Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2019 13:24 Rannsakendur gerðu húsleit í höfuðstöðvum Huawei í Póllandi og hjá samskiptafyrirtækinu Oragne Polska, sem pólski maðurinn mun hafa unnið hjá. AP/Czarek Sokolowski Yfirvöld í Póllandi hafa handtekið kínverskan starfsmann Huawei fyrir njósnir. Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. Rannsakendur gerðu húsleit í höfuðstöðvum Huawei í Póllandi og hjá samskiptafyrirtækinu Oragne Polska, sem pólski maðurinn mun hafa unnið hjá. Leyniþjónustur vestrænna ríkja eins og Bandaríkjanna hafa haldið því fram að Huawei starfi með leyniþjónustum Kína og stundi víða njósnir. Þá hefur því verið haldið fram að búnaður Huawei samskiptabúnaði innihaldi bakdyr fyrir kínverska hakkara.AFP fréttaveitan segir fjölmiðla í Póllandi hafa heimildir fyrir því að kínverski maðurinn sé einn af framkvæmdastjórum Huawei þar í landi og sá pólski hafi áður starfað hjá leyniþjónustu Póllands.Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, var handtekin í Kanada í síðasta mánuði. Til stendur að framselja hana til Bandaríkjanna vegna gruns um að hún hafi brotið gegn refsiaðgerðum gegn Íran og vegna gruns um fjársvik. Huawei hefur neitað þessum ásökunum en handtökurnar í Póllandi munu án efa ýta undir þessar deilur.Samkvæmt Reuters sagði talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hefðu menn áhyggjur af málinu og hvatti hann yfirvöld í Póllandi til þess að rannsaka málið af sanngirni. Forsvarsmenn Huawei vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu, að öðru leyti en að taka fram að fyrirtækið fylgdi lögum þeirra ríkja sem það starfaði í.Orange Polska staðfesti húsleit í höfuðstöðvum þess og sagði rannsakendur hafa lagt hald á búnað og gögn eins starfsmanns. Þá vita forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hvort að rannsóknin tengist störfum mannsins en segjast veita yfirvöldum samvinnu. Yfirvöld nokkurra vestrænna ríkja hafa tekið þá ákvörðun að neita Huawei aðkomu að uppbyggingu samskiptakerfa og innviða innan þeirra ríkja. Ríkisstjórn Noregs tilkynnti í vikunni að verið væri að skoða svipaðar aðgerðir þar í landi. Bandaríkin Kanada Kína Pólland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Yfirvöld í Póllandi hafa handtekið kínverskan starfsmann Huawei fyrir njósnir. Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. Rannsakendur gerðu húsleit í höfuðstöðvum Huawei í Póllandi og hjá samskiptafyrirtækinu Oragne Polska, sem pólski maðurinn mun hafa unnið hjá. Leyniþjónustur vestrænna ríkja eins og Bandaríkjanna hafa haldið því fram að Huawei starfi með leyniþjónustum Kína og stundi víða njósnir. Þá hefur því verið haldið fram að búnaður Huawei samskiptabúnaði innihaldi bakdyr fyrir kínverska hakkara.AFP fréttaveitan segir fjölmiðla í Póllandi hafa heimildir fyrir því að kínverski maðurinn sé einn af framkvæmdastjórum Huawei þar í landi og sá pólski hafi áður starfað hjá leyniþjónustu Póllands.Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, var handtekin í Kanada í síðasta mánuði. Til stendur að framselja hana til Bandaríkjanna vegna gruns um að hún hafi brotið gegn refsiaðgerðum gegn Íran og vegna gruns um fjársvik. Huawei hefur neitað þessum ásökunum en handtökurnar í Póllandi munu án efa ýta undir þessar deilur.Samkvæmt Reuters sagði talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hefðu menn áhyggjur af málinu og hvatti hann yfirvöld í Póllandi til þess að rannsaka málið af sanngirni. Forsvarsmenn Huawei vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu, að öðru leyti en að taka fram að fyrirtækið fylgdi lögum þeirra ríkja sem það starfaði í.Orange Polska staðfesti húsleit í höfuðstöðvum þess og sagði rannsakendur hafa lagt hald á búnað og gögn eins starfsmanns. Þá vita forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hvort að rannsóknin tengist störfum mannsins en segjast veita yfirvöldum samvinnu. Yfirvöld nokkurra vestrænna ríkja hafa tekið þá ákvörðun að neita Huawei aðkomu að uppbyggingu samskiptakerfa og innviða innan þeirra ríkja. Ríkisstjórn Noregs tilkynnti í vikunni að verið væri að skoða svipaðar aðgerðir þar í landi.
Bandaríkin Kanada Kína Pólland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira