Heiðruðu minningu litla drengsins sem lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2018 23:30 Móðir Abdullah, Shaima Swileh, fékk loksins að faðma son sinn fáeinum dögum áður en hann lést. Vísir/AP Syrgjendur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum heiðruðu í dag minningu tveggja ára jemensks drengs, Abdullah Hassan, sem lést í gær á sjúkrahúsi í Oakland. Mál drengsins rataði í fjölmiðla vegna langrar og strangrar baráttu móður hans við bandarísk stjórnvöld um inngöngu í landið. Faðir Abdullah, Ali Hassan, og móðir hans, Shaima Swileh, giftu sig í Jemen árið 2016 en fluttust þaðan til Egyptalands. Ali er bandarískur ríkisborgari en Shaima er það ekki. Þegar ljóst var að Abdullah þyrfti að komast undir læknishendur í Bandaríkjunum vegna ólæknandi erfðasjúkdóms freistaði Shaima þess að sækja um vegabréfsáritun. Það gekk hins vegar ekki sökum ferðabanns Trumps Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum frá Jemen og fleiri múslimalöndum að ferðast til Bandaríkjanna. Hjónin sættust að endingu á að Ali færi með Abdullah til Kaliforníu þar sem sá síðarnefndi var lagður inn á sjúkrahús. Ástand hans versnaði stöðugt og fljótlega var útséð um að honum væri ekki hugað líf. Foreldrar hans voru orðnir vonlitlir um að Shaima kæmist til sonar síns í tæka tíð – og það hafðist ekki fyrr en samtök um tengsl Bandaríkjanna og íslam kærðu ákvörðun yfirvalda um að meina Shaimu inngöngu í landið. Hún komst loks til Bandaríkjanna rétt fyrir jól og missti því ekki af síðustu augnablikum í lífi sonar síns, sem hafði verið haldið á lífi með öndunarvél.Frá jarðarför Abdullah í Kaliforníu í dag.AP/Daisy NguyenFjöldi manns var samankominn við jarðarför Abdullah í dag. AP-fréttastofan greinir frá því að imaminn Muhammad Younus hafi stýrt bænahaldi áður en Abdullah var lagður til hinstu hvílu í nærliggjandi kirkjugarði. Ferðabann Trumps hefur verið harðlega gagnrýnt frá því að það var fyrst kynnt til sögunnar í janúar árið 2017. Bannið meinar fólki frá Jemen, Íran, Líbíu, Sómalíu, Sýrlandi, Norður-Kóreu og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna. Afar fáir hafa hingað til fengið undanþágur frá banninu líkt og Shaima. Bandaríkin Donald Trump Egyptaland Íran Jemen Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Syrgjendur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum heiðruðu í dag minningu tveggja ára jemensks drengs, Abdullah Hassan, sem lést í gær á sjúkrahúsi í Oakland. Mál drengsins rataði í fjölmiðla vegna langrar og strangrar baráttu móður hans við bandarísk stjórnvöld um inngöngu í landið. Faðir Abdullah, Ali Hassan, og móðir hans, Shaima Swileh, giftu sig í Jemen árið 2016 en fluttust þaðan til Egyptalands. Ali er bandarískur ríkisborgari en Shaima er það ekki. Þegar ljóst var að Abdullah þyrfti að komast undir læknishendur í Bandaríkjunum vegna ólæknandi erfðasjúkdóms freistaði Shaima þess að sækja um vegabréfsáritun. Það gekk hins vegar ekki sökum ferðabanns Trumps Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum frá Jemen og fleiri múslimalöndum að ferðast til Bandaríkjanna. Hjónin sættust að endingu á að Ali færi með Abdullah til Kaliforníu þar sem sá síðarnefndi var lagður inn á sjúkrahús. Ástand hans versnaði stöðugt og fljótlega var útséð um að honum væri ekki hugað líf. Foreldrar hans voru orðnir vonlitlir um að Shaima kæmist til sonar síns í tæka tíð – og það hafðist ekki fyrr en samtök um tengsl Bandaríkjanna og íslam kærðu ákvörðun yfirvalda um að meina Shaimu inngöngu í landið. Hún komst loks til Bandaríkjanna rétt fyrir jól og missti því ekki af síðustu augnablikum í lífi sonar síns, sem hafði verið haldið á lífi með öndunarvél.Frá jarðarför Abdullah í Kaliforníu í dag.AP/Daisy NguyenFjöldi manns var samankominn við jarðarför Abdullah í dag. AP-fréttastofan greinir frá því að imaminn Muhammad Younus hafi stýrt bænahaldi áður en Abdullah var lagður til hinstu hvílu í nærliggjandi kirkjugarði. Ferðabann Trumps hefur verið harðlega gagnrýnt frá því að það var fyrst kynnt til sögunnar í janúar árið 2017. Bannið meinar fólki frá Jemen, Íran, Líbíu, Sómalíu, Sýrlandi, Norður-Kóreu og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna. Afar fáir hafa hingað til fengið undanþágur frá banninu líkt og Shaima.
Bandaríkin Donald Trump Egyptaland Íran Jemen Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04
Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47