Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 11:11 Mynd af Önnu-Elisabethu Falkevik Hagen sem lögregla birti í morgun. EPA/Norska lögreglan Norska lögreglan ráðlagði fjölskyldu Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi skammt frá Ósló í lok október, að verða ekki við kröfu mannræningjanna um yfir milljarð íslenskra króna í lausnargjald. Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem norska lögreglan boðaði til vegna málsins í Ósló í dag. Fyrst var greint frá málinu í morgun en síðast sást til Falkevik Hagen þann 31. október síðastliðinn. Talið er að mannræningjar hafi ráðist á hana inni á baðherbergi inni á heimili hennar og eiginmannsins, Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Algjör leynd hafði hvílt yfir málinu þangað til í dag af ótta við að fjölmiðlaumfjöllun myndi stofna lífi Falkevik Hagen í hættu.Sjá einnig: Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið ræntFjölskyldan þarf sjálf að taka ákvörðun Tommy Brøske hjá rannsóknardeild norsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi vegna málsins í morgun að fyrir lægi milljónakrafa um lausnargjald auk alvarlegra hótana í garð Falkevik Hagen. Þá sagði hann að lögregla hafi ráðlagt fjölskyldu Falkevik Hagen að verða ekki við kröfum mannræningjanna sem hljóða upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Brøske sagði að það væri þó undir fjölskyldunni sjálfri komið hvort lausnargjaldið verði greitt. Enginn er enn grunaður um aðild að málinu og telur lögregla að einstaklingar ókunnugir Falkevik Hagen hafi verið að verki. Þá séu vísbendingar um að þeir sem standa að baki hvarfi Falkevik Hagen séu reyndir mannræningjar en Brøske gaf ekki upp hvað það væri sem gæfi það til kynna.Lögregla hefur girt af heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi.EPA/OLE BERG-RUSTENEkkert lífsmark en heldur ekki vísbendingar um morð Þá fékkst staðfest á blaðamannafundinum að lögregla hefði aðeins verið í sambandi við ræningjana í gegnum netið. Brøske vildi ekki gefa neitt uppi um hvaða samskiptaforrit var notast við og gat ekki heldur tjáð sig um það hvenær lögregla hefði heyrt í mannræningjunum síðast. Brøske sagði jafnframt að lögregla hefði ekki fengið staðfest lífsmark með Falkevik Hagen síðan hún hvarf í október. Hann lagði þó áherslu á að ekki væru heldur neinar vísbendingar um að henni hefði verið ráðinn bani Þá viti lögregla ekki hvar Falkevik Hagen er niðurkomin og ekki heldur hvort henni hafi verið haldið á sama stað síðan henni var rænt. Mannræningjarnir gætu jafnframt hafa búið sér felustað í Noregi eða farið með hana úr landi. Lögregla biðlar einnig til allra sem gætu búið yfir upplýsingum um málið að hafa samband við lögreglu. Þá er sérstaklega óskað eftir myndefni af svæðinu í kringum húsið í Fjellhammer sem tekið var upp um það leyti sem síðast sást til Falkevik Hagen. Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Norska lögreglan ráðlagði fjölskyldu Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi skammt frá Ósló í lok október, að verða ekki við kröfu mannræningjanna um yfir milljarð íslenskra króna í lausnargjald. Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem norska lögreglan boðaði til vegna málsins í Ósló í dag. Fyrst var greint frá málinu í morgun en síðast sást til Falkevik Hagen þann 31. október síðastliðinn. Talið er að mannræningjar hafi ráðist á hana inni á baðherbergi inni á heimili hennar og eiginmannsins, Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Algjör leynd hafði hvílt yfir málinu þangað til í dag af ótta við að fjölmiðlaumfjöllun myndi stofna lífi Falkevik Hagen í hættu.Sjá einnig: Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið ræntFjölskyldan þarf sjálf að taka ákvörðun Tommy Brøske hjá rannsóknardeild norsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi vegna málsins í morgun að fyrir lægi milljónakrafa um lausnargjald auk alvarlegra hótana í garð Falkevik Hagen. Þá sagði hann að lögregla hafi ráðlagt fjölskyldu Falkevik Hagen að verða ekki við kröfum mannræningjanna sem hljóða upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Brøske sagði að það væri þó undir fjölskyldunni sjálfri komið hvort lausnargjaldið verði greitt. Enginn er enn grunaður um aðild að málinu og telur lögregla að einstaklingar ókunnugir Falkevik Hagen hafi verið að verki. Þá séu vísbendingar um að þeir sem standa að baki hvarfi Falkevik Hagen séu reyndir mannræningjar en Brøske gaf ekki upp hvað það væri sem gæfi það til kynna.Lögregla hefur girt af heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi.EPA/OLE BERG-RUSTENEkkert lífsmark en heldur ekki vísbendingar um morð Þá fékkst staðfest á blaðamannafundinum að lögregla hefði aðeins verið í sambandi við ræningjana í gegnum netið. Brøske vildi ekki gefa neitt uppi um hvaða samskiptaforrit var notast við og gat ekki heldur tjáð sig um það hvenær lögregla hefði heyrt í mannræningjunum síðast. Brøske sagði jafnframt að lögregla hefði ekki fengið staðfest lífsmark með Falkevik Hagen síðan hún hvarf í október. Hann lagði þó áherslu á að ekki væru heldur neinar vísbendingar um að henni hefði verið ráðinn bani Þá viti lögregla ekki hvar Falkevik Hagen er niðurkomin og ekki heldur hvort henni hafi verið haldið á sama stað síðan henni var rænt. Mannræningjarnir gætu jafnframt hafa búið sér felustað í Noregi eða farið með hana úr landi. Lögregla biðlar einnig til allra sem gætu búið yfir upplýsingum um málið að hafa samband við lögreglu. Þá er sérstaklega óskað eftir myndefni af svæðinu í kringum húsið í Fjellhammer sem tekið var upp um það leyti sem síðast sást til Falkevik Hagen.
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52
Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02