Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2018 07:33 Um 500 manns reyndu að komast yfir landamærin en bandarísk yfirvöld skutu táragashólkum inn í Mexíkó. Vísir/EPA Bandarískir landamæraverðir skutu táragasi að hælisleitendum handan landamæranna að Mexíkó eftir að fólkið reyndi að hlaupa yfir þau. Lokuðu þeir landamærunum tímabundið fyrir allri umferð og vöruflutningum. San Ysidro-landamærastöðin á milli San Diego í Bandaríkjunum og Tijuana í Mexíkó er sú annasamasta í vesturheimi. Bandarísk yfirvöld ákváðu að loka þeim til þess að koma í veg fyrir að hælisleitendur frá Mið-Ameríku kæmust inn í landið. Áður hafði mexíkóska lögreglan reynt að dreifa hópi hælisleitenda sem mótmælti því hversu lengi bandarísk yfirvöld væru að fara yfir umsóknir þeirra. Reuters-fréttastofan segir að mótmælin hafi verið friðsamleg. Konur og börn hafi verið á meðal þeirra sem hrópuðu „Við erum ekki glæpamenn! Við leggjum hart að okkur!“. Í kjölfarið reyndu um 500 manns að gera áhlaup á að landamærunum. Bandarísku landamæraverðirnir studdir herlögreglu og almennum lögreglumönnum brugðust við með því að skjóta táragasi yfir landamærin. Mexíkósk yfirvöld sögðust ætla að vísa fólkinu sem reyndi að brjóta sér leið yfir landamærin úr landi.Flýja fátækt og ofbeldi Tilkynnt var í gær að ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hefðu náð samkomulagi um að flóttamenn frá Mið-Ameríku sem leita hælis í Bandaríkjunum verði vistaðir sunnan landamæranna á meðan farið er yfir umsóknir þeirra. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið alið á ótta við farandlest flóttafólks frá Hondúras sem hefur farið fótgangandi norður til Bandaríkjanna undanfarnar vikur. Hann hefur meðal annars látið senda þúsundir hermanna að landamærunum og sagt flóttafólkið ógna öryggi Bandaríkjanna. „Þeir vilja að við bíðum í Mexíkó en ég er að minnsta kosti orðinn örvæntingarfullur. Litla stelpan mín er veik og ég á ekki einu sinni fyrir mjólk. Ég þoli þetta ekki lengur,“ sagði Joseph García frá Hondúras við Reuters. Fólkið er sagt flýja sára fátækt og ofbeldi í Hondúras en morðtíðnin þar í landi er ein sú hæsta á byggðu bóli.US Border Patrol agents fired tear gas at a group of migrants at a major US-Mexico border crossing in San Diego, after they rushed the border area on the Mexican side https://t.co/7TKSxRetn0 pic.twitter.com/147kyHKyJV— CNN (@CNN) November 26, 2018 Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Bandarískir landamæraverðir skutu táragasi að hælisleitendum handan landamæranna að Mexíkó eftir að fólkið reyndi að hlaupa yfir þau. Lokuðu þeir landamærunum tímabundið fyrir allri umferð og vöruflutningum. San Ysidro-landamærastöðin á milli San Diego í Bandaríkjunum og Tijuana í Mexíkó er sú annasamasta í vesturheimi. Bandarísk yfirvöld ákváðu að loka þeim til þess að koma í veg fyrir að hælisleitendur frá Mið-Ameríku kæmust inn í landið. Áður hafði mexíkóska lögreglan reynt að dreifa hópi hælisleitenda sem mótmælti því hversu lengi bandarísk yfirvöld væru að fara yfir umsóknir þeirra. Reuters-fréttastofan segir að mótmælin hafi verið friðsamleg. Konur og börn hafi verið á meðal þeirra sem hrópuðu „Við erum ekki glæpamenn! Við leggjum hart að okkur!“. Í kjölfarið reyndu um 500 manns að gera áhlaup á að landamærunum. Bandarísku landamæraverðirnir studdir herlögreglu og almennum lögreglumönnum brugðust við með því að skjóta táragasi yfir landamærin. Mexíkósk yfirvöld sögðust ætla að vísa fólkinu sem reyndi að brjóta sér leið yfir landamærin úr landi.Flýja fátækt og ofbeldi Tilkynnt var í gær að ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hefðu náð samkomulagi um að flóttamenn frá Mið-Ameríku sem leita hælis í Bandaríkjunum verði vistaðir sunnan landamæranna á meðan farið er yfir umsóknir þeirra. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið alið á ótta við farandlest flóttafólks frá Hondúras sem hefur farið fótgangandi norður til Bandaríkjanna undanfarnar vikur. Hann hefur meðal annars látið senda þúsundir hermanna að landamærunum og sagt flóttafólkið ógna öryggi Bandaríkjanna. „Þeir vilja að við bíðum í Mexíkó en ég er að minnsta kosti orðinn örvæntingarfullur. Litla stelpan mín er veik og ég á ekki einu sinni fyrir mjólk. Ég þoli þetta ekki lengur,“ sagði Joseph García frá Hondúras við Reuters. Fólkið er sagt flýja sára fátækt og ofbeldi í Hondúras en morðtíðnin þar í landi er ein sú hæsta á byggðu bóli.US Border Patrol agents fired tear gas at a group of migrants at a major US-Mexico border crossing in San Diego, after they rushed the border area on the Mexican side https://t.co/7TKSxRetn0 pic.twitter.com/147kyHKyJV— CNN (@CNN) November 26, 2018
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira