Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2018 11:00 Göngin eru hönnuð til að rúma strandferjur Hurtigruten. Nú hefur félagið gefið út að skip þess muni ekki nota göngin. Grafík/Stad Skipstunnel Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir fjórum árum þegar Norðmenn tilkynntu að þeir áformuðu að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum, við Stað í Vestur-Noregi. Til að kanna hvernig yrði að sigla í gegn var smíðaður sérstakur siglingahermir til að gefa skipstjórum færi á að reyna sig við göngin. Skipagöngin eiga að verða 1,7 kílómetra löng, 37 metrar á hæð yfir sjávarmáli, en 12 metrar undir sjávarmáli, og 36 metrar á breidd.Mynd/Stad SkipstunnelÞau eiga að gefa skipsstjórnarmönnum færi á að sleppa við einhverja hættulegustu siglingaleið heims en þar er bæði veðravíti og óvenju svæsin röst. Þau eiga að verða 1700 metra löng og nægilega víð til að strandferðaskip Hurtigruten komist þar í gegn. En í sumar kom babb í bátinn, skýrsla sem sögð var slátra þessu 38 milljarða króna verkefni, en þar var fullyrt að göngin yrðu fjárhagslegur baggi á norska ríkinu, sem þyrfti að borga með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði 370 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall bættist svo við í haust þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stórum hluta, eða um 85%, þeirra skipa sem sigla venjulega við strendur Noregs er ætlað að geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Þegar fjárlagafrumvarp norsku ríkisstjórnarinnar birtist svo í haust var búið að skrúfa fyrir frekari fjárveitingar. En þá kom Kristilegi þjóðarflokkurinn til bjargar. Hann hefur nú sett það sem eitt af skilyrðum fyrir stuðningi við hægristjórn Ernu Solberg að skipagöngin verði ekki slegin af. Niðurstaðan er að göngin fá 300 milljóna framlag á næsta ári til áframhaldandi undirbúnings en án loforðs um framkvæmdir. Jafnframt fylgir sú krafa að reynt verði að lækka kostnað við göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Norðurlönd Noregur Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir fjórum árum þegar Norðmenn tilkynntu að þeir áformuðu að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum, við Stað í Vestur-Noregi. Til að kanna hvernig yrði að sigla í gegn var smíðaður sérstakur siglingahermir til að gefa skipstjórum færi á að reyna sig við göngin. Skipagöngin eiga að verða 1,7 kílómetra löng, 37 metrar á hæð yfir sjávarmáli, en 12 metrar undir sjávarmáli, og 36 metrar á breidd.Mynd/Stad SkipstunnelÞau eiga að gefa skipsstjórnarmönnum færi á að sleppa við einhverja hættulegustu siglingaleið heims en þar er bæði veðravíti og óvenju svæsin röst. Þau eiga að verða 1700 metra löng og nægilega víð til að strandferðaskip Hurtigruten komist þar í gegn. En í sumar kom babb í bátinn, skýrsla sem sögð var slátra þessu 38 milljarða króna verkefni, en þar var fullyrt að göngin yrðu fjárhagslegur baggi á norska ríkinu, sem þyrfti að borga með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði 370 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall bættist svo við í haust þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stórum hluta, eða um 85%, þeirra skipa sem sigla venjulega við strendur Noregs er ætlað að geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Þegar fjárlagafrumvarp norsku ríkisstjórnarinnar birtist svo í haust var búið að skrúfa fyrir frekari fjárveitingar. En þá kom Kristilegi þjóðarflokkurinn til bjargar. Hann hefur nú sett það sem eitt af skilyrðum fyrir stuðningi við hægristjórn Ernu Solberg að skipagöngin verði ekki slegin af. Niðurstaðan er að göngin fá 300 milljóna framlag á næsta ári til áframhaldandi undirbúnings en án loforðs um framkvæmdir. Jafnframt fylgir sú krafa að reynt verði að lækka kostnað við göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Norðurlönd Noregur Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30
Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30