Trump minnir Romney á flokksskírteinið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2019 18:40 Mitt Romney er nýr öldungardeildarþingmaður repúblikana í Utah. Getty/Bloomberg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur svaraði harorðri grein Mitt Romney þar sem forsetaframbjóðandinn fyrrverandi fór hörðum orðum um Trump og véfengdi siðferðisþrek Trump. Forsetinn minnti Romney á að þeir væru meðlimir í sama stjórnmálaflokki. Romney rekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki á morgun og skrifaði af því tilefni skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag þar sem hann sagði forsetatíð Trump hafa tekið djúpa dýfu síðustu mánuði. Hét hann því að gagnrýna Trump óspart, teldi hann tilefni til þess. „Nú byrjar Romney, svo snöggur til. Spurningin er, er hann Flake? Ég vona ekki. Myndi miklu frekgar vilja að Mitt einbeiti sér að öryggi landamæranna og að mörgum öðrum hlutum þar sem hann getur verið gagnlegur. Ég vann stórt, hann ekki. Hann ætti að samgleðjast öllum Repúblikönum. Vertu LIÐSmaður og SIGRAÐU,“ skrifar Trump á Twitter.Vísaði hann þar til öldungardeildarþingmannsinns Jeff Flake sem missir sæti sitt á þingi á morgun. Hefur hann verið einn af hörðustu gagnrýnendum Trump innan repúblikanaflokksins. Ákvað hann á síðasta ári að sækjast ekki eftir endurkjöri og vill Trump meina að Flake hafi neyðst til þess að hætta þar sem gagnrýni hans á forsetann hafi ekki farið vel í kjósendur flokksins í Arizona, heimaríki Flake.Romney og Trump hafa ýmist rifist eða grafið stríðsöxina á undanförnum árum. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump en virtist mildast í afstöðu sinni gagnvart Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Snæddu þeir meðal annars saman skömmu eftir kosningarnar árið 2016 og var meðal annars rætt um að Romney, sem tapaði fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, yrði utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump.Here we go with Mitt Romney, but so fast! Question will be, is he a Flake? I hope not. Would much prefer that Mitt focus on Border Security and so many other things where he can be helpful. I won big, and he didn’t. He should be happy for all Republicans. Be a TEAM player & WIN! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2019 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur svaraði harorðri grein Mitt Romney þar sem forsetaframbjóðandinn fyrrverandi fór hörðum orðum um Trump og véfengdi siðferðisþrek Trump. Forsetinn minnti Romney á að þeir væru meðlimir í sama stjórnmálaflokki. Romney rekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki á morgun og skrifaði af því tilefni skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag þar sem hann sagði forsetatíð Trump hafa tekið djúpa dýfu síðustu mánuði. Hét hann því að gagnrýna Trump óspart, teldi hann tilefni til þess. „Nú byrjar Romney, svo snöggur til. Spurningin er, er hann Flake? Ég vona ekki. Myndi miklu frekgar vilja að Mitt einbeiti sér að öryggi landamæranna og að mörgum öðrum hlutum þar sem hann getur verið gagnlegur. Ég vann stórt, hann ekki. Hann ætti að samgleðjast öllum Repúblikönum. Vertu LIÐSmaður og SIGRAÐU,“ skrifar Trump á Twitter.Vísaði hann þar til öldungardeildarþingmannsinns Jeff Flake sem missir sæti sitt á þingi á morgun. Hefur hann verið einn af hörðustu gagnrýnendum Trump innan repúblikanaflokksins. Ákvað hann á síðasta ári að sækjast ekki eftir endurkjöri og vill Trump meina að Flake hafi neyðst til þess að hætta þar sem gagnrýni hans á forsetann hafi ekki farið vel í kjósendur flokksins í Arizona, heimaríki Flake.Romney og Trump hafa ýmist rifist eða grafið stríðsöxina á undanförnum árum. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump en virtist mildast í afstöðu sinni gagnvart Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Snæddu þeir meðal annars saman skömmu eftir kosningarnar árið 2016 og var meðal annars rætt um að Romney, sem tapaði fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, yrði utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump.Here we go with Mitt Romney, but so fast! Question will be, is he a Flake? I hope not. Would much prefer that Mitt focus on Border Security and so many other things where he can be helpful. I won big, and he didn’t. He should be happy for all Republicans. Be a TEAM player & WIN! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2019
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira