Páfi viðurkennir að prestar níðist á nunnum Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2019 10:40 Frans sagði að vandamálið væri enn til staðar þó að kirkjan væri meðvituð um það og hefði reynt að aðhafast. Vísir/EPA Frans páfi kaþólsku kirkjunnar segir kynferðislegt ofbeldi presta í garð nunna viðvarandi vandamál. Ásakanir nunna um misnotkun presta hafa komið fram undanfarin ár en þetta er í fyrsta skipti sem páfi viðurkennið vandamálið. Nunnur á Indlandi, Afríku, Rómönsku Ameríku og Ítalíu hafa greint frá því að kaþólskir prestar hafi misnotað þær kynferðislega. New York Times segir að í sumum tilfellum hafi nunnur gengist undir þungunarrof eða borið börn presta. Fréttamenn spurðu Frans páfa út í ásakanirnar um borð í flugvél páfa þegar hann var á leið heim til Rómar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. „Það er satt. Það eru prestar og biskupar sem hafa gert þetta,“ svaraði páfi. Fullyrti hann að Páfagarður ynni að því að bæta stöðu mála. Einhverjum prestum hefði verið vísað úr starfi. Sagði hann að forveri sinn í embætti, Benedikt sextándi, hefði meðal annars leyst upp nunnureglu þar sem borið hefði á „ákveðinni þrælkun kvenna“. Sú þrælkun hafi meðal annars verið kynferðisleg þrælkun af hálfu presta. Blaðafulltrúi Páfagarðs sagði síðar að nunnureglan hafi verið í Frakklandi. Alþjóðasamtök kaþólskra nunna fordæmdi „menningu þagnar og leyndarhyggju“ sem kæmi í veg fyrir að þær stigu fram í nóvember. Tímarit kaþólskra kvenna sem Páfagarður gefur út sagði frá því fyrir nokkrum dögum að í einhverjum tilfellum hefðu nunnur verið neyddar til þess að gangast undir þungunarrof eftir presta, jafnvel þó að slíkt sé bannað samkvæmt kenningum kirkjunnar. Páfagarður Trúmál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Frans páfi kaþólsku kirkjunnar segir kynferðislegt ofbeldi presta í garð nunna viðvarandi vandamál. Ásakanir nunna um misnotkun presta hafa komið fram undanfarin ár en þetta er í fyrsta skipti sem páfi viðurkennið vandamálið. Nunnur á Indlandi, Afríku, Rómönsku Ameríku og Ítalíu hafa greint frá því að kaþólskir prestar hafi misnotað þær kynferðislega. New York Times segir að í sumum tilfellum hafi nunnur gengist undir þungunarrof eða borið börn presta. Fréttamenn spurðu Frans páfa út í ásakanirnar um borð í flugvél páfa þegar hann var á leið heim til Rómar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. „Það er satt. Það eru prestar og biskupar sem hafa gert þetta,“ svaraði páfi. Fullyrti hann að Páfagarður ynni að því að bæta stöðu mála. Einhverjum prestum hefði verið vísað úr starfi. Sagði hann að forveri sinn í embætti, Benedikt sextándi, hefði meðal annars leyst upp nunnureglu þar sem borið hefði á „ákveðinni þrælkun kvenna“. Sú þrælkun hafi meðal annars verið kynferðisleg þrælkun af hálfu presta. Blaðafulltrúi Páfagarðs sagði síðar að nunnureglan hafi verið í Frakklandi. Alþjóðasamtök kaþólskra nunna fordæmdi „menningu þagnar og leyndarhyggju“ sem kæmi í veg fyrir að þær stigu fram í nóvember. Tímarit kaþólskra kvenna sem Páfagarður gefur út sagði frá því fyrir nokkrum dögum að í einhverjum tilfellum hefðu nunnur verið neyddar til þess að gangast undir þungunarrof eftir presta, jafnvel þó að slíkt sé bannað samkvæmt kenningum kirkjunnar.
Páfagarður Trúmál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira