Sanders biðst afsökunar á áreitni gegn konum innan framboðsins Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2019 08:47 Hillary Clinton og Bernie Sanders öttu kappi í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2016. Vísir/Getty Ásakanir kvenna sem störfuðu fyrir forsetaframboð Bernie Sanders í Bandaríkjunum árið 2016 um kynferðislega áreitni og slæleg viðbrögð framboðsins við henni hafa fengið öldungadeildarþingmanninn til þess að biðja þær afsökunar. Sanders hefur enn ekki tekið af skarið um hvort hann býður sig fram aftur árið 2020. New York Times hefur fjallað um ásakanir kvenna um að háttsettir karlar innan framboðsins hafi áreitt þær eða hegðað sér á óviðeigandi hátt á meðan á forsetaframboði Sanders stóð. Sumar þeirra hafa lýst menningu kynferðislegrar áreitni þar. Politico sagði frá því í vikunni að aðstoðarstjórnandi framboðsins hafi kysst ungan undirmann sinn nauðugan árið 2016. „Til kvennanna í framboðinu okkar sem voru áreittar eða sem komið var illa fram við, þakka ykkur fyrir, frá hjartarótunum mínu, að segja frá. Ég biðst fyrirgefningar,“ tísti Sanders í gær. Upphafleg viðbrögð Sanders við ásökunum kvennanna voru ekki eins skýr. Hann var gagnrýndur fyrir að segjast hafa verið „aðeins of upptekinn að fara um landið og tala máli forsetaframboðsins“ og hafa ekki vitað af ásökununum. To the women on my 2016 campaign who were harassed or mistreated, thank you, from the bottom of my heart, for speaking out. I apologize. We can't just talk about ending sexism and discrimination. It must be a reality in our daily lives. That was clearly not the case in 2016. pic.twitter.com/eJtCAGjHZu— Bernie Sanders (@BernieSanders) January 10, 2019 Bandaríkin MeToo Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Ásakanir kvenna sem störfuðu fyrir forsetaframboð Bernie Sanders í Bandaríkjunum árið 2016 um kynferðislega áreitni og slæleg viðbrögð framboðsins við henni hafa fengið öldungadeildarþingmanninn til þess að biðja þær afsökunar. Sanders hefur enn ekki tekið af skarið um hvort hann býður sig fram aftur árið 2020. New York Times hefur fjallað um ásakanir kvenna um að háttsettir karlar innan framboðsins hafi áreitt þær eða hegðað sér á óviðeigandi hátt á meðan á forsetaframboði Sanders stóð. Sumar þeirra hafa lýst menningu kynferðislegrar áreitni þar. Politico sagði frá því í vikunni að aðstoðarstjórnandi framboðsins hafi kysst ungan undirmann sinn nauðugan árið 2016. „Til kvennanna í framboðinu okkar sem voru áreittar eða sem komið var illa fram við, þakka ykkur fyrir, frá hjartarótunum mínu, að segja frá. Ég biðst fyrirgefningar,“ tísti Sanders í gær. Upphafleg viðbrögð Sanders við ásökunum kvennanna voru ekki eins skýr. Hann var gagnrýndur fyrir að segjast hafa verið „aðeins of upptekinn að fara um landið og tala máli forsetaframboðsins“ og hafa ekki vitað af ásökununum. To the women on my 2016 campaign who were harassed or mistreated, thank you, from the bottom of my heart, for speaking out. I apologize. We can't just talk about ending sexism and discrimination. It must be a reality in our daily lives. That was clearly not the case in 2016. pic.twitter.com/eJtCAGjHZu— Bernie Sanders (@BernieSanders) January 10, 2019
Bandaríkin MeToo Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira