Pete Buttigieg sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2019 11:33 Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana. AP/Nam Y. Huh Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. Þetta tilkynnti Buttigieg, sem er 36 ára gamall, á Twitter í morgun. Hann var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Á vefsvæði sínu stærir Buttigieg sig af því að Washington Post hafi eitt sinn nefnt hann „áhugaverðasta borgarstjóra sem þú hefur aldrei heyrt um“ og því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, kallaði hann eitt sinn einn af vonarstjörnum Demókrataflokksins.Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Nái hann að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, sem þykir ólíklegt að svo stöddu, verður hann fyrsti samkynhneigði maðurinn til að fá tilnefningu annars stóru flokkanna.Buttigieg bauð sig fram til embættis formanns framkvæmdastjórnar Demókrataflokksins árið 2017. Hann dró framboð sitt þó til baka þegar ljóst varð að hann myndi ekki vera kjörinn til starfsins. Hann tilkynnti svo í síðasta mánuði að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem borgarstjóra. Í myndbandi sem hann birti með tilkynningu sinni segir Buttigieg að Bandaríkin þurfi á nýju upphafi að halda.I launched a presidential exploratory committee because it is a season for boldness and it is time to focus on the future. Are you ready to walk away from the politics of the past? Join the team at https://t.co/Xlqn10brgH. pic.twitter.com/K6aeOeVrO7 — Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) January 23, 2019 Enn sem komið er hafa nokkrir opinberað að þeir ætli að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins en vitað er til þess að fjölmargir eru að íhuga framboð. Meðal þeirra sem hafa og búist er við að muni bjóða sig fram eru þekktari aðilar sem njóta meiri stuðnings en Buttigieg. Öll eru þau einnig eldri en hann. Í myndbandinu hér að ofan segir Buttigieg þó að hann tilheyri kynslóð sem sé að stíga fram í sviðsljósið. „Við erum kynslóðin sem höfum lifað í gegnum skotárásir í skólum, sem hafa barist í stríðum í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana og við erum kynslóðin sem munum vera fyrst til að þéna minna en foreldrar okkar ef við grípum ekki til einhverra breytinga. Við getum ekki bara pússað kerfi sem er svo bilað.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Öldungadeildarþingmaðurinn frá New York er á meðal einörðustu andstæðinga Trump forseta úr röðum Demókrataflokksins. 16. janúar 2019 13:27 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. Þetta tilkynnti Buttigieg, sem er 36 ára gamall, á Twitter í morgun. Hann var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Á vefsvæði sínu stærir Buttigieg sig af því að Washington Post hafi eitt sinn nefnt hann „áhugaverðasta borgarstjóra sem þú hefur aldrei heyrt um“ og því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, kallaði hann eitt sinn einn af vonarstjörnum Demókrataflokksins.Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Nái hann að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, sem þykir ólíklegt að svo stöddu, verður hann fyrsti samkynhneigði maðurinn til að fá tilnefningu annars stóru flokkanna.Buttigieg bauð sig fram til embættis formanns framkvæmdastjórnar Demókrataflokksins árið 2017. Hann dró framboð sitt þó til baka þegar ljóst varð að hann myndi ekki vera kjörinn til starfsins. Hann tilkynnti svo í síðasta mánuði að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem borgarstjóra. Í myndbandi sem hann birti með tilkynningu sinni segir Buttigieg að Bandaríkin þurfi á nýju upphafi að halda.I launched a presidential exploratory committee because it is a season for boldness and it is time to focus on the future. Are you ready to walk away from the politics of the past? Join the team at https://t.co/Xlqn10brgH. pic.twitter.com/K6aeOeVrO7 — Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) January 23, 2019 Enn sem komið er hafa nokkrir opinberað að þeir ætli að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins en vitað er til þess að fjölmargir eru að íhuga framboð. Meðal þeirra sem hafa og búist er við að muni bjóða sig fram eru þekktari aðilar sem njóta meiri stuðnings en Buttigieg. Öll eru þau einnig eldri en hann. Í myndbandinu hér að ofan segir Buttigieg þó að hann tilheyri kynslóð sem sé að stíga fram í sviðsljósið. „Við erum kynslóðin sem höfum lifað í gegnum skotárásir í skólum, sem hafa barist í stríðum í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana og við erum kynslóðin sem munum vera fyrst til að þéna minna en foreldrar okkar ef við grípum ekki til einhverra breytinga. Við getum ekki bara pússað kerfi sem er svo bilað.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Öldungadeildarþingmaðurinn frá New York er á meðal einörðustu andstæðinga Trump forseta úr röðum Demókrataflokksins. 16. janúar 2019 13:27 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09
Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02
Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Öldungadeildarþingmaðurinn frá New York er á meðal einörðustu andstæðinga Trump forseta úr röðum Demókrataflokksins. 16. janúar 2019 13:27