Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. desember 2018 09:00 Michiko keisaraynja og Akihito keisari í afmælisveislunni. vísir/getty Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. Keisarinn, sem fagnaði 85 ára afmæli í gær, lét þessi ummæli falla í síðustu afmælisræðu sinni en Naruhito krónprins tekur við veldinu í apríl. Keisarinn vottaði þeim fjölmörgu Japönum sem hafa slasast eða misst ástvini í náttúruhamförum sem riðið hafa yfir á árinu sömuleiðis samúð og þakkaði öllum fyrir stuðninginn í gegnum tíðina. Nærri hundrað þúsund vottuðu Japanskeisara virðingu sína í gær er hann flutti afmælisræðuna. Akihito hefur, að því er kom fram í umfjöllun BBC, varið tíma sínum í embætti að miklu leyti í að biðjast afsökunar á gjörðum Japana undir stjórn Hirohito föður hans í seinni heimsstyrjöldinni. Japanski herinn fór fram af mikilli hörku, einkum í Kína og á Kóreuskaga. Keisarinn sem slíkur hefur þó engin pólitísk völd og er staðan einungis táknræn. Þegar Akihito lætur af störfum í apríl verður hann fyrsti japanski keisarinn til þess að stíga til hliðar sjálfviljugur í nærri tvær heilar aldir. Keisarinn hefur þurft að gangast undir hjartaskurðaðgerð og meðferð vegna ristilkrabbameins. Valdatíð Akihito er kölluð Hesei-tímabilið í Japan. Segja má, þótt það sé nokkur einföldun, að Hesei þýði einfaldlega friður. Merkingin á bakvið heitið er sú að Akihito tók við að seinni heimsstyrjöld lokinni og hefur setið á keisarastólnum á friðartímum. Birtist í Fréttablaðinu Japan Kóngafólk Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. Keisarinn, sem fagnaði 85 ára afmæli í gær, lét þessi ummæli falla í síðustu afmælisræðu sinni en Naruhito krónprins tekur við veldinu í apríl. Keisarinn vottaði þeim fjölmörgu Japönum sem hafa slasast eða misst ástvini í náttúruhamförum sem riðið hafa yfir á árinu sömuleiðis samúð og þakkaði öllum fyrir stuðninginn í gegnum tíðina. Nærri hundrað þúsund vottuðu Japanskeisara virðingu sína í gær er hann flutti afmælisræðuna. Akihito hefur, að því er kom fram í umfjöllun BBC, varið tíma sínum í embætti að miklu leyti í að biðjast afsökunar á gjörðum Japana undir stjórn Hirohito föður hans í seinni heimsstyrjöldinni. Japanski herinn fór fram af mikilli hörku, einkum í Kína og á Kóreuskaga. Keisarinn sem slíkur hefur þó engin pólitísk völd og er staðan einungis táknræn. Þegar Akihito lætur af störfum í apríl verður hann fyrsti japanski keisarinn til þess að stíga til hliðar sjálfviljugur í nærri tvær heilar aldir. Keisarinn hefur þurft að gangast undir hjartaskurðaðgerð og meðferð vegna ristilkrabbameins. Valdatíð Akihito er kölluð Hesei-tímabilið í Japan. Segja má, þótt það sé nokkur einföldun, að Hesei þýði einfaldlega friður. Merkingin á bakvið heitið er sú að Akihito tók við að seinni heimsstyrjöld lokinni og hefur setið á keisarastólnum á friðartímum.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Kóngafólk Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira