Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Sylvía Hall skrifar 15. janúar 2019 21:52 Gabbard hefur setið á þingi frá árinu 2013. Vísir/Getty Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. Gabbard tilkynnti á dögunum að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. Eftir tilkynningu Gabbard um helgina gagnrýndu margir þingmanninn fyrir störf hennar fyrir samtök föður síns sem voru mótfallin samkynja hjónaböndum og töluðu fyrir meðferð sem ætlað var að „lækna“ fólk af samkynhneigð. Gabbard, sem er þingmaður fyrir Havaí, hefur áður beðist afsökunar á afstöðu sinni og segist sjá eftir orðum sínum í garð hinsegin fólks. Hún sé þakklát þeim meðlimum hinsegin félagsins sem hafa deilt reynslu sinni með sér og gefið henni aðra sýn á málin. „Undanfarin sex ár á þingi hef ég verið svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að hjálpa til við lagasetningu sem tryggja jafnan rétt og vernd hinsegin fólks,“ segir Gabbard í yfirlýsingu til CNN. „Ég mun halda áfram að berjast fyrir jöfnum rétti allra.“Gabbard var áður varaformaður landsnefndar Demókrataflokksins. Hún afsalaði sæti sínu árið 2016 til þess að gerast opinber stuðningsmaður Bernie Sanders.Vísir/GettySegir Gabbard vera „metnaðarfullt andlegt skipsbrot“ Demókratinn Howard Dean, ríkisstjóri Vermont á árunum 1991 til 2003, tjáir sig um þessi ummæli Gabbard á Twitter-síðu sinni þar sem hann minnist þess að hafa verið á öndverðum meiði um málið. Hann segir Gabbard vera hræðilegan frambjóðanda. „Hún er ekki einu sinni Demókrati og hún er svo sannarlega ekki framsækin. Hún er metnaðarfullt andlegt skipsbrot,“ skrifar Dean á Twitter.Another reason she is an atrocious candidate. I was on the other side of this argument wearing a bulletproof vest while she was saying this. She is not even a Democrat and she certainly isn’t progressive. She is an ambitious moral shipwreck. https://t.co/b8doDPIANH — Howard Dean (@GovHowardDean) 12 January 2019 Mörg dæmi um andstöðu Gabbard hafa verið dregin upp nýlega, til að mynda ummæli hennar um „blekkingar og hatur“ í garð móður hennar þegar hún ákvað að bjóða sig fram í skólanefnd ríkisins. Þá var umsögn hennar um frumvarp um staðfesta samvist hinsegin fólks frá árinu 2004 einnig fundin þar sem hún sagði það óheiðarlegt að láta sem munur væri á staðfestri samvist og hjónaböndum. „Að láta sem það sé munur á milli staðfestrar samvistar og hjónabands er óheiðarlegt, heigulsháttur og ótrúlega mikil vanvirðing í garð fólksins á Havaí,“ sagði Gabbard í umsögn sinni. „Sem Demókratar ættum við að koma fram skoðunum fólksins, ekki fárra róttækra samkynhneigðra.“ Líkt og áður sagði segist hún hafa breytt afstöðu sinni til þessara mála og hún sjái eftir þeim. Hún baðst opinberlega afsökunar árið 2012 þegar hún bauð sig fram til Bandaríkjaþings. Hún sagði þá að hún hafi alist upp á íhaldssömu heimili sem þó fagni fjölbreyttum skoðunum. „Ég hafði skoðanir þegar ég var yngri sem ég hef ekki í dag.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. Gabbard tilkynnti á dögunum að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. Eftir tilkynningu Gabbard um helgina gagnrýndu margir þingmanninn fyrir störf hennar fyrir samtök föður síns sem voru mótfallin samkynja hjónaböndum og töluðu fyrir meðferð sem ætlað var að „lækna“ fólk af samkynhneigð. Gabbard, sem er þingmaður fyrir Havaí, hefur áður beðist afsökunar á afstöðu sinni og segist sjá eftir orðum sínum í garð hinsegin fólks. Hún sé þakklát þeim meðlimum hinsegin félagsins sem hafa deilt reynslu sinni með sér og gefið henni aðra sýn á málin. „Undanfarin sex ár á þingi hef ég verið svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að hjálpa til við lagasetningu sem tryggja jafnan rétt og vernd hinsegin fólks,“ segir Gabbard í yfirlýsingu til CNN. „Ég mun halda áfram að berjast fyrir jöfnum rétti allra.“Gabbard var áður varaformaður landsnefndar Demókrataflokksins. Hún afsalaði sæti sínu árið 2016 til þess að gerast opinber stuðningsmaður Bernie Sanders.Vísir/GettySegir Gabbard vera „metnaðarfullt andlegt skipsbrot“ Demókratinn Howard Dean, ríkisstjóri Vermont á árunum 1991 til 2003, tjáir sig um þessi ummæli Gabbard á Twitter-síðu sinni þar sem hann minnist þess að hafa verið á öndverðum meiði um málið. Hann segir Gabbard vera hræðilegan frambjóðanda. „Hún er ekki einu sinni Demókrati og hún er svo sannarlega ekki framsækin. Hún er metnaðarfullt andlegt skipsbrot,“ skrifar Dean á Twitter.Another reason she is an atrocious candidate. I was on the other side of this argument wearing a bulletproof vest while she was saying this. She is not even a Democrat and she certainly isn’t progressive. She is an ambitious moral shipwreck. https://t.co/b8doDPIANH — Howard Dean (@GovHowardDean) 12 January 2019 Mörg dæmi um andstöðu Gabbard hafa verið dregin upp nýlega, til að mynda ummæli hennar um „blekkingar og hatur“ í garð móður hennar þegar hún ákvað að bjóða sig fram í skólanefnd ríkisins. Þá var umsögn hennar um frumvarp um staðfesta samvist hinsegin fólks frá árinu 2004 einnig fundin þar sem hún sagði það óheiðarlegt að láta sem munur væri á staðfestri samvist og hjónaböndum. „Að láta sem það sé munur á milli staðfestrar samvistar og hjónabands er óheiðarlegt, heigulsháttur og ótrúlega mikil vanvirðing í garð fólksins á Havaí,“ sagði Gabbard í umsögn sinni. „Sem Demókratar ættum við að koma fram skoðunum fólksins, ekki fárra róttækra samkynhneigðra.“ Líkt og áður sagði segist hún hafa breytt afstöðu sinni til þessara mála og hún sjái eftir þeim. Hún baðst opinberlega afsökunar árið 2012 þegar hún bauð sig fram til Bandaríkjaþings. Hún sagði þá að hún hafi alist upp á íhaldssömu heimili sem þó fagni fjölbreyttum skoðunum. „Ég hafði skoðanir þegar ég var yngri sem ég hef ekki í dag.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09