Önnur skotárásin á skömmum tíma í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2018 11:27 Árásin beindist að fólki við strætóskýli nærri bæjunum Silwad og Ofra, norður af Jerúsalem. AP/Mahmoud Illean Tveir Ísraelar hafa verið skotnir til bana og nokkrir særðir, þar af einhverjir alvarlega, á Vesturbakkanum í Ísrael. Árásin beindist að fólki við strætóskýli nærri bæjunum Silwad og Ofra, norður af Jerúsalem. Það er skammt frá stað þar sem sambærileg árás var gerð fyrr í vikunni. Her Ísrael segir að árásarmaður hafi stigið úr bíl við skýlið og skotið að hóp fólks. Bæði hermönnum og almennum borgurum. Bílnum var svo ekið á brott og miðlar á svæðinu segja hann hafa verið yfirgefinn skammt frá og að árásarmaðurinn og ökumaður bílsins hafi flúið á hlaupum. Tveir létust á staðnum og tveir eru alvarlega særðir. Á sunnudaginn skutu menn úr bíl á hóp fólks við strætóskýli sem er í um eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum í dag. Þá varð ólétt kona, sem var komin sjö mánuði á leið, fyrir skoti og dó barn hennar.Samkvæmt Times of Israel er ekki vitað með vissu hvort sami hópurinn hafi verið að verki í báðum árásunum. Hamas samtökin hafa hrósað árás dagsins en hafa ekki lýst yfir ábyrgð á henni.Talsmaður samtakanna sagði á Twitter að árásin, sem hann lýsti sem hetjulegri, hefði verið framkvæmd vegna hernáms Ísrael og að ungt fólk og menn Vesturbakkans myndu ávallt vera uppreisnarmenn á meðan á hernáminu stæði. Ísraelsmenn hafa komið fyrir vegatálmum í borginni Ramallah, sem er nærri þeim stöðum þar sem áðurnefndar árásir voru gerðar, og stendur yfir leit að árásarmönnunum. Þá hafa fregnir borist af áhlaupum og húsleitum hermanna í borginni. Mið-Austurlönd Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Tveir Ísraelar hafa verið skotnir til bana og nokkrir særðir, þar af einhverjir alvarlega, á Vesturbakkanum í Ísrael. Árásin beindist að fólki við strætóskýli nærri bæjunum Silwad og Ofra, norður af Jerúsalem. Það er skammt frá stað þar sem sambærileg árás var gerð fyrr í vikunni. Her Ísrael segir að árásarmaður hafi stigið úr bíl við skýlið og skotið að hóp fólks. Bæði hermönnum og almennum borgurum. Bílnum var svo ekið á brott og miðlar á svæðinu segja hann hafa verið yfirgefinn skammt frá og að árásarmaðurinn og ökumaður bílsins hafi flúið á hlaupum. Tveir létust á staðnum og tveir eru alvarlega særðir. Á sunnudaginn skutu menn úr bíl á hóp fólks við strætóskýli sem er í um eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum í dag. Þá varð ólétt kona, sem var komin sjö mánuði á leið, fyrir skoti og dó barn hennar.Samkvæmt Times of Israel er ekki vitað með vissu hvort sami hópurinn hafi verið að verki í báðum árásunum. Hamas samtökin hafa hrósað árás dagsins en hafa ekki lýst yfir ábyrgð á henni.Talsmaður samtakanna sagði á Twitter að árásin, sem hann lýsti sem hetjulegri, hefði verið framkvæmd vegna hernáms Ísrael og að ungt fólk og menn Vesturbakkans myndu ávallt vera uppreisnarmenn á meðan á hernáminu stæði. Ísraelsmenn hafa komið fyrir vegatálmum í borginni Ramallah, sem er nærri þeim stöðum þar sem áðurnefndar árásir voru gerðar, og stendur yfir leit að árásarmönnunum. Þá hafa fregnir borist af áhlaupum og húsleitum hermanna í borginni.
Mið-Austurlönd Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira