„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2018 07:31 Gracie Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 26 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á Millane en lík hennar fannst um helgina í kjarrlendi í vesturhluta Auckland. Millane var 22 ára Breti og hafði verið á ferðalagi um Nýja-Sjáland í um tvær vikur þegar hún hvarf. Ardern sagði að þjóðin öll skammaðist sín vegna málsins. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“Nafn hins ákærða ekki gefið upp að svo stöddu Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir morðið kom fyrir dómara í morgun. Hann fór fram á að nafnið hans yrði ekki gert opinbert en dómarinn hafnaði því. Verjandi mannsins áfrýjaði þeim úrskurði hins vegar strax og því verður nafn hans ekki gefið upp að svo stöddu. Dómarinn í málinu ávarpaði fjölskyldu Millane beint þegar maðurinn kom fyrir dóminn. „Við vonumst eftir því að réttlætið fyrir Grace verði sanngjarnt, komi fljótt og veiti ykkur að endingu einhvern frið. Ég veit ekki hvað ég get sagt við ykkur á þessari stundu, þið hljótið að vera full örvæntingar vegna sorgarinnar,“ sagði dómarinn Evangelos Thomas. Samkvæmt dómsskjölunum býr hinn ákærði í Auckland og er hann sakaður um að hafa myrt Millane einhvern tímann á milli 1. og 2. desember. Yfirvöld hafa sagt að Millane og maðurinn hafi ekki þekkst. Þá hafa yfirvöld neitað að staðfesta fregnir af því að þau hafi hist í gegnum stefnumótaforrit. Eyjaálfa Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 26 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á Millane en lík hennar fannst um helgina í kjarrlendi í vesturhluta Auckland. Millane var 22 ára Breti og hafði verið á ferðalagi um Nýja-Sjáland í um tvær vikur þegar hún hvarf. Ardern sagði að þjóðin öll skammaðist sín vegna málsins. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“Nafn hins ákærða ekki gefið upp að svo stöddu Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir morðið kom fyrir dómara í morgun. Hann fór fram á að nafnið hans yrði ekki gert opinbert en dómarinn hafnaði því. Verjandi mannsins áfrýjaði þeim úrskurði hins vegar strax og því verður nafn hans ekki gefið upp að svo stöddu. Dómarinn í málinu ávarpaði fjölskyldu Millane beint þegar maðurinn kom fyrir dóminn. „Við vonumst eftir því að réttlætið fyrir Grace verði sanngjarnt, komi fljótt og veiti ykkur að endingu einhvern frið. Ég veit ekki hvað ég get sagt við ykkur á þessari stundu, þið hljótið að vera full örvæntingar vegna sorgarinnar,“ sagði dómarinn Evangelos Thomas. Samkvæmt dómsskjölunum býr hinn ákærði í Auckland og er hann sakaður um að hafa myrt Millane einhvern tímann á milli 1. og 2. desember. Yfirvöld hafa sagt að Millane og maðurinn hafi ekki þekkst. Þá hafa yfirvöld neitað að staðfesta fregnir af því að þau hafi hist í gegnum stefnumótaforrit.
Eyjaálfa Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15