt að öðlast meira stjórnmálalegt traust í Noregi en Svein Ludvigsen hefur gert á löngum ferli í opinberu embætti. […] Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti en það sem um ræðir í þessum ásökunum.“
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. 10. mars 2012 11:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. 10. mars 2012 11:00