Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2019 09:05 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Nágranni Hagen-hjónanna í Lørenskógi kveðst hafa séð dularfullum bíl ekið undarlega leið upp að heimili hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth Hagen var rænt úr húsinu. Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. Í dag er vika síðan fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth, 68 ára húsmóður og eiginkonu Tom Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Nágranninn frétti fyrst af málinu í fjölmiðlum, líkt og flestir Norðmenn, og minntist fljótlega skringilegs atviks sem hann varð vitni að sama dag og Anne-Elisabeth hvarf. Hann lýsir því í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG, að hann hafi séð bíl aka eftir afleggjara að húsi hjónanna á milli 8:30 og 10:30 að morgni 31. október. Nágranninn segir í samtali við VG að hann hafi verið á leiðinni í göngutúr og staðið fyrir utan dyrnar að fjölbýlishúsinu sem hann býr í þegar bílnum var ekið fram hjá. „Það er ekki óeðlilegt í sjálfu sér en vanalega stoppar maður við endann á blokkinni þar sem vegurinn endar. En í þessu tilviki hélt bíllinn áfram yfir grasið og upp á malarveginn sem liggur að húsi Hagen-hjónanna.“ Nágranninn segist halda að bíllinn hafi líklega verið silfurlitaður jepplingur. Hann segist ekki hafa séð hversu margir voru í bílnum en telur að hann hafi verið á norskum númerum. Lögreglustjórinn Tommy Brøske segir í samtali við VG að frásögn nágrannans sé afar áhugaverð. Nágranninn segist þó þegar hafa komið ábendingunni til lögreglu. Nú þegar vika er liðin frá fyrstu fregnum af mannráninu hefur lögreglu borist yfir 800 ábendingar í tengslum við málið. Gefið hefur verið út að síðast hafi heyrst til Anne-Elisabeth þegar hún ræddi við fjölskyldumeðlim í síma klukkan 9:14 að morgni 31. október. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið numin á brott einhvern tímann á milli 9:15 og 13:30, þegar Tom Hagen sneri heim úr vinnu. Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær. 11. janúar 2019 11:29 Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Nágranni Hagen-hjónanna í Lørenskógi kveðst hafa séð dularfullum bíl ekið undarlega leið upp að heimili hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth Hagen var rænt úr húsinu. Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. Í dag er vika síðan fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth, 68 ára húsmóður og eiginkonu Tom Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Nágranninn frétti fyrst af málinu í fjölmiðlum, líkt og flestir Norðmenn, og minntist fljótlega skringilegs atviks sem hann varð vitni að sama dag og Anne-Elisabeth hvarf. Hann lýsir því í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG, að hann hafi séð bíl aka eftir afleggjara að húsi hjónanna á milli 8:30 og 10:30 að morgni 31. október. Nágranninn segir í samtali við VG að hann hafi verið á leiðinni í göngutúr og staðið fyrir utan dyrnar að fjölbýlishúsinu sem hann býr í þegar bílnum var ekið fram hjá. „Það er ekki óeðlilegt í sjálfu sér en vanalega stoppar maður við endann á blokkinni þar sem vegurinn endar. En í þessu tilviki hélt bíllinn áfram yfir grasið og upp á malarveginn sem liggur að húsi Hagen-hjónanna.“ Nágranninn segist halda að bíllinn hafi líklega verið silfurlitaður jepplingur. Hann segist ekki hafa séð hversu margir voru í bílnum en telur að hann hafi verið á norskum númerum. Lögreglustjórinn Tommy Brøske segir í samtali við VG að frásögn nágrannans sé afar áhugaverð. Nágranninn segist þó þegar hafa komið ábendingunni til lögreglu. Nú þegar vika er liðin frá fyrstu fregnum af mannráninu hefur lögreglu borist yfir 800 ábendingar í tengslum við málið. Gefið hefur verið út að síðast hafi heyrst til Anne-Elisabeth þegar hún ræddi við fjölskyldumeðlim í síma klukkan 9:14 að morgni 31. október. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið numin á brott einhvern tímann á milli 9:15 og 13:30, þegar Tom Hagen sneri heim úr vinnu.
Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær. 11. janúar 2019 11:29 Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær. 11. janúar 2019 11:29
Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38
Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54