Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2019 23:15 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Lögregla í Marokkó hefur handtekið fjórtán einstaklinga fyrir að hafa lofsamað og fagnað morðunum á tveimur norrænum konum í Atlasfjöllunum um miðjan desember. Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. Í frétt VG segir að sakborningarnir fjórtán hafi allir verið ákærðir og þá hafi einn þeirra þegar verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar eða til sektargreiðslu sem nemur um 60 þúsund íslenskum krónum. Fyrir tveimur vikum var greint frá því að lögregla í Marokkó hefði handtekið doktorsnema fyrir að hafa fagnað morðunum í færslum á samfélagsmiðlum. Þá greinir VG einnig frá því að á meðal hinna fjórtán handteknu sé ritstjóri marokkósks vefmiðils. Honum er gefið að sök að hafa deilt myndbandi, sem sýnir hrottalegt morðið á annarri konunni, inn á hópspjall með öðrum blaðamönnum og lofsamað voðaverkið.Sjá einnig: „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóSvisslendingurinn ásamt sex öðrum leiddur fyrir dómara Fjölmargir hafa verið handteknir í tengslum við morðin á konunum tveimur, Louisu Vesterager Jespersen og Maren Ueland. Þar af hafa tuttugu og tveir verið handteknir vegna gruns um aðild að hryðjuverkum í tengslum við morðin. Fjórir menn sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að konurnar fundust látnar eru sagðir höfuðpaurar í málinu. Þeim er gefið að sök að hafa myrt Ueland og Jespersen og þá eru þeir taldir hafa svarið hryðjuverkasamtökunum ISIS hollustu sína. Þá var svissneskur ríkisborgari handtekinn skömmu fyrir áramót vegna málsins en hann er sagður hafa þjálfað nokkra af þeim sem grunaðir eru um aðild að morðunum. Í tilkynningu frá lögregluyfirvöldum í Marokkó sem send var út í dag segir að sjö einstaklingar, þar á meðal áðurnefndur Svisslendingur, hafi þegar verið leiddir fyrir dómara í tengslum við hryðjuverkarannsóknina. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. 23. desember 2018 19:15 Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Lögregla í Marokkó hefur handtekið fjórtán einstaklinga fyrir að hafa lofsamað og fagnað morðunum á tveimur norrænum konum í Atlasfjöllunum um miðjan desember. Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. Í frétt VG segir að sakborningarnir fjórtán hafi allir verið ákærðir og þá hafi einn þeirra þegar verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar eða til sektargreiðslu sem nemur um 60 þúsund íslenskum krónum. Fyrir tveimur vikum var greint frá því að lögregla í Marokkó hefði handtekið doktorsnema fyrir að hafa fagnað morðunum í færslum á samfélagsmiðlum. Þá greinir VG einnig frá því að á meðal hinna fjórtán handteknu sé ritstjóri marokkósks vefmiðils. Honum er gefið að sök að hafa deilt myndbandi, sem sýnir hrottalegt morðið á annarri konunni, inn á hópspjall með öðrum blaðamönnum og lofsamað voðaverkið.Sjá einnig: „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóSvisslendingurinn ásamt sex öðrum leiddur fyrir dómara Fjölmargir hafa verið handteknir í tengslum við morðin á konunum tveimur, Louisu Vesterager Jespersen og Maren Ueland. Þar af hafa tuttugu og tveir verið handteknir vegna gruns um aðild að hryðjuverkum í tengslum við morðin. Fjórir menn sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að konurnar fundust látnar eru sagðir höfuðpaurar í málinu. Þeim er gefið að sök að hafa myrt Ueland og Jespersen og þá eru þeir taldir hafa svarið hryðjuverkasamtökunum ISIS hollustu sína. Þá var svissneskur ríkisborgari handtekinn skömmu fyrir áramót vegna málsins en hann er sagður hafa þjálfað nokkra af þeim sem grunaðir eru um aðild að morðunum. Í tilkynningu frá lögregluyfirvöldum í Marokkó sem send var út í dag segir að sjö einstaklingar, þar á meðal áðurnefndur Svisslendingur, hafi þegar verið leiddir fyrir dómara í tengslum við hryðjuverkarannsóknina.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. 23. desember 2018 19:15 Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
„Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09
Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt þær Maren Ueland og Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. 23. desember 2018 19:15
Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22