Þrýstingurinn eykst á vararíkisstjóra Virginíu eftir ásakanir um kynferðisbrot Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2019 23:06 Justin Fairfax(v) ásamt ríkisstjóranum Ralph Northam á góðri stund. Í dag eru þeir báðir í erfiðri stöðu. Mikill fjöldi demókrata hafa undanfarna daga kallað eftir afsögn vara-ríkisstjóra Virginíuríkis vegna ásakana um kynferðisbrot. Tvær konur, Vanessa Tyson og Meredith Watson, hafa stigið fram og lýst kynnum sínum af vara-ríkisstjóranum Justin Fairfax. BBC greinir frá.Tyson steig fyrst fram og lýsti atburðum sem áttu sér stað á flokksþingi demókrata í Boston árið 2004. Tyson segir Fairfax hafa neytt hana til að veita sér munnmök á hótelherbergi sínu.Watson segir sína sögu vera eins og sögu Tyson. Watson segist hafa þekkt Fairfax á námsárum þeirra í Duke-háskólanum en þau hafi aldrei átt í sambandi. Að sögn lögfræðings Watson hafa skólafélagar þeirra gefið skýrslu og lýst því þegar Watson kom grátandi til þeirra árið 2000 og sagði Fairfax hafa nauðgað sér.Watson sækist ekki eftir bótum og segir það borgaralega skyldu sína að stíga fram, segist hún enn fremur vona að Fairfax segi af sér.Segir herferðina gegn sér augljósa Vara-ríkisstjórinn Justin Fairfax hefur svarað ásökununum og segir þær vera uppspuna. Fairfax segir að atburðurinn sem Vanessa Tyson talar um hafi verið „100% með hennar samþykki.“Fairfax segir ekki ætla að segja af sér vegna málsins og segir að augljóslega sé um að ræða herferð gegn sér. Hefur hann óskað eftir því að málin verði rannsökuð að fullu til að hægt sé að hreinsa nafn hans. Í yfirlýsingu minnti Fairfax fjölmiðla á að hann hafi gengið í gegnum tvær ítarlegar bakgrunnsskoðanir og háð tvær harðar kosningabaráttur og ekkert hafi komið upp. Konurnar tvær, Vanessa Tyson og Meredith Watson, hafa hlotið stuðning víða í demókrataflokknum, núverandi og fyrrverandi þingmenn, fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu og forsetaframbjóðendur flokksins hafa hvatt Fairfax til að segja af sér. Einnig hafa allir þingmenn demókrata frá Virginíu gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem Fairfax er hvattur til uppsagnar.Given recent developments, I believe that it is best for the Commonwealth of Virginia if Justin Fairfax dealt with these accusations as a private citizen. He can no longer serve us as the Lieutenant Governor of Virginia. — Rep. Donald McEachin (@RepMcEachin) February 8, 2019The allegations by Dr. Vanessa Tyson and Meredith Watson are corroborated, painful stories of sexual assault and rape. It’s clear Virginia Lieutenant Governor Justin Fairfax should resign his office. — Kamala Harris (@KamalaHarris) February 9, 2019With this second serious and credible allegation of sexual assault, Justin Fairfax should resign. This is not a partisan issue. — Senator Mazie Hirono (@maziehirono) February 8, 2019It’s time for Justin Fairfax to step down. — Michael Bennet (@SenatorBennet) February 9, 2019It’s time for Justin Fairfax to step down. — Michael Bennet (@SenatorBennet) February 9, 2019The multiple detailed allegations against the Lt. Gov. of Virginia are deeply troubling. They are serious, credible, and corroborated by others. It is no longer appropriate for him to serve. He should resign. — Cory Booker (@CoryBooker) February 8, 2019These credible and troubling allegations from Dr. Vanessa Tyson and Meredith Watson make it clear that Lt. Gov Fairfax should resign. My heart goes out to these brave women and their families. — Elizabeth Warren (@ewarren) February 8, 2019These credible and troubling allegations from Dr. Vanessa Tyson and Meredith Watson make it clear that Lt. Gov Fairfax should resign. My heart goes out to these brave women and their families. — Elizabeth Warren (@ewarren) February 8, 2019 Ásakanirnar gegn Fairfax eru ekki eina hneykslismálið í stjórn Virginíu en ríkisstjórinn Ralph Northam og dómsmálaráðherrann Mark Herring hafa báðir verið sakaðir um kynþáttaníð vegna Blackface-hneykslisins.Herring hefur gengist við því að hafa á háskólaárunum málað andlit sitt svart. Herring þykir eiga mesta möguleika á því að halda stöðu sinni en hann greindi sjálfviljugur frá gjörðum sínum. Enn kalla