Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2019 15:58 Hvuttarnir sem voru komnir til að keppa í Willow fara ekki langt í ár. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Á sama tíma og gríðarlegar frosthörkur ganga yfir miðvesturríki Bandaríkjanna hefur þurft að aflýsa árlegri hundasleðakeppni í Alaska vegna rigningar. Hitinn hefur verið yfir frostmarki þar undanfarið og aflýsa hefur þurft fleiri hundasleðakeppnum vegna aðstæðna í vetur. Frostið í Chicago í Bandaríkjunum hefur mælst um -30°C síðasta sólahringinn og með vindkælingu hefur hitinn farið niður í -56°C á sumum stöðum í miðvesturríkjunum. Kuldakastið hefur haft miklar raskanir í för með sér, flug og almenningssamgöngur hafa lamast og að minnsta kosti átta eru taldir hafa látist af völdum aðstæðna. Sama er þó ekki uppi á teningnum á norðvesturhjara Norður-Ameríku þar sem óvenjuhlýtt hefur verið í veðri. Það hefur skapað vandræði fyrir hundasleðakeppendur í Alaska. Þannig segir Anchorage Daily News frá því að blása hafi þurft af Willow 300-hundasleðakeppnina sem átti að hefjast í bænum Willow í morgun. Þrjátíu og fjórir keppendur voru skráðir til leiks en um undankeppni er að ræða fyrir aðra stærri þúsund mílna hundasleðakeppni. Keppnishaldarar segja að rigning og slæmar aðstæður á leiðinni hafi leitt til þess að þeir þurftu að aflýsa henni. Hluti leiðarinnar lá undir standandi vatni eftir viðvarandi hlýindi undanfarið. Starfsmenn höfðu lagað þau svæði en rigning í byrjun vikunnar batt enda á vonir skipuleggjenda um að hægt væri að halda keppnina. Fleiri keppnir hafa orðið veðuraðstæðum í Alaska að bráð í vetur. Einni var nýlega frestað og leiðir tveggja fyrirhugaðra keppna hafa verið styttar vegna snjóleysis og slæmra aðstæðna.Heimskautaloft sem streymir suður Kuldabolinn sem herjar á miðvesturríkin er af völdum heimskautalofts sem yfirleitt er haldið í skefjum af skotvindum yfir norðurskautinu. Þegar skotvindarnir veikjast getur kalt loft frá pólsvæðunum skriðið suður á bóginn en hlýtt loft á móti leitað norður. Þannig hefur hitinn annars staðar á norðurhveli víða verið vel yfir meðaltali á sama tíma og kuldamet gætu fallið í hluta Norður-Ameríku. Kenningar hafa jafnvel verið uppi um að hnattræn hlýnun gætu stuðlað að veikingu skotvindanna sem halda heimskautaloftinu í skorðum. Kuldaskot af þessu tagi gætu þannig jafnvel orðið tíðari eftir því sem hnattræn hlýnun færist í aukana á næstu árum og áratugum. „Heimurinn (og norðurhvelið) er enn óvenjuhlýr, hnattræn hlýnun er ekki skyndilega horfin!“ tísti Stefan Rahmstorf, prófessor í hafeðlisfræði við Potsdam-háskóla, og vísaði til háðsorða Donalds Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að kuldakastið sýndi á einhvern hátt fram á að hnattræn hlýnun ætti sér ekki stað.Wow! That is quite a cold anomaly over North America now: 20 °C too cold for the season! A big blob of Arctic air has gone astray and wandered off the pole. Note to Trump: the world (and Northern Hemisphere) is still anomalously warm, global warming has not suddenly gone missing! pic.twitter.com/gqZQmhW9nK— Stefan Rahmstorf (@rahmstorf) January 30, 2019 Bandaríkin Loftslagsmál Norður-Ameríka Tengdar fréttir Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Með vindkælingu hefur frostið á sumum stöðum farið niður í -56°C. 31. janúar 2019 11:08 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt. 31. janúar 2019 13:45 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Á sama tíma og