Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2019 11:38 Skjáskot úr öðru myndbandinu sem norska lögreglan birti í dag. Skjáskot/VG Lögregla í Noregi óskar eftir að ná tali af nokkrum einstaklingum sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagen daginn sem eiginkona hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf.Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Lögregla birti í dag tvö myndbönd sem tekin eru upp á öryggismyndavél fyrir utan skrifstofu Hagen í svokallaðri Futurum-byggingu í Ósló. Í öðru myndbandinu má sjá manneskju á gangi fyrir utan vinnustaðinn klukkan 07:36 að morgni 31. október síðastliðins, daginn sem Falkevik Hagen var rænt af heimili hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi. Viðkomandi fer í hvarf á bak við tré í skamma stund en gengur svo sömu leið til baka. Hitt myndbandið hefst um 24 mínútum síðar en á því sést önnur manneskja ganga sömu leið og sú fyrri. Hjólreiðamaður tekur fram úr einstaklingnum og óskar lögregla eftir því að allir þrír gefi sig fram. Hafa þeir allir stöðu vitnis í málinu, að sögn lögreglu. „Þetta er aðallega til þess að komast að því hverjir þetta eru og hvort þeir búi yfir einhverjum upplýsingum,“ sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mögulega fylgst með fjölskyldunni í aðdraganda mannránsins Aðspurður gat hann ekki útilokað að um væri að ræða einstaklinga sem vaktað hefðu vinnustað Hagen á meðan mannræningjarnir athöfnuðu sig á heimili hans og Falkevik-Hagen. „Það eru nægar grunsemdir fyrir hendi til að við gefum það út. Í svona málum getum við ekki útilokað að fylgst hafi verið með fjölskyldumeðlimum og vinnustöðum,“ sagði Brøske. Þá staðfesti hann að skilaboð frá ræningjunum, sem m.a. sneru að hótunum í garð Falkevik Hagen, hefðu fundist á heimili hjónanna. Lögregla hefur verið í samskiptum við ræningjana í gegnum netið en þeir krefjast yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt í lausnargjald. Yfir hundrað ábendingar hafa nú borist lögreglu vegna málsins síðan fyrst var greint frá hvarfi Falkevik-Hagen í gærmorgun. Enn er þó enginn grunaður um aðild að mannráninu. Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lögregla í Noregi óskar eftir að ná tali af nokkrum einstaklingum sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagen daginn sem eiginkona hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf.Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Lögregla birti í dag tvö myndbönd sem tekin eru upp á öryggismyndavél fyrir utan skrifstofu Hagen í svokallaðri Futurum-byggingu í Ósló. Í öðru myndbandinu má sjá manneskju á gangi fyrir utan vinnustaðinn klukkan 07:36 að morgni 31. október síðastliðins, daginn sem Falkevik Hagen var rænt af heimili hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi. Viðkomandi fer í hvarf á bak við tré í skamma stund en gengur svo sömu leið til baka. Hitt myndbandið hefst um 24 mínútum síðar en á því sést önnur manneskja ganga sömu leið og sú fyrri. Hjólreiðamaður tekur fram úr einstaklingnum og óskar lögregla eftir því að allir þrír gefi sig fram. Hafa þeir allir stöðu vitnis í málinu, að sögn lögreglu. „Þetta er aðallega til þess að komast að því hverjir þetta eru og hvort þeir búi yfir einhverjum upplýsingum,“ sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mögulega fylgst með fjölskyldunni í aðdraganda mannránsins Aðspurður gat hann ekki útilokað að um væri að ræða einstaklinga sem vaktað hefðu vinnustað Hagen á meðan mannræningjarnir athöfnuðu sig á heimili hans og Falkevik-Hagen. „Það eru nægar grunsemdir fyrir hendi til að við gefum það út. Í svona málum getum við ekki útilokað að fylgst hafi verið með fjölskyldumeðlimum og vinnustöðum,“ sagði Brøske. Þá staðfesti hann að skilaboð frá ræningjunum, sem m.a. sneru að hótunum í garð Falkevik Hagen, hefðu fundist á heimili hjónanna. Lögregla hefur verið í samskiptum við ræningjana í gegnum netið en þeir krefjast yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt í lausnargjald. Yfir hundrað ábendingar hafa nú borist lögreglu vegna málsins síðan fyrst var greint frá hvarfi Falkevik-Hagen í gærmorgun. Enn er þó enginn grunaður um aðild að mannráninu.
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12
Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11