margir eftir afsögn Northam sem hyggst sitja áfram. Bandaríkin MeToo Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Mikill fjöldi demókrata hafa undanfarna daga kallað eftir afsögn vara-ríkisstjóra Virginíuríkis vegna ásakana um kynferðisbrot. Tvær konur, Vanessa Tyson og Meredith Watson, hafa stigið fram og lýst kynnum sínum af vara-ríkisstjóranum Justin Fairfax. BBC greinir frá.Tyson steig fyrst fram og lýsti atburðum sem áttu sér stað á flokksþingi demókrata í Boston árið 2004. Tyson segir Fairfax hafa neytt hana til að veita sér munnmök á hótelherbergi sínu.Watson segir sína sögu vera eins og sögu Tyson. Watson segist hafa þekkt Fairfax á námsárum þeirra í Duke-háskólanum en þau hafi aldrei átt í sambandi. Að sögn lögfræðings Watson hafa skólafélagar þeirra gefið skýrslu og lýst því þegar Watson kom grátandi til þeirra árið 2000 og sagði Fairfax hafa nauðgað sér.Watson sækist ekki eftir bótum og segir það borgaralega skyldu sína að stíga fram, segist hún enn fremur vona að Fairfax segi af sér.Segir herferðina gegn sér augljósa Vara-ríkisstjórinn Justin Fairfax hefur svarað ásökununum og segir þær vera uppspuna. Fairfax segir að atburðurinn sem Vanessa Tyson talar um hafi verið „100% með hennar samþykki.“Fairfax segir ekki ætla að segja af sér vegna málsins og segir að augljóslega sé um að ræða herferð gegn sér. Hefur hann óskað eftir því að málin verði rannsökuð að fullu til að hægt sé að hreinsa nafn hans. Í yfirlýsingu minnti Fairfax fjölmiðla á að hann hafi gengið í gegnum tvær ítarlegar bakgrunnsskoðanir og háð tvær harðar kosningabaráttur og ekkert hafi komið upp. Konurnar tvær, Vanessa Tyson og Meredith Watson, hafa hlotið stuðning víða í demókrataflokknum, núverandi og fyrrverandi þingmenn, fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu og forsetaframbjóðendur flokksins hafa hvatt Fairfax til að segja af sér. Einnig hafa allir þingmenn demókrata frá Virginíu gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem Fairfax er hvattur til uppsagnar.Given recent developments, I believe that it is best for the Commonwealth of Virginia if Justin Fairfax dealt with these accusations as a private citizen. He can no longer serve us as the Lieutenant Governor of Virginia. — Rep. Donald McEachin (@RepMcEachin) February 8, 2019The allegations by Dr. Vanessa Tyson and Meredith Watson are corroborated, painful stories of sexual assault and rape. It’s clear Virginia Lieutenant Governor Justin Fairfax should resign his office. — Kamala Harris (@KamalaHarris) February 9, 2019With this second serious and credible allegation of sexual assault, Justin Fairfax should resign. This is not a partisan issue. — Senator Mazie Hirono (@maziehirono) February 8, 2019It’s time for Justin Fairfax to step down. — Michael Bennet (@SenatorBennet) February 9, 2019It’s time for Justin Fairfax to step down. — Michael Bennet (@SenatorBennet) February 9, 2019The multiple detailed allegations against the Lt. Gov. of Virginia are deeply troubling. They are serious, credible, and corroborated by others. It is no longer appropriate for him to serve. He should resign. — Cory Booker (@CoryBooker) February 8, 2019These credible and troubling allegations from Dr. Vanessa Tyson and Meredith Watson make it clear that Lt. Gov Fairfax should resign. My heart goes out to these brave women and their families. — Elizabeth Warren (@ewarren) February 8, 2019These credible and troubling allegations from Dr. Vanessa Tyson and Meredith Watson make it clear that Lt. Gov Fairfax should resign. My heart goes out to these brave women and their families. — Elizabeth Warren (@ewarren) February 8, 2019 Ásakanirnar gegn Fairfax eru ekki eina hneykslismálið í stjórn Virginíu en ríkisstjórinn Ralph Northam og dómsmálaráðherrann Mark Herring hafa báðir verið sakaðir um kynþáttaníð vegna Blackface-hneykslisins.Herring hefur gengist við því að hafa á háskólaárunum málað andlit sitt svart. Herring þykir eiga mesta möguleika á því að halda stöðu sinni en hann greindi sjálfviljugur frá gjörðum sínum. Enn kalla margir eftir afsögn Northam sem hyggst sitja áfram.
Bandaríkin MeToo Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira