Fjöldi látinna kominn í 107 Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2019 11:19 Slysið varð í bænum Tlahuelilpan í Hidalgo-ríki. AP Tala látinna eftir að bensínleiðsla sprakk í Mexíkó fyrir viku er nú komin í 107. Frá þessu greinir talsmaður Mexíkóstjórnar. Fjörutíu manns eru enn á sjúkrahúsi og er ástand margra þeirra sagt alvarlegt. Búið var að bora gat í leiðsluna í bænum Tlahuelilpan í Hidalgo-ríki og höfðu mörg hundruð flykkst á staðinn til að ná sér í bensín. Aðstandendur látinna hafa kennt ríkisstjórn landsins um slysið, að ekki hafi verið nægilega mikið gert til að koma í veg fyrir bensínstuldi sem þarna var. Eldsneytisskortur ríkir víða í landinu.„Huachicol“ Stolið bensín gengur undir nafninu „huachicol“ og er vanalega selt á hálfu markaðsverði. Olíuþjófnaður er alvarlegt vandamál í Mexíkó og er talið að hann hafi til dæmis kostað mexíkóska ríkið yfir þrjá milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári. Í fyrri frétt Vísis var sagt frá því að sjónarvottar sem komust lífs af hafi sagt að í fyrstu hafi lekinn við gatið á leiðslunni verið lítill. Hægt hafi verið að fylla eina og eina fötu í einu þannig að biðröð myndaðist. Svo virðist sem að einhver í biðröðinni hafi hins vegar rekið steypujárn í gatið í þeim tilgangi að stækka það. Við það flæddi olía út um allt og voru nærstaddir allir þaktir olíu. Skömmu síðar hafi sprengingin orðið, en ekki er vitað hvað olli henni. Mexíkó Tengdar fréttir 66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31 Segja fólk næst leiðslunni hafa verið löðrandi í olíu áður en hún sprakk Tala þeirra sem létust í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu 21. janúar 2019 10:34 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tala látinna eftir að bensínleiðsla sprakk í Mexíkó fyrir viku er nú komin í 107. Frá þessu greinir talsmaður Mexíkóstjórnar. Fjörutíu manns eru enn á sjúkrahúsi og er ástand margra þeirra sagt alvarlegt. Búið var að bora gat í leiðsluna í bænum Tlahuelilpan í Hidalgo-ríki og höfðu mörg hundruð flykkst á staðinn til að ná sér í bensín. Aðstandendur látinna hafa kennt ríkisstjórn landsins um slysið, að ekki hafi verið nægilega mikið gert til að koma í veg fyrir bensínstuldi sem þarna var. Eldsneytisskortur ríkir víða í landinu.„Huachicol“ Stolið bensín gengur undir nafninu „huachicol“ og er vanalega selt á hálfu markaðsverði. Olíuþjófnaður er alvarlegt vandamál í Mexíkó og er talið að hann hafi til dæmis kostað mexíkóska ríkið yfir þrjá milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári. Í fyrri frétt Vísis var sagt frá því að sjónarvottar sem komust lífs af hafi sagt að í fyrstu hafi lekinn við gatið á leiðslunni verið lítill. Hægt hafi verið að fylla eina og eina fötu í einu þannig að biðröð myndaðist. Svo virðist sem að einhver í biðröðinni hafi hins vegar rekið steypujárn í gatið í þeim tilgangi að stækka það. Við það flæddi olía út um allt og voru nærstaddir allir þaktir olíu. Skömmu síðar hafi sprengingin orðið, en ekki er vitað hvað olli henni.
Mexíkó Tengdar fréttir 66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31 Segja fólk næst leiðslunni hafa verið löðrandi í olíu áður en hún sprakk Tala þeirra sem létust í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu 21. janúar 2019 10:34 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31
Segja fólk næst leiðslunni hafa verið löðrandi í olíu áður en hún sprakk Tala þeirra sem létust í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu 21. janúar 2019 10:34