gríðarlegar frosthörkur ganga yfir miðvesturríki Bandaríkjanna hefur þurft að aflýsa árlegri hundasleðakeppni í Alaska vegna rigningar. Hitinn hefur verið yfir frostmarki þar undanfarið og aflýsa hefur þurft fleiri hundasleðakeppnum vegna aðstæðna í vetur. Frostið í Chicago í Bandaríkjunum hefur mælst um -30°C síðasta sólahringinn og með vindkælingu hefur hitinn farið niður í -56°C á sumum stöðum í miðvesturríkjunum. Kuldakastið hefur haft miklar raskanir í för með sér, flug og almenningssamgöngur hafa lamast og að minnsta kosti átta eru taldir hafa látist af völdum aðstæðna. Sama er þó ekki uppi á teningnum á norðvesturhjara Norður-Ameríku þar sem óvenjuhlýtt hefur verið í veðri. Það hefur skapað vandræði fyrir hundasleðakeppendur í Alaska. Þannig segir Anchorage Daily News frá því að blása hafi þurft af Willow 300-hundasleðakeppnina sem átti að hefjast í bænum Willow í morgun. Þrjátíu og fjórir keppendur voru skráðir til leiks en um undankeppni er að ræða fyrir aðra stærri þúsund mílna hundasleðakeppni. Keppnishaldarar segja að rigning og slæmar aðstæður á leiðinni hafi leitt til þess að þeir þurftu að aflýsa henni. Hluti leiðarinnar lá undir standandi vatni eftir viðvarandi hlýindi undanfarið. Starfsmenn höfðu lagað þau svæði en rigning í byrjun vikunnar batt enda á vonir skipuleggjenda um að hægt væri að halda keppnina. Fleiri keppnir hafa orðið veðuraðstæðum í Alaska að bráð í vetur. Einni var nýlega frestað og leiðir tveggja fyrirhugaðra keppna hafa verið styttar vegna snjóleysis og slæmra aðstæðna.Heimskautaloft sem streymir suður Kuldabolinn sem herjar á miðvesturríkin er af völdum heimskautalofts sem yfirleitt er haldið í skefjum af skotvindum yfir norðurskautinu. Þegar skotvindarnir veikjast getur kalt loft frá pólsvæðunum skriðið suður á bóginn en hlýtt loft á móti leitað norður. Þannig hefur hitinn annars staðar á norðurhveli víða verið vel yfir meðaltali á sama tíma og kuldamet gætu fallið í hluta Norður-Ameríku. Kenningar hafa jafnvel verið uppi um að hnattræn hlýnun gætu stuðlað að veikingu skotvindanna sem halda heimskautaloftinu í skorðum. Kuldaskot af þessu tagi gætu þannig jafnvel orðið tíðari eftir því sem hnattræn hlýnun færist í aukana á næstu árum og áratugum. „Heimurinn (og norðurhvelið) er enn óvenjuhlýr, hnattræn hlýnun er ekki skyndilega horfin!“ tísti Stefan Rahmstorf, prófessor í hafeðlisfræði við Potsdam-háskóla, og vísaði til háðsorða Donalds Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að kuldakastið sýndi á einhvern hátt fram á að hnattræn hlýnun ætti sér ekki stað.Wow! That is quite a cold anomaly over North America now: 20 °C too cold for the season! A big blob of Arctic air has gone astray and wandered off the pole. Note to Trump: the world (and Northern Hemisphere) is still anomalously warm, global warming has not suddenly gone missing! pic.twitter.com/gqZQmhW9nK— Stefan Rahmstorf (@rahmstorf) January 30, 2019
Bandaríkin Loftslagsmál Norður-Ameríka Tengdar fréttir Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Með vindkælingu hefur frostið á sumum stöðum farið niður í -56°C. 31. janúar 2019 11:08 Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt. 31. janúar 2019 13:45 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Átta látnir af völdum kuldabolans í Bandaríkjunum Með vindkælingu hefur frostið á sumum stöðum farið niður í -56°C. 31. janúar 2019 11:08
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt. 31. janúar 2019 13:45