Finnska lögreglan rannsakar nú meint fjársvik þingmannsins Ville Vahamaki vegna greiðslna sem hann sótti til þingsins. New York Times greinir frá..
Vahamaki, sem situr á þingi fyrir flokk Sannra Finna, hafði sótt um hærri greiðslur vegna annars heimilis sem hann kvaðst reka. Finnska dagblaðið Iltalehti greindi hins vegar frá því í júlí að þingmaðurinn hefði verið að sækja greiðslurnar vegna sánaklefa sem hann hafði ásamt öðrum þingmanni verið með á leigu. Sánaklefinn var staðsettur í kjallara íbúðarhúsnæðis í Helsinki, höfuðborgar Finnlands.
Vahamaki er því grunaður um að hafa svikið úr þinginu um 13.000 evrur sem hann hefur þó greitt til baka. Vahamaki sagði í samtali við Iltalehti í sumar að hann hafi notað sánuna til þess að þvo þvott.
Finnskir þingmenn eiga rétt á skattfrjálsum greiðslum vegna heimilis sem þeir reka fjarri heimabæ sínum eða ef þeir eru á leiguma
Sannur Finni sveik út greiðslur vegna sánabaðs
Andri Eysteinsson skrifar
