Danska þjóðin harmi slegin eftir mannskætt lestarslys Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. janúar 2019 06:30 Farþegalesin var illa farin eftir slysið sem kostaði sex farþega lífið. Vísir/EPA Sex létu lífið og á annan tug slösuðust í lestarslysi á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gærmorgun. Slysið varð þegar farþegalest á leið til Kaupmannahafnar frá Óðinsvéum mætti flutningalest fullri af dönskum bjór. Talið er brak úr tengivögnum flutningalestarinnar hafi fokið á hraðlestina í vonskuveðri sem geisað hefur í Danmörku og víðar á Norðurlöndum síðustu daga. Stórabeltisbrúin tengir Sjáland og Fjón og er eitt helsta samgöngumannvirki Danmerkur. Rannsókn á slysinu er á frumstigi en haft er eftir Bo Haaning hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að tómur tengivagn virðist hafa oltið eða fokið um koll. Hann hafi annaðhvort rekist á farþegalestina eða henni verið ekið á vagninn. Ekki liggur þó fyrir hvort tengivagninn hafi valdið slysinu eða aðrir hlutar flutningalestarinnar og ekki er vitað um ástæður þess að tengivagninn datt úr lestinni. Heyrst hafa þær gagnrýnisraddir í Danmörku eftir slysið að glapræði hafi verið að láta lestir ganga í storminum. Þessu vísa tæknistjórar Sund & Bælt, rekstraraðila brúarinnar, á bug. „Það var engin takmörkun á lestarsamgöngum vegna vinds,“ segir Kim Agerso Nielsen í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann segir að vindur hafi verið undir 21 metra á sekúndu á vesturbrúnni þegar slysið varð. Þegar vindur fer yfir 21 metra á sekúndu sé hámarkshraði lesta lækkaður niður í 80 kílómetra á klukkustund. Aðeins ef vindhraði fari yfir 25 metra á sekúndu sé brúnni lokað fyrir umferð. Veðuraðstæður gerðu björgunar- og leitarhópum erfitt fyrir á slysstað í gær. 131 farþegi var um borð í farþegalestinni og þrír starfsmenn þegar slysið varð. Danska lögreglan gat ekki upplýst um aldur eða þjóðerni hinna látnu að svo stöddu. Vitað er um að minnsta kosti eina íslenska konu um borð í lestinni en hana sakaði ekki. Flutningalestin var fulllestuð af dönskum bjór merktum Tuborg og Carlsberg. Fréttablaðið/EPADrottningin harmi slegin „Ég er slegin yfir þessu hræðilega lestarslysi á Stórabeltisbrúnni,“ segir í yfirlýsingu sem Margrét Danadrottning sendi frá sér í gær vegna slyssins. „Hugur minn og öll mín samúð fer til fjölskyldna hinna látnu og eftirlifenda.“ Fyrr um daginn hafði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tekið í sama streng og lýst harmi sínum yfir þessu voveiflegu tíðindum. „Við erum öll slegin yfir þessu slysi. Líf venjulegra Dana á leið til vinnu eða heim úr jólafríi hefur verið sett úr skorðum og er í molum,“ sagði ráðherrann. Hann kvað hug sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu og slösuðu og færði viðbragðsaðilum bestu þakkir fyrir frammistöðu þeirra við erfiðar aðstæður á brúnni í gærmorgun. „Þá þakka ég fjölmörgum kollegum mínum sem hafa sent hugheilar samúðarkveðjur og fylgjast náið með gangi mála.“ Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Norðurlönd Tengdar fréttir Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Brak úr flutningalest er sagt hafa skollið á farþegalest með þeim afleiðingum að minnsta kosti sex fórust. 2. janúar 2019 09:17 Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Sex létu lífið og á annan tug slösuðust í lestarslysi á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gærmorgun. Slysið varð þegar farþegalest á leið til Kaupmannahafnar frá Óðinsvéum mætti flutningalest fullri af dönskum bjór. Talið er brak úr tengivögnum flutningalestarinnar hafi fokið á hraðlestina í vonskuveðri sem geisað hefur í Danmörku og víðar á Norðurlöndum síðustu daga. Stórabeltisbrúin tengir Sjáland og Fjón og er eitt helsta samgöngumannvirki Danmerkur. Rannsókn á slysinu er á frumstigi en haft er eftir Bo Haaning hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að tómur tengivagn virðist hafa oltið eða fokið um koll. Hann hafi annaðhvort rekist á farþegalestina eða henni verið ekið á vagninn. Ekki liggur þó fyrir hvort tengivagninn hafi valdið slysinu eða aðrir hlutar flutningalestarinnar og ekki er vitað um ástæður þess að tengivagninn datt úr lestinni. Heyrst hafa þær gagnrýnisraddir í Danmörku eftir slysið að glapræði hafi verið að láta lestir ganga í storminum. Þessu vísa tæknistjórar Sund & Bælt, rekstraraðila brúarinnar, á bug. „Það var engin takmörkun á lestarsamgöngum vegna vinds,“ segir Kim Agerso Nielsen í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann segir að vindur hafi verið undir 21 metra á sekúndu á vesturbrúnni þegar slysið varð. Þegar vindur fer yfir 21 metra á sekúndu sé hámarkshraði lesta lækkaður niður í 80 kílómetra á klukkustund. Aðeins ef vindhraði fari yfir 25 metra á sekúndu sé brúnni lokað fyrir umferð. Veðuraðstæður gerðu björgunar- og leitarhópum erfitt fyrir á slysstað í gær. 131 farþegi var um borð í farþegalestinni og þrír starfsmenn þegar slysið varð. Danska lögreglan gat ekki upplýst um aldur eða þjóðerni hinna látnu að svo stöddu. Vitað er um að minnsta kosti eina íslenska konu um borð í lestinni en hana sakaði ekki. Flutningalestin var fulllestuð af dönskum bjór merktum Tuborg og Carlsberg. Fréttablaðið/EPADrottningin harmi slegin „Ég er slegin yfir þessu hræðilega lestarslysi á Stórabeltisbrúnni,“ segir í yfirlýsingu sem Margrét Danadrottning sendi frá sér í gær vegna slyssins. „Hugur minn og öll mín samúð fer til fjölskyldna hinna látnu og eftirlifenda.“ Fyrr um daginn hafði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tekið í sama streng og lýst harmi sínum yfir þessu voveiflegu tíðindum. „Við erum öll slegin yfir þessu slysi. Líf venjulegra Dana á leið til vinnu eða heim úr jólafríi hefur verið sett úr skorðum og er í molum,“ sagði ráðherrann. Hann kvað hug sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu og slösuðu og færði viðbragðsaðilum bestu þakkir fyrir frammistöðu þeirra við erfiðar aðstæður á brúnni í gærmorgun. „Þá þakka ég fjölmörgum kollegum mínum sem hafa sent hugheilar samúðarkveðjur og fylgjast náið með gangi mála.“
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Norðurlönd Tengdar fréttir Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Brak úr flutningalest er sagt hafa skollið á farþegalest með þeim afleiðingum að minnsta kosti sex fórust. 2. janúar 2019 09:17 Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Brak úr flutningalest er sagt hafa skollið á farþegalest með þeim afleiðingum að minnsta kosti sex fórust. 2. janúar 2019 09:17
Